Við skelltum okkur í smá myndatöku með Kötu vinkonu okkar og tókum myndir af
ISShCh RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir Gjósku Xtra Gjósku Ylur Pablo vom Team Panoniansee
0 Comments
Þá líður enn eitt árið hjá og gaman að líta um öxl á velgengni Gjósku hunda á sýningarárinu 2022.
Við erum enn að berjast við rangar sakargiftir og óréttmæta uppsögn úr félaginu, en sá slagur er rétt að byrja og vonandi leysist úr þessu á nýju ári. Við trúum því allavega að réttlætið muni sigra og þökkum fyrir sýndann stuðning í gegnum þessar raunir. Þrátt fyrir þetta hafa glæsilegir Gjósku hundar, afkomendur og innfluttir hundar okkur tengdir átt frábært ár og óskum við eigendum þeirra innilega til hamingju. Í síðhærðum Schäfer átti Gjósku ræktun stigahæsta öldung ársins en það var hinn sí ungi ofur rakki ISVETCH C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór. Varð hann einnig 4. Stigahæsti rakki ársins. Í tíkunum áttum við hvorki meira né minna en 5 af 13 stigahæstu tikum ársins, fleiri en nokkur annar ræktandi. RW-22 Gjósku Ydda og ISJCh Gjósku Þula urðu báðar besti hundur tegundar á árinu og nældu sér báðar í sæti í tegundarhóp 1, báðar fyrir ofan snögga afbrigði tegundarinnar sem er fremur óalgengt. Þula braut blað í sögu tegundarinnar her á landi, en hún var fyrsti síðhærði schäferinn sem sigrar sterkan tegundarhóp 1. Gjósku Ydda eða Díva eins og hún er kölluð hlaut á árinu bæði Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2022. Gjósku Þula varð á árinu Íslenskur Ungliðameistari, hlaut 2 íslenks ungliðameistarastig, 1. Íslenskt meistarastig og 1. Norðurlanda meistarastig. Einnig varð hún 2. besti ungliði sýningar og er eini síðhærði schäfer landsins sem hefur náð þeim árangri. Snögghærðu hundarnir okkar áttu líka gott ár. Innfluttu Panoniansee prinsarnir Pablo og Lider enduðu árið jafnir í 2. sæti í keppni um stigahæsta hund ársins. Lider kláraði íslenska meistaratitilinn sinn og Pablo hlaut á árinu 2 íslensk meistarastig og þarf því nú einungis 1 til þess að verða íslenskur meistari. Báðir sönnuðu þeir sig sem ræktunarhundar en Lider átti afkvæmi í fremstu röðum bæði í vinnu og á sýningum. En hann átti 10 afkvæmi á listum yfir stigahæstu hunda ársins, 3 hunda á meðal stigahæstu ungliða og afkvæmi hans fengu samanlagt 9 meistarastig allt frá ungliða stigum upp í Alþjóðleg meistarastig. Fyrstu gotin undan Pablo mættu til leiks og átti hann besta hvolp tegundar 7 sinnum á árinu og 2. sinnum átti hann besta hvolp af gagnstæðu kyni. 2. átti Pablo okkar BESTA hvolp sýningar og einu sinni 2. Besta hvolp sýningar. Í lok árs mættu afkvæmi hans upp í ungliðaflokk, en þar urðu gotsystkini undan Leo dótturinni Forynju Ösku bestu ungliðar tegundar og hlutu nýja junior winner titla. Það má með sanni segja að hann ætlar svo sannarlega að stimpla sig inn sem úrvals ræktunardýr. þá áttum við í snögghærðum tíkum bestu hvolpa tegundar í systrunum Gjósku Örlagadís og Örlaganorn, en Dísa litla gerði sér litið fyrir og varð besti hvolpur sýningar í júní. Á lista yfir stigahæstu tíkur ársins áttum við 4 glæsilega fulltrúa. Hin unga og efnilega Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir hlaut á árinu sitt fyrsta ungliða meistarastig, Íslenskt meistarastig og varð 4. Besti Ungliði sýningar. Gjósku Xtra heillaði ekki bara áhorfendur heldur líka dómara og hlaut sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig í sumar. Erum við virkilega stoltar af þessum fallegu fulltrúum tegundarinnar. Við lítum stoltar um öxl og horfum björtum augum til framtíðar. Með bjartsýni að vopni og öflugt fólk okkur innan handar vonum við að 2023 verði það besta hingað til. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu og óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Haustsýning félagsins fór fram helgina 8-9 október sl. og vorum við með nokkra hunda skráða til leiks. Unudæturnar Gjósku Örlaganorn og Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir áttu góða sýningu. Gjósku Örlaganorn eða Kilja eins og hún er kölluð var valin Besti hvolpur tegundar og Easy varð Besti Ungliði tegundar, 2. Besta tík tegundar með Íslenskt meistarastig, ungliðameistarastig og Alþjóðlegt ungliða meistarastig. Easy gerð sér svo litið fyrir, sigraði tegundarhóp 1 ungliða og varð svo 4. Besti Ungliði sýningar. Vorum við alveg að springa úr stolti yfir þessum Unu bombum sem ætla að feta fast á hæla mömmu sinnar og halda minningu hennar lifandi.
