Ákváðum við og Hildur með Forynjuræktun að standa fyrir schäfergöngu síðasta sunnudag. Áðurfyrr voru svipaðar göngur alltaf á vegum schäferdeildarinnar, en þar sem að engin starfandi stjórn er þar þá ákváðum við að bjóða bara uppá þetta sjálfar.
Frábært er fyrir bæði fólk og hunda að hittast, hreyfa sig og umhverfisvenjast. Vel var mætt í þessa fyrstu göngu á okkar vegum og mikill áhugi í fólki fyrir næstu, en stefnum við að því að halda þær reglulega. Eftir gönguna settumst við inn á kaffihús, spjölluðum og fengum okkur kruðerí og kaffi. Smelltum við nokkrum myndum af þessum fallegu hundum og er fólki frjálst að nota þær að vild.
0 Comments
Við vorum svo heppnar að hann Bjarni Þór eigandi hennar Gjósku Valkyrju mætti með myndavélina sína á síðustu sýningu. Frábært að eiga atvinnu ljósmyndara í Gjósku fjölskyldunni. Hringurinn var reyndar ekki skemmtilega staðsettur svo myndirnar eru bara frá einu sjonarhorni, en ykkur er frjálst að nota þær að vild.
Í gær sunnudaginn 1. október héldum við smá hitting hjá Gjósku og Forynju ræktun og tókum myndir af nokkrum hundum. Það skiptust á skin og skúrir svo gæði myndana eru mismunandi og auðvitað voru einhverjir hundar gjörsamlega hárlausir, en gaman var að sjá hvað allir voru stilltir og flottir. Þetta var skemmtilegur dagur og hlökkum við til næsta viðburðar hjá okkur.
Myndirnar eru alltaf uppstillt- og svo hausmynd og hundarnir eru í þessari röð: Gjósku Olga Heiða Gjósku Vissa Forynju Arlett Gjósku Rispa Forynju Aston Ölfur Dýva Kæja Gjósku Óli Hólm NLM Gjósku Ráðhildur Gjósku Vænting Gjósku Ronja Forynju Aska RW-14 Gjósku Mylla Gjósku Una Buna CIB* BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra ISCh Gjósku Tindur Snætinda Íslandssól á Gjósku |
Gjósku Ræktun
|