Gjósku Ú-hvolparnir sem við höfum beðið eftir með eftirvæntingu eru mættir á svæðið. 9 fallegir hvolpar komu í heiminn 6 rakkar og 3 tíkur. Erum virkilega spenntar yfir því hvernig þessi áhugaverða pörun mun koma út, en á bakvið hana standa einir bestu hundar sem fluttir hafa verið inn til landsins. Með pöruninni erum við að línurækta inní bæði C.I.B ISCH RW-13-14 Welincha's Yasko og C.I.B ISCH Cati von Oxsalis sem eru bæði framúrskarandi einstaklingar tegundarinnar. Bæði hafa þau margsannað sig og þarf vart að kynna.
Foreldrarnir eru einnig verulega fallegir einstaklingar. Gjósku Nikita er hreyfingafalleg og geðgóð tík í frábærri stærð, með góð bein og virkilega fallegt höfuð. Hún hefur lítið mætt á sýningar en gengið vel þegar hún hefur verið í hringnum. Hún varð besti hvolpur tegundar í þau skipti sem hún mætti sem hvolpur og raðaði sér í bæði skiptin í verðlauna sæti í keppni um besta hvolp sýningar. Nikita hlaut einnig excellent og meistaraefni á deildarsýningu schäferdeildarinnar árið 2013 og endaði sem 5. besta tík sýningar. Er það virkilega góð viðurkenning þar sem að dómarinn var sérhæfður í tegundinni. Er þetta fyrsta got hjá Kítu en búumst við við miklum gæðum. ISShCh Gjósku Rosi-Loki er úr hinu magnaða R-goti hjá okkur. Hann er Íslenskur sýningarmeistari og hefur 3. sinnum orðið besti rakki tegundar. Loki vekur athygli hvert sem hann fer fyrir dökkt yfirbragð og einstakt geðslag. Hann er vinnuglaður og glaðlegur hundur og gæti hentað í hvaða vinnu og þjálfun sem er. Loki varð Besti síðhærði rakki sýningar á deildarsýningu Schäferdeildarinnar 3. október síðastliðinn einungis 2. ára gamall. Dómarinn þar hafði orð á því að hann hefði lengsta og besta "upper arm" (efri legg) á allri sýningunni, einnig hafði hann orð á því við okkur eftir dóm að hann væri mjög nauðsynlegur í ræktun hér á landi þar sem flestir hundar á landinu hefðu of stuttan efri legg. Þetta er einnig fyrsta gotið undan Loka og berum við miklar væntingar til hans í ræktun. Þeir sem hafa áhuga á hvolpum úr þessu goti geta haft samband á [email protected]
0 Comments
Fallega drottningin okkar hún RW-14 Gjósku Mylla lauk prófi í spor 1 í dag og stóð hún sig eins og hetja. Við ákváðum á síðustu stundu að skrá hana og þrátt fyrir sáralítinn undirbúning kláraði hún prófið vel. Í prófinu í dag var hún sett í sporabeisli í 5. sinn og sannaði hún enn og aftur þá frábæru vinnueiginleika sem hún býr yfir.
Þá er síðustu sýningu ársins lokið og aftur endan Gjósku ræktun á toppnum!
3. árið í röð stöndum við uppi sem stigahæsta Schäferræktun landsins og verður það að teljast gríðarlegur árangur. Stóðu fallegu Gjósku hundarnir sig vel að vanda. Eftir árið eigum við hunda á lista yfir stigahæstu hunda ársins í öllum flokkum og erum við eina ræktun landsins sem getum státað okkur af því. ISShCh RW-15 Juwika Fitness okkar er aldeilis að stympla sig inn á Íslandi, endaði árið á að verða annar besti rakki og fékk sitt fyrsta CACIB og endaði sem 2. stigahæsti snögghærði schäfer ársins. Glæsilegur árangur þar sem að hann tók ekki þátt á öllum sýningum ársins, er ennþá mjög ungur og var verulega lengi að jafna sig eftir einangun. Gætum við ekki verið sáttari með þennan öðling sem á svo sannarlega eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni. Gjósku Ruslana-Myrra gerði sér lítið fyrir og landaði síðasta Íslenska meistarastiginu sínu og er því orðin Íslenskur meistari, 3. úr þessu glæsilega goti undan RW-14 Gjósku Myllu sem aftur og aftur sannar sig sem topp ræktunar tík. Sonur Myllu úr sama goti hann ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór endaði uppi sem stigahæsti loðni schäfer ársins, gætum við ekki verið stoltari af þessum mola. Svo ekki sé minnst á fallegu U-hvolpana okkar sem komu sáu og sigruðu, öll með heiðursverðlaun og Gjósku Una Buna 3. besti hvolpur sýningar! En helstu úrslit urðu þessi: Snögghærðir Gjósku Tindur - excellent, 1. sæti ungliðafl. Gjósku Stakkur-Goði - excellent, 1. sæti unghundafl, meistaraefni Gjósku Mikki-Refur - very good, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Olli - excellent, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - excellent, 3. sæti meistarafl, 3. besti rakki tegundar ISShCh RW-15 Juwika Fitness - excellent, 2. sæti meistarafl, 2. besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig Eldeyjar Hugi - excellent, 1. sæti öldungafl, heiðursverðlaun, Besti öldungur tegundar, Þjónustu hundur ársins 2015 Gjósku Thea - very good, 2. sæti ungliðafl. Gjósku Tófa Tignarlega - excellent, 1. sæti ungliðafl, meistaraefni, 3. besta tík tegundar Gjósku ræktun - excellent, 2. sæti, heiðursverðlaun Eldeyjar Hugi með afkvæmum - excellent, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti afkvæmahópur tegundar, 2. besti afkvæmahópur sýningar Síðhærðir Gjósku Óli Hólm - very good, 1. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Rosi-Loki - excellent, 1. sæti meistarafl, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, annar besti hundur tegundar ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - excellent, 2. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig NLW-15 Gjósku Ráðhildur - excellent, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, vara Alþjóðlegt meistarastig Gjósku ræktun - excellent, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar Fallegu U - hvolparnir okkar fóru á sína fyrstu sýningu núna á föstudaginn og stóðu sig með stakri prýði.
Voru þetta fyrstu hvolparnir sem fæðast undan ISShCh RW-15 Juwika Fitness okkar og má með sanni segja að hann standist allar okkar væntingar sem ræktunar hundur. En var hann fyrst og fremst fluttur hingað til lands með það í huga, vegna þess hve frábærar línur eru á bakvið hann. Hvolparnir hans fengu öll heiðursverðlaun og vöktu eftirtekt fyrir frábærar hreyfingar og yfirburða fallega byggingu. Gjósku Uggi - 2. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Una Buna - 1. sæti heiðursverðlaun, BESTI HVOLPUR TEGUNDAR, 3. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR Gjósku Usli - 1. sæti, heiðursverðlaun, BESTI HVOLPUR TEGUNDAR Óskum við eigendum þeirra innilega til hamingju með þessa frábærlega fallegu hvolpa og hlökkum við mikið til framtíðarinnar með þau! Gjósku ræktun festi nýverið kaup á þessari glæsilegu ungu tík Xkippy von Arlett og er hún væntanleg til landsins frá Þýskalandi.
Arlett er eitt frægasta Schäfer kennel í heiminum og því frábær heiður að kaupa svona fallegt eintak af hundi frá þeim. Leggjum við mikið uppúr því að vera með góð sambönd við fólk erlendis og er það þess vegna sem við erum svo lánsöm að eignast hunda af hæsta gæðaflokki. Xkippy er undan Quentino von Arlett sem er hundur sem við höfum haft augastað á í nokkur ár núna, enda með ættir sem standa okkur nærri. Svo er mamma hennar frábær ræktunartík Margman Xara, sem er undan 2x VA1 Vegas Du Haut Mansard syninum Banderas du Domaine du Parc. Xkippy er mynduð og er heilbrigð með A/A mjaðmir og olnboga. Nýjar blóðlínur og nýjir hundar er það mikilvægasta í ræktun og þurfa ræktendur á Íslandi sérstaklega að leggja metnað sinn í að flytja inn góð ræktunardýr. Höfum við í gegnum árin verið mjög virk í að flytja reglulega inn bæði nýja rakka og tíkur til þess að halda okkar ræktun í stöðugri framför, en ekki festast í sama farinu. Það er ekki nóg að eignast hreinræktaða tík og kaupa sér ræktunarnafn til þess að teljast ræktandi. Í okkar ræktunarsögu, sem er hverngi nærri hætt, hefur farið blóð sviti og tár. Ræktun er ástríða sem maður verður að sinna alla leið! Kynnum við því með stolti nýju tíkina