Veðrið síðustu daga hefur aldeilis verið fallegt, kuldaboli bítur okkur, en sólin skín og hundarnir dýrka þetta kalda loft. Í einum af viðringum dagsins fórum við með Factor og Pablo og hin unga og fallega Kolgrímu Oh My God slóst með i hópinn. Smelltum við nokkrum myndum af þeim.
0 Comments
Yndislegu Ís-hvolparnir okkar eru 4 mánaða og bræða alla sem þau hitta. Við héldum lítinn hitting á sunnudaginn var, Gjósku Ís-Brjótur, Gjósku Ís-Bylur og Gjósku Ís-Brá mættu, léku sér saman og óþekktuðust í mömmu sinni. Veðrið var ekki það besta svo myndirnar voru frekar dökkar, en við smelltum þó nokkrum af litlu gullmolunum. Erum við virkilega stoltar af þessu glæsilega goti, bæði hvað útlit og geðslag varðar og má með sanni segja að við gerðum sterka endurkomu í ræktun Íslenska fjárhundsins.
Það er svo sannarlega jólalegt úti og hundarnir njóta sín í botn í öllum snjónum. Óskum við öllum vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
COVID-19 setti svo sannarlega strik í reikninginn hjá okkur á Íslandi hvað hundasýningar varðar. Á árinu var einungis ein sýning en kom Gjóskuræktun út á toppnum enn eitt árið. Við vorum með mikið af virkilega efnilegum ungum hundum sem ekki gátu tekið þátt á sýningum nema í hvolpaflokki og sumir náðu ekki neinni sýningu, svo það verður spennandi að stilla þeim upp á næsta ári.
Eftir árið var: Gjóskuræktun stigahæsta schäfer ræktun ársins NORDUCH ISSHCH NLM RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna stigahæsti schäfer ársins sem og stigahæsta snögghærða tík ársins ISSHCH ISJCH Gjósku www. Píla. is var stigahæsti síðhærði schäfer ársins og stigahæsta síðhærða tík ársins ISSHCH Gjósku Osbourne-Tyson var stigahæsti schäfer öldungur ársins Við erum virkilega stoltar af fallegu hundunum okkar og eigendum þeirra og hlökkum mikið til (vonandi) covid lausu 2021. Haustið er frábær tími til sporaæfinga, en bæði okkur og hundunum þykir það hin mesta skemmtun. Lider og Una eru bæði virkilega sterk í sporaleit og smelltum við nokkrum myndum af þeim á æfingu.
Fimmtudaginn 5. nóvember í hávaða roki og rigningu sóttum við nýja prinsinn okkar hann Pablo suður í Hafnir þar sem hann hafði dvalist í dekur einangrun í 2 vikur. Pablo og Gjósku X-Factor búa saman og smullu þeir strax og eru bestu vinir. Hlökkum við mikið til framhaldsins með þennan aðeins ársgamla rakka, en ættbókin hans er einfaldlega TOP QUALITY svo framræktun með honum verður mjög spennandi.
Veðrið síðustu daga hefur aldeilis verið yndislegt og smelltum við fallegum myndum af hundunum okkar. Það skiptist úr rosalegu bjartviðri yfir í rauðglóandi appelsínu himinn, því var mjög gaman að taka myndir og sjá breytinguna á birtu í útkomunni.
Laugardaginn 17. okt héldum við hjá Gjósku og Forynjuræktun skemmtilegan hvolpahitting fyrir yngstu gotin okkar, Gjósku Y-gotið, Forynju D-gotið og Gjósku Z einka prinsessa fékk að koma með. Frábær mæting var, allir tvífættir héldu fjarlægð og hvolparnir léku sér saman.