Hesltu úrslit sýningar voru þessi: snögghærður Gjósku Örlaganorn - SL. 1. sæti hvolpafl. 6-9m. Besti hvolpur tegundar Pablo Vom Team Panoniansee - vg opinn fl SG1 SG61 RW-19 Lider Von Panoniansee - exc, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Ungliðameistarastig, Alþjóðlegt ungliðameistarastig, Besti ungliði tegundar, 1. sæti tegundarhópur 1 unliða, 4. Besti ungliði sýningar Gjósku Xtra - vg 4. sæti opinn fl. siðhærður Gjósku Þóra Bína - VG, 4. sæti unghundafl. RW-22 Gjósku Ydda - exc, 2. sæti opinn fl. Loksins eftir langa bið var haldin deildarsýning á vegum Schäferdeildar HRFÍ. Var sýningin sú stærsta frá upphafi og gekk Gjósku hundunum og afkomendum okkar hunda einstaklega vel á sýningunni. Dómarinn að þessu sinni heitir Svein Egil Vagle frá Noregi, en hann er flottur ræktandi og sérfræðingur á tegundina.
Gjósku ræktun eignnuðust 2. nýja meistara á sýningunni, en innflutti prinsinn hann Lider bætti við sig titli þegar að hann varð besti rakki tegundar með Íslenskt meistarastig og er því orðinn ISShCh. Gjósku Þula bætti einnig við sig titili, en á sýningunni hlaut hún sitt 2. ungliðameistarastig og er því orðin ISJCh. Pablo v.t. Panoniansee, Juwika Fitness og Lider v Panoniansee máttu vel við una sem ræktunarhundar, en allir áttu þeir afkvæmi sem urðu BEST IN SHOW. Dóttir hans Pablo, Forynju Grace var Besti hvolpur sýningar, sonur hans Liders varð Besti ungliði sýningar og dóttir hans Leo okkar, Foorynju Aska, varð hvorki meira né minna en Besti hundur sýningar. Einnig átti Lider besta snögghærða afkvæmahóp sýningar og ISShCh ISJCh Gjósku www.Píla. is átti besta síðhærða afkvæmahóp sýningar. en helstu úrslit frá sýningunni voru þessi: snögghærður Gjósku Örlagasteinn - hvolpafl. 6-9 m. SL 4. sæti Gjósku Örlagadís - hvolpafl. 6-9 m. SL Gjósku Örlaganorn - hvolpafl. 6-9 m. SL Gjósku Örlaganótt - hvolpafl. 6-9 m. SL Pablo Vom Team Panoniansee - exc, 2. sæti opinn fl, meistaraefni, 4. Besti rakki tegundar SG1 SG61 RW-19 Lider Von Panoniansee - exc, 1. sæti opinn fl, meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni, Besti afkvæmahópur tegundar, heiðursverðlaun Gjósku X-Man - exc, 4. sæti opinn fl. Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - exc, 2. sæti ungliðafl. Gjósku Xtra - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni siðhærður Gjósku Yogi Bear - exc, 2.sæti opinn fl. C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Besti Öldungur tegundar, Öldungameistarastig Gjósku Þula - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Þóra Bína - VG, 2. sæti unghundafl. ISCh ISJCh OB-I Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundfl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar ISShCh ISJCh Gjósku www.Píla. is - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar, Heiðursverðlaun Glæsileg Ágústsýning HRFÍ var haldin helgina 20-21 ágúst 2022. Áttu Gjósku hundarnir góðu gengi að fagna, en á sinni fyrstu sýningu braut Gjósku Þula blað í sögu schäferhunda á Íslandi þar sem hún varð fyrsti síðhærði schäfer landsins til þess að hljóta fyrsta sæti í tegundarhópi 1 og taka þar með þátt í BEST IN SHOW.
Helstu úrslit sýningarinnar voru þessi: snögghærður Gjósku Örlagadagur - hvolpafl. 6-9 m. ML 4. sæti Gjósku Örlagadís - hvolpafl. 6-9 m. SL 1. sæti, Besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Örlaganorn - hvolpafl. 6-9 m. SL 3. sæti Pablo Vom Team Panoniansee - exc, 2. sæti opinn fl, meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar SG1 SG61 RW-19 Lider Von Panoniansee - vg opinn fl Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - exc, 3. sæti ungliðafl. meistaraefni Elliðaeyjar Snjöllu Gríma Fyrir Gjósku - exc, 2. sæti unghundafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara norðurlanda meistarastig Gjósku Xtra - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar Gjósku Z - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni siðhærður Gjósku Yogi Bear - g opinn fl. 4. sæti C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Besti Öldungur tegundar, Öldungameistarastig Gjósku Þula - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Ungliða meistarastig, Norðurlanda meistarastig, Besti ungliði tegundar, Besti hundur tegundar, 1. sæti Tegundarhópur 1, annar Besti ungliði sýningar Gjósku Þumalína - exc, 5. sæti ungliðafl. Gjósku Þóra Bína - exc, 2. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku XXS - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara Norðurlanda meistarastig Gjósku Ydda - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni ISCh ISJCh OB-I Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundfl. meistaraefni Liðna helgi var haldin stærsta sýning í sögu HRFÍ, en yfir 1200 hundar voru skráðir til leiks. Mættum við með fámennan en góðan hóp til leiks og var árangurinn ekki af lakari endanum. Allir Gjóskuhundar á sýningunni fengu excellent og allir hvolparnir okkar fengu einkunina sérlega lofandi eða fyrstu einkun.
Uppúr stóðu nokkur augnablik, en til að byrja með þá vann Dísa okkar, Gjósku Örlagadís bæði besti hvolpur tegundar og seinna um daginn BESTI HVOLPUR SÝNINGAR ! Pabbi hennar Dísu aðal prinsinn okkar hann Pablo vom Team Panoniansee varð 2. besti rakki tegundar og fékk þar sitt annað Íslenska meistarastig og skaut sér í efsta sæti yfir stigahæstu rakka landsins. Gjósku Rökkvi-Þór bætti í sitt langa titlasafn nýjum meistaratitli, Öldungameistari. En hann varð enn og aftur besti öldungur tegundar og var svo valinn áfram í top 8 í mjög sterkum hópi öldunga í keppni um Besta öldung sýningar. Stjarna dagsins var svo Gjósku Ydda, en hún gerði sér lítið fyrir og varð besta tík tegundar og hlaut bæði Íslenskt- og Alþjóðlegt meistarastig sem og Reykjavík Winner 2022 titil. Ydda, eða Díva eins og hún er kölluð, var þó ekki hætt þar. Hún kláraði málið og varð BESTI HUNDUR TEGUNDAR og skaut sér þar með í efsta sæti yfir stigahæstu tíkur ársins. Seinna um daginn mætti hún svo í úrslit í tegundarhópi 1, þar sem hún hreppti annað sætið, res.BIG og náði þar með lengst allra fullorðna schäfer hunda á sýningunni, en þeir voru um 100 skráðir og aldrei verið fleiri. Erum við ótrúlega stolltaf af árangri hundanna okkar um helgina, en fyrst og fremst voru allir sér, eigendum sínum og okkur til sóma með sínu frábæra geðslagi og fasi. Hér koma úrslit sýningarinnar: snögghærðir Gjósku Örlagadagur - SL, 5. sæti y.hv fl. Gjósku Örlaganorn - SL, 4. sæti y.hv fl. Gjósku Örlagadís - SL, 1. sæti y.hv fl. Besti hvolpur tegundar, BESTI HVOLPUR SÝNINGAR Gjósku Ylur - Exc, 2. sæti unghundafl. Pablo vom Team Panoniansee - Exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, vara-Alþjóðlegt meistarastig RW-19 Lider von Panoniansee - Exc, 4. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - Exc, 2. sæti ungliðafl. meistaraefni, vara-Ungliða meistarastig Gjósku Xtra - Exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara-Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Z - Exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig Síðhærðir ISvetCh C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - Exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Besti öldungur tegundar, Öldunga meistarastig, Top 8 í Besti öldungur sýningar Gjósku Þumalína - Exc, 1. sæti ungliðafl. RW-22 Gjósku Ydda - Exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar, Reykjavík Winner 2022, 2. sæti Tegundarhópur 1 Gjósku XXS - Exc, 3. sæti opinn fl. ISCH ISJCh OB-I Gjósku Vænting - Exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja - Exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni Fyrsta sýning ársins var haldin í byrjun mars og áttum við nokkra fulltrúa. Stóðu allir sig ótrulega vel og erum við ekkert lítið stolt af öllum, bæði hundum, eigendum og sýnendum. Úrslit voru eftirfarandi: síðhærðir CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc 1. sæti öldungafl. meistaraefni, öldungameistarastig, 3. besti rakki tegundar, Besti öldungur tegundar Gjósku Þumalína - VG, 5. sæti ungliðafl. Gjósku Ydda - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar Gjósku XXS - exc 2. sæti opinn fl. ISCH ISJCH OB-I Gjósku Vænting - exc, 1. sæti meistarafl. 4. besta tík tegundar snögghærðir Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - SL, 1. sæti hvolpafl. 6-9 mánaða, Besti hvolpur tegundar, BESTI HVOLPUR SÝNINGAR Gjósku Ylur - VG, 3. sæti unghundafl. Pablo vom Team Panoniansee - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, res-CACIB Gjósku Xtra - exc, 1. sæti opinn fl. Nú styttist í næstu sýningu og er undirbúningur kominn á fullt ! Nýja árið fór af stað með trompi þegar við staðfestum væntanlegt got undan Unu og Pablo. Mikið er á döfinni hjá okkur og störtuðum við dagskrá 2022 með nýjársgöngu með Forynju ræktun. Kalt en fallegt veður var við elliðaárnar og er fólk strax orðið spennt fyrir næstu göngu og komandi viðburðum.
Þá er staðfest væntanlegt got seinnipartinn í janúar undan meistaranum NORDUCH ISSCH NLM RW-19 RW-18 Gjósku Unu Bunu og fallega innflutta rakkanum okkar Pablo vom team Panoniansee. Bæði eru þau frí af mjaðma og olnbogalosi, einstaklega geðgóð og útlitið er í sérflokki.
Hvolparnir afhendast í lok mars/byrjun apríl, heilsufarsskoðaðir, örmerktir, skráðir í dýraauðkenni, ættbókarfærðir hjá HRFÍ, DNA testaðir og með veglegan hvolpapakka frá Wooof.is. Áhugasamir geta sent email á [email protected] með öllum helstu upplýsingum um sig og hverju þau leitast eftir í hundi. Unu þarf vart að kynna, en hún er sigursælasta snögghærða schafer tík landsins síðustu ár. Hún er eina snögghærða tíkin síðan að stigakeppni deildarinnar hófst sem hefur náð að verða 3. ár í röð stigahæsta tíkin. Hún er einnig eina snögghærða tík landsins sem er norðurlandameistari og norðurljósameistari sem og með fleiri en einn Reykjavík winner titil. Una er með A mjaðmir og olnboga og að öllu leiti virkilega heilsuhraust tík með engann skyldleika á bakvið sig. Hún er einnig virkilega vinnusöm, hefur lokið hlýðni brons og stefnt er með hana í spora próf í sumar. Una á ekki langt að sækja gæðin, en foreldrar hennar voru bæði margfaldir meistarar, frábærir vinnuhundar, heilbrigð og gáfu af sér fyrsta flokks afkvæmi á öllum sviðum. Pablo er ný orðinn 2 ára og er einn allra mesti bræðingur sem við höfum kynnst. Hann kemur frá Panoniansee ræktun eins og Lider, en það er ein virtasta ræktun í evrópu. Við erum virkilega heppnar að eiga svona góða að alstaðar í heiminum, en vinkona okkar hún Marita mældi sérstaklega með þessu goti og við treystum henni í einu og öllu þegar kemur að því að velja hunda og í ræktun. Pablo er undan 2. stórglæsilegum hundum, pabbi hans er hinn heimsfrægi VA Nero von Ghattas sem átti meðal annars sigurvegara í unghundaflokki á síðasta siegershow. Nero er einn glæsilegasti hundur í heiminum í dag og hefur verið að gefa af sér virkilega falleg afkvæmi og frábært heilbrigði. Mamma hans Pablo kemur úr mjög flottu goti frá Panoniansee, en við reyndum einmitt að kaupa gotbróður hennar, en hann var full dýr fyrir litla Ísland. Daffy hefur mætt á ör fáar sýningar, en hefur sigrað þær allar. Fókusinn með hana er í ræktun og hefur hún gefið af sér virkilega fallega hvolpa þar sem heilbrigðið skemmir svo sannarlega ekki fyrir, en allir hvolpar myndaðir undan henni eru frír af mjaðma og olnbogalosi. Pablo okkar er einstakur hundur með yndislegt geðslag, framúrskarandi útlit og mjög gott vinnueðli fyrir tegundina. Framtíðin hans er mjög björt á öllum sviðum. Pablo og Una eiga bæði önnur afkvæmi fyrir sem lofa virkilega góðu og má segja að við fáum gæsahúð af spenningi yfir þessum komandi hvolpum. Síðasta sýning ársins fór fram á nýju sýningarsvæði núna í lok nóvember. Við mættum með fáa en vel valda hunda á sýninguna og vorum virkilega sáttar með árangurinn. Við hlökkum til nýs árs með vonandi fleiri sýningum. Til hamingju öll með fallegu Gjósku hundana ykkar !!
hér eru úrslit okkar hunda: síðhærðir Gjósku Yogi Bear - VG, Ungliðafl. 3. sæti CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, öldungafl. 1. sæti, meistaraefni, Öldungameistarastig, 2. besti rakki tegundar, annar besti öldungur tegundar, 2. stigahæsti öldungur ársins Gjósku Ydda - exc, ungliðafl. 1. sæti, meistaraefni, ungliðameistarastig, besti ungliði tegundar, stigahæsti síðhærði ungliði ársins Gjósku XXS - exc, opinn fl. 2. sæti, meistaraefni, 3. besta tík tegundar ISShCh ISJCh Gjósku www.Píla. is - VG, opinn fl. ISCH ISJCh OB-I Gjósku Vænting - exc, vinnuhundafl. 1. sæti snögghærðir Elliðaeyjar Snjöllu Gríma fyrir Gjósku - Lofandi, Hvolpafl. 2. sæti Gjósku Ylur - VG, ungliðafl. 3. sæti Gjósku X-Man - exc, opinn fl. 3. sæti Pablo vom Team Panoniansee - exc, opinn fl. 2. sæti, meistaraefni RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee - exc, opinn fl. 1. sæti, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, vara Norðurlanda meistarastig, Besti afkvæmahópur tegundar, 3. Besti afkvæmahópur sýningar Gjósku Z - exc, unghundafl. 2. sæti Gjósku Xtra - exc, opinn fl. 2. sæti, meistaraefni, 4. besta tík tegundar Gjósku Ýktar Væntingar eða Týr eins og hann er almennt kallaður og eigandinn hans hún Hildur eru aldeilis að standa undir ýktum væntingum. Týr og Hildur luku fyrr á árinu bronsprófi HRFÍ þar sem þau fengu bronsmerkið og 2. sæti. Þau gerðu svo gott betur í síðasta hlýðni prófi ársins, þar þreyttu þau frumraun sína í hlýðni 1, þau rúlluðu því að sjálfsögðu upp með glæsibrag og hlutu fyrstu einkun, fyrsta sæti í prófinu og fengu silfurmerki HRFÍ. Glæsilegur árangur hjá Hildi og Tý, en Týr er ekki orðinn 2. ára gamall.
Við erum ekkert lítið stoltar af þessu flotta pari og hlökkum til að fylgjast með þeim saman í vinnuprófum í framtíðinni. Pablo okkar mætti á sína fyrstu sýningu í ágúst og má með sanni segja að hann stóð sig frábærlega vel.
Mætti hann báða dagana í unghundaflokk þar sem hann fékk 1. sæti excellent og meistaraefni. Hann varð líka 4. besti rakki tegundar á laugardeginum og 3. besti rakki tegundar á sunnudeginum. Frábær árangur hjá unglingnum okkar og er framtíðin björt með hann, bæði í ræktun, í vinnu og á sýningum ! Gjósku Ylur og eigandinn hans hún Kata okkar kláruðu bronsprófið með stæl. Ylur er aðeins 11 mánaða og kláraði hann prófið með 160.5 stigum og 2. sæti, aðeins nokkrum stigum á eftir hinni glæsilegu Forynju Drama. Erum við ótrúlega stoltar af þessum glæsilega unga rakka og duglega eigandanum hans.
Fallegu Pílu og Ivans börnin okkar gleðja augað svo sannarlega. Þau eru virkilega ánægð með góða veðrið sem er komið. Þau njóta sín í botn á pallinum í sólinni og er virkilega gaman að fylgjast með þeim stækka
Við skiptum öllum okkar hundum yfir á nýtt fóður fyrr á árinu og er komin ágætis reynsla á það hjá okkur. Við ákváðum eftir góða reynslu hjá Gjósku Queen Bee, sem og eftir erfiðleika í fóðrun á einum af innfluttu hundunum okkar að prufa Hollenska gæða fóðrið Wooof.
Wooof býður upp á hundafóður sem framleitt er úr náttúrulegum afurðum í hæsta gæðaflokki. Í Wooof fóðrinu mætast náttúran og næringarfræði. Fóðrið samanstendur af gaumgæfilega völdum hráefnum sem stuðla að heilbrigðum þroska og heilsu hundsins. Fóður sem framleitt er í pressuðum bitum þarfnast minni orkunotkunar og eru skaðleg áhrif framleiðslunnar á umhverfið því minni. Þar að auki gerir þessi framleiðsluaðferð það að verkum að hráefnin sem notuð eru halda næringargildi sínu þar sem bitunum er haldið undir 100°C í gegnum allt framleiðsluferlið. Með þessum hætti er tryggt að öll vítamín, steinefni og önnur efni haldist í fóðrinu. Pressaðir bitar eru auðmeltanlegir þar sem þeir leysast upp í maganum á mun skemmri tíma en fóður sem framleitt er á hefðbundinn hátt. Gefum við wooof fóðrinu okkar bestu meðmæli, en verðið á fóðrinu er frábært þrátt fyrir að ekkert sé gefið eftir í gæðum. Viljum við hvetja okkar fólk að prófa þetta frábæra fóður, en það má nálgast á heimasíðu wooof hér: https://wooof.is/ |
Gjósku Ræktun
|