Liðna helgi var haldin stærsta sýning í sögu HRFÍ, en yfir 1200 hundar voru skráðir til leiks. Mættum við með fámennan en góðan hóp til leiks og var árangurinn ekki af lakari endanum. Allir Gjóskuhundar á sýningunni fengu excellent og allir hvolparnir okkar fengu einkunina sérlega lofandi eða fyrstu einkun.
Uppúr stóðu nokkur augnablik, en til að byrja með þá vann Dísa okkar, Gjósku Örlagadís bæði besti hvolpur tegundar og seinna um daginn BESTI HVOLPUR SÝNINGAR ! Pabbi hennar Dísu aðal prinsinn okkar hann Pablo vom Team Panoniansee varð 2. besti rakki tegundar og fékk þar sitt annað Íslenska meistarastig og skaut sér í efsta sæti yfir stigahæstu rakka landsins. Gjósku Rökkvi-Þór bætti í sitt langa titlasafn nýjum meistaratitli, Öldungameistari. En hann varð enn og aftur besti öldungur tegundar og var svo valinn áfram í top 8 í mjög sterkum hópi öldunga í keppni um Besta öldung sýningar. Stjarna dagsins var svo Gjósku Ydda, en hún gerði sér lítið fyrir og varð besta tík tegundar og hlaut bæði Íslenskt- og Alþjóðlegt meistarastig sem og Reykjavík Winner 2022 titil. Ydda, eða Díva eins og hún er kölluð, var þó ekki hætt þar. Hún kláraði málið og varð BESTI HUNDUR TEGUNDAR og skaut sér þar með í efsta sæti yfir stigahæstu tíkur ársins. Seinna um daginn mætti hún svo í úrslit í tegundarhópi 1, þar sem hún hreppti annað sætið, res.BIG og náði þar með lengst allra fullorðna schäfer hunda á sýningunni, en þeir voru um 100 skráðir og aldrei verið fleiri. Erum við ótrúlega stolltaf af árangri hundanna okkar um helgina, en fyrst og fremst voru allir sér, eigendum sínum og okkur til sóma með sínu frábæra geðslagi og fasi. Hér koma úrslit sýningarinnar: snögghærðir Gjósku Örlagadagur - SL, 5. sæti y.hv fl. Gjósku Örlaganorn - SL, 4. sæti y.hv fl. Gjósku Örlagadís - SL, 1. sæti y.hv fl. Besti hvolpur tegundar, BESTI HVOLPUR SÝNINGAR Gjósku Ylur - Exc, 2. sæti unghundafl. Pablo vom Team Panoniansee - Exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, vara-Alþjóðlegt meistarastig RW-19 Lider von Panoniansee - Exc, 4. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - Exc, 2. sæti ungliðafl. meistaraefni, vara-Ungliða meistarastig Gjósku Xtra - Exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara-Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Z - Exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig Síðhærðir ISvetCh C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - Exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Besti öldungur tegundar, Öldunga meistarastig, Top 8 í Besti öldungur sýningar Gjósku Þumalína - Exc, 1. sæti ungliðafl. RW-22 Gjósku Ydda - Exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar, Reykjavík Winner 2022, 2. sæti Tegundarhópur 1 Gjósku XXS - Exc, 3. sæti opinn fl. ISCH ISJCh OB-I Gjósku Vænting - Exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja - Exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni
0 Comments
|
Gjósku Ræktun
|