Yndislegu Ís-hvolparnir okkar eru 4 mánaða og bræða alla sem þau hitta. Við héldum lítinn hitting á sunnudaginn var, Gjósku Ís-Brjótur, Gjósku Ís-Bylur og Gjósku Ís-Brá mættu, léku sér saman og óþekktuðust í mömmu sinni. Veðrið var ekki það besta svo myndirnar voru frekar dökkar, en við smelltum þó nokkrum af litlu gullmolunum. Erum við virkilega stoltar af þessu glæsilega goti, bæði hvað útlit og geðslag varðar og má með sanni segja að við gerðum sterka endurkomu í ræktun Íslenska fjárhundsins.
0 Comments
Það er svo sannarlega jólalegt úti og hundarnir njóta sín í botn í öllum snjónum. Óskum við öllum vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
COVID-19 setti svo sannarlega strik í reikninginn hjá okkur á Íslandi hvað hundasýningar varðar. Á árinu var einungis ein sýning en kom Gjóskuræktun út á toppnum enn eitt árið. Við vorum með mikið af virkilega efnilegum ungum hundum sem ekki gátu tekið þátt á sýningum nema í hvolpaflokki og sumir náðu ekki neinni sýningu, svo það verður spennandi að stilla þeim upp á næsta ári.
Eftir árið var: Gjóskuræktun stigahæsta schäfer ræktun ársins NORDUCH ISSHCH NLM RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna stigahæsti schäfer ársins sem og stigahæsta snögghærða tík ársins ISSHCH ISJCH Gjósku www. Píla. is var stigahæsti síðhærði schäfer ársins og stigahæsta síðhærða tík ársins ISSHCH Gjósku Osbourne-Tyson var stigahæsti schäfer öldungur ársins Við erum virkilega stoltar af fallegu hundunum okkar og eigendum þeirra og hlökkum mikið til (vonandi) covid lausu 2021. |
Gjósku Ræktun
|