Þá var að ljúka glæsilegri en mjög langri hundasýningu og gekk Gjósku hundunum okkar vel að vanda.
Frábær stemning var bæði í hundum og fólki. Annan daginn var meistarastigssýning og hinn daginn var Norðurljósasýning. Í boði var titillinn NLW-15 eða Norðurljósa winner 2015 fyrir þá hunda sem unnu á báðum sýningunum. Nældu Myllu börnin okkar þau Gjósku Ráðhildur og Gjósku Rökkvi-Þór sér í þá titla og mun honum vera bætt við í ættbækurnar þeirra, en skiptust þau svo á því að vera besti hundur tegundar á sitthvorri sýningunni. Fengu þau bæði sitt þriðja meistarastig á seinni sýningunni, en þar sem að þau hafa ekki náð tilsettum 2 ára aldri hljóta þau ekki strax meistaratitlana sína. Mylla sýnir það enn og aftur hversu góð ræktunar tík hún er. T-hvolpunum okkar undan henni og Huga gekk einnig einstaklega vel á sinni fyrstu sýningu og fengu þau öll heiðursverðlaun. Gjósku Tófa Tignarlega varð besti hvolpur tegundar báða dagana og gerði sér lítið fyrir og varð Besti hvolpur sýningar fyrri daginn og annar Besti hvolpur sýningar seinni daginn! Tindur bróðir hennar vann einnig sterkann flokk af rökkum báða dagana. Loðni bróðir þeirra hann Taktur Seifur varð fjórði Besti hvolpur sýningar fyrri daginn. Gamla drottningin okkar hún Easy sýndi hvað í sér bjó og gaf hinum ungu ekkert eftir, var hún 3. besta tík fyrri daginn og 5. besta þann seinni. Einnig gerði hún sér lítið fyrir og varð 2. Besti öldungur sýningar. Nýji prinsinn okkar hann Leó kunni ekkert að hlaupa í svo litlum hringjum eins og þekkjast á Íslandi, enda bara vanur stórum flottum úti sýningum, og gekk því ekki sem skyldi. En hann verður búinn að jafna sig á landflutningunum og búinn að læra betur á þetta fyrirkomulag á næstu sýningu sem verður í Júlí. En helstu úrslit hjá Gjósku hundum fóru svona: Meistarastigssýning Snögghærður Gjósku Tindur, 1. sæti, Heiðursveðlaun, Besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Thea, 2. sæti, Heiðursverðlaun Gjósku Tófa Tignarlega, 1. sæti, Heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, Besti hvolpur sýningar Gjósku Rósant, excellent, 1. sæti unghundafl., meistaraefni SG1 Juwika Fittness, excellent, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Olli, excellent, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 2. sæti meistarafl., meistaraefni, 4. besti rakki tegundar Eldeyjar Hugi, excellent, 1. sæti vinnuhunda fl., meistaraefni Gjósku Ronja, very good unghundafl. RW-14 Gjósku Mylla HIT, excellent, 5. sæti opinn fl. C.I.B ISCH Easy von Santamar, excellent, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar, Besti öldungur tegundar, 2. besti öldungur sýningar Síðhærður Gjósku Taktur seifur, 1. sæti, Heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 4 Besti hvolpur sýningar NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór, excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar Gjósku Rosi-Loki, very good, 2. sæti opinn fl. Gjósku Óli Hólm, excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar ISShCh RW-13 Gjósku Osiris, excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar Gjósku Ruslana-Myrra, very good, 2. sæti unghundafl. NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni Norðurljósasýning Snögghærður Gjósku Tindur, 1. sæti, Heiðursveðlaun, Besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Thea, 2. sæti Gjósku Tófa Tignarlega, 1. sæti, Heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 2. Besti hvolpur sýningar Gjósku Rósant, very good, 2. sæti unghundafl. SG1 Juwika Fittness, very good, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Olli, excellent, 3. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 2. sæti meistarafl., meistaraefni, 2. besti rakki tegundar Eldeyjar Hugi, very good, 2. sæti vinnuhunda fl. Gjósku Ronja, excellent, 2. sæti unghundafl. RW-14 Gjósku Mylla HIT, excellent, 5. sæti opinn fl. C.I.B ISCH Easy von Santamar, excellent, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 5. besta tík tegundar, Besti öldungur tegundar Síðhærður Gjósku Taktur seifur, 1. sæti NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór, excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Rosi-Loki, very good, 1. sæti opinn fl. Gjósku Óli Hólm, very good, 2. sæti opinn fl. ISShCh RW-13 Gjósku Osiris, excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar Gjósku Ruslana-Myrra, very good, 2. sæti unghundafl. NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti hundur tegundar
0 Comments
Juwika Fitness bættist í Gjósku gengið snemma á árinu 2015 og kom til okkar úr einangrun í mars.
Gætum við ekki verið ánægðari með þennan fallega hund, bæði topp geðslag, útlit og ættir ! Loksins kom Rúna heim frá Sviss og drifum við okkur því beint í góðann viðring með hundana.
Auðvitað fylgdi myndavélin með og tókum við nokkrar myndir af fallega genginu okkar. |
Gjósku Ræktun
|