Þá styttist í V-gotið hjá okkur og eru allir hér á bæ farnir að iða af spenningi.
Meistarinn hún ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra fór í röntgen í dag og skemmtum við okkur yfir því að telja beinagrindur og svo ég nefni ekki niður dagana :D Myndin sýnir litlu hrúguna sem er væntanleg í lok næstu viku !
0 Comments
Fallegi meistarinn okkar hann ISShCh Gjósku Máni eldist vel.
Fórum við með vinkonu okkar henni Ck's Nikitu í smá viðring í heiðinni og smelltum við nokkrum myndum af þessum glæsilegu hundum. Þá er meistarinn okkar hún ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra farin að gildna og eru hvolparnir hennar og IPO 1 BH AD KLL1 Jago z Wierchlesia væntanleg 6.-10. apríl n.k.
Gotið er virkilega spennandi, en Myrra og Jago eru bæði frí af mjaðma og olnbogalosi. Án allra galla eins og ofnæmi og eru bæði með eindæmum geðgóð og yndisleg. Jago kemur einnig með alveg nýjar ættir til landsins og eru þær einar þær allra eftirsóttustu í heiminum í dag, en afi hans er hinn frægi 2xVA1 Remo vom Fichtenschlag Myrra hefur staðið sig vel á sýningum hérlendis, hún er íslenskur sýningarmeistari og hefur verið á lista yfir stigahæstu tíkur landsins síðan að hún var 11 mánaða. Hún hefur einnig lokið hlýðni brons og stóð hún uppi sem 3. stigahæsti schäfer ársins í hlýðninni, stefnt er með hana í frekari vinnu eftir got. Myrra er með ofboðslega rétta byggingu, langan háls og það sem vantar í svo marga hunda hérlendis þá er hún með langann efri legg (upper arm). Einnig er hún ofboðslega falleg á litinn og þykir sérlega dökk tík. IPO 1 BH AD KLL1 Jago z Wierchlesia kom til landsins fyrir nokkrum mánuðum og er þetta hans fyrsta got hér á landi, fyrir á hann nokkur í Póllandi. Jago er enn að jafna sig eftir dvölina í einangruninni en hann styrkist með hverjum deginum sem líður og gætum við ekki verið ánægðari með Pólska prinsinn okkar. Jago er með 2. Pólsk meistarastig, 1. Ungverskt meistarastig og svo Alþjóðlegt meistarastig. Hann hafði einnig verið sýndur á mörgum sérsýningum í Póllandi með virkilega góðum árangri. Hann er með vinnuprófið IPO1 og skapgerðarmat BH, en Jago er án alls efa sá allra geðbesti rakki sem við höfum nokkurntíma kynnst. Hann er eins og Myrra, virkilega vel byggður, með langann háls og mjög langann og vel settan upper arm. Bíðum við því í eftirvæntingu eftir þessu glæsilega goti. Þeir sem hafa áhuga á að eignast hvolp undan þessum mögnuðu foreldrum geta haft samband á [email protected] eða í s. 6900907 Fyrsta sýning ársins fór vel af stað og erum við mjög sáttar eftir helgina.
Á föstudagskvöldinu fór fram hvolpasýning, engir Gjósku hvolpar voru skráðir til leiks, en Leó okkar átti nokkur afkvæmi. Voru þau hin allra glæsilegustu og átti hann besta hvolp tegundar í öllum flokkum sem þau voru skráð í. Gjósku Thea gerði sér lítið fyrir og varð besta tík tegundar í annað sinn og fékk sitt annað Íslenska og Alþjóðlega meistarastig. Mamma hennar drottningin okkar hún RW-14 Gjósku Mylla sannaði sig sko sannarlega aftur. Mættum við með hana í 2. sinn með afkvæmum og aftur átti hún besta afkvæmahóp tegundar og Besta afkvæmahóp sýningar !! Hérna koma helstu úrslit frá sýningunni: Snögghærður Gjósku Uggi - Very good, 3. sæti unghundafl. BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - Very good, 1. sæti opinn fl. Gjósku Tindur - Excellent, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - Excellent, 3. sæti meistarafl. Gjósku Una Buna - Very good, 2. sæti unghundafl. Gjósku Thea - Excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Norðurljósameistarastig, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Rispa - Excellent, 3. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar RW-14 Gjósku Mylla - Excellent, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, Besti afkvæmahópur tegundar, Besti afkvæmahópur sýningar Síðhærður Gjósku Úlfur - Excellent, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Ungliðameistarastig ISJCh RW-16 Gjósku Usli - Excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - Excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar NLM Gjósku Ráðhildur - Excellent, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Vara-Alþjóðlegt meistarastig |
Gjósku Ræktun
|