Helga Pálsdóttir kom og tók myndir fyrir okkur og hér fyrir neðan eru myndir af Gjósku hundunum. Litlu rjómabollurnar hennar Sólar okkar komu í heiminn 20. ágúst sl. og heilsast hvolpum og móður vel. 4 rakkar og 1 tík komu í þessu fallega goti undan ISJCh Snætinda Íslandssól á Gjósku og Oddhóls Loka, en eru þau bæði ofboðslega geðgóð og falleg. Mikil gleði ríkir á heimilinu, en höfum við ekki verið með Íslenskt got síðan árið 2003 og er það allt annar fýlingur en með schäferana. Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með þessum molum stækka og dafna í framtíðinni.
Velkomin i heiminn Gjósku Ís-Brjótur Gjósku Ís-Bolti Gjósku Ís-Búi Gjósku Ís-Bylur Gjósku Ís-Brá Við fórum með Lider, Unu, Xtru og Factor í fjöruferð um helgina í æðislegu veðri. Mikið stuð var í hópnum og hittum við meiraðsegja hinn fræga Rjóma Bull Terrier sem Factor og Xtra fengu að leika við.
Það styttist í að fallegu Q og X gotin okkar verða árs gömul og má með sanni segja að þau fóru fram úr okkar björtustu vonum hvað frábært geðslag, yndislegt útlit og framúrskarandi vinnueðli varðar. Við héldum systkynunum Xtru og X-Factor eftir og voru þau aðeins að viðra okkur og myndavélina í rokinu í dag.
Fallegu hvolparnir hennar Pílu mættu í heiminn 9. júlí sl. og heilsast móður og hvolpum öllum mjög vel. 5 gull fallegir hvolpar, 4 rakkar og 1 tík eru að vinna í því að bræða ræktendur sína þessa dagana og bíða nýjir eigendur í eftirvæntingu eftir því að fá nýjan fjölskyldumeðlim inná heimilið. Hvolparnir hafa hlotið nöfnin:
Gjósku Ydda Gjósku Ylur Gjósku Yin Gjósku Yang Gjósku Yogi Bear Þá er meistarinn okkar hún ISShCh ISJCh Gjósku www. Píla. is alveg komin að goti og eru hvolpar væntanlegir seinna í þessari viku. Pabbi gotsins er ræktunarkóngurinn okkar hann RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee, en er þetta blanda af hundum sem nú þegar hefur sannað sig í einu allra glæsilegasta Gjósku goti sem fæðst hefur frá upphafi, X-gotið.
Píla okkar hefur allt frá upphafi heillað alla sem henni kinnast, hún er ofboðslega blíð og góð og einstaklega falleg tík. Píla er bæði íslenskur sýningarmeistari og íslenskur ungliðameistari og er ein af okkar allra bestu tíkum. Einnig er hún mjög efnileg í vinnu, en stefnt er á að taka vinnupróf á hana á þessu eða næsta ári. Píla á einnig systur sem hafa staðið sig frábærlega bæði á sýningum og í vinnu, en bæði Píla og Valkyrja systir hennar eru einu síðhærðu tíkur landsins sem klárað hafa íslenskan meistaratitil í fyrstu tilraun og Vænting systir þeirra er eini síðhærði hundurinn frá upphafi sem hlýtur titilinn ISCh, klárar sporapróf og verður hlýðni meistari. Ásamt þessu öllu er auðvitað glæsileg ættbók á henni Pílu okkar, en aldrei gefum við afslátt þegar kemur að þeim málum í okkar ræktun. Lider okkar þarf vart að kynna, hann var búinn að sanna sig erlendis áður en við festum kaup á honum til landsins, en hann er EINI rakki á landinu sem náð hefur í fyrsta hring á sieger show í þýskalandi. Einnig er hann eini hundurinn sem hefur sigrað sieger show sýningu, og það í 2 löndum!! Lider mætti aðeins á 4 sýningar í fyrra af 7, en endaði árið sem annar stigahæsti rakki ársins ásamt því að heilla alla uppúr skónum með sínu einstaka geðslagi og gæðum sem sjaldan sjást hér á landi. Lider hefur átt 4 got fyrir hér á landi, en leggjum við HARÐA áherslu á það að hann verði ekki of notaður, og er ekki lánaður út fyrir Gjósku og Forynju ræktun. Alltof oft eru hundar lánaðir og eiga á jafnvel stuttum tíma orðið fjöldan allan af afkvæmum, sem er slæmt fyrir eins lítinn stofn og er hér á landi. Við getum hinsvegar verið ofboðslega ánægðar með afkvæmi hans, en eru þau strax fyrir 1. árs búin að stór sanna sig bæði í vinnu og á sýningum. Öll afkvæmi hans sigruðu sína flokka á síðustu sýningu og hlutu öll einkunina sérlega lofandi hjá mjög ströngum dómara. Hann átti bestu hvolpa og bestu hvolpa af gagnstæðu kyni í báðum feldafbrigðum og varð dóttir hans Gjósku Xtra, 2. Besti hvolpur sýningar. Í vinnu hafa bæði Forynju Bara Vesen og Forynju Bestla lokið brons prófi og er Vesen stigahæsti schäfer í bronsi frá upphafi. Bestla hefur einnig lokið spora prófi og er sem stendur stigahæsti schäfer ársins í spor 1. Getum við með sanni sagt að hérna er á döfinni eitt af okkar mest spennandi gotum. Að sjálfsögðu eru Píla og Lider bæði frí af mjaðma og olnbogaosi, eða með A/A bæði og laus við öll heilsufarsvandamál og geðslagsbresti. Píla okkar er gjörsamlega að springa og bíðum við í eftirvæntingu eftir hvolpahrúgunni. Gjósku ræktun festu nýlega kaup á glæsilegum 8 mánaða rakka Pablo vom Team Panoniansee, en er þessi ótrulega efnilegi hundur frábær viðbót við ræktunina okkar og með ættir sem við erum einstaklega hrifin af. Pablo er undan hinum fræga unga hundi VA7 SG2 IPO3 Kkl1 BH AD Nero von Ghattas, en hann er strax búinn að sanna sig á sýningum, í vinnu og í ræktun. Nero varð annar á Þýska siegershow 2017 í unghundaflokki og strax 2 árum seinna náði hann þeim eftirsótta árangri að verða VA á sömu sýningu. Hann átti hunda í efstu sætum í ungliðaflokkunum sama ár og verður mjög gaman að bæta honum inn í okkar fyrir frábæru ættflóru. Daffy vom Team Panoniansee er ung tík, en hefur lokið vinnuprófum IPO1 og hlotið ræktunardóminn Kkl1. Hún hefur ekki verið sýnd mikið, en hefur ávallt unnið þær sem hún hefur mætt á. Markmiðið hjá ræktendum og eigendum hennar var alltaf að nota hana í ræktun og á hún núna 2 stór og gull falleg got. En Pablo okkar kemur úr hennar fyrsta goti. Daffy er einnig systir hins fræga Django vom Team Panoniansee, en er hann einn allra fallgasti hundur sem við höfum augum litið. Pablo er væntanlegur til landsins seinna á árinu og erum við vægast sagt að deyja úr spennu. Pablo vom Team Panoniansee í uppstyllingu glæsilegar hreyfingar Pablo er með einstaklega fallegt höfuð, dökk möndlulaga augu og lítil eyru Nero von Ghattas á leið í annað sæti SG2 á Þýska siegershau 2017 Nero hefur einnig einstaklega sterklegan og fallegan haus Daffy vom Team Panoniansee VV1 á stórri sérsýningu í Þýskalandi Daffy SG1 SG1 Django vom Team Panoniansee got bróðir hennar Daffy VA7 BSZS 2019 Nero von Ghattas VA1 Gary vom Hühnegrab pabbi hans Nero, sigraði Þýska siegershau 2017
|
Gjósku Ræktun
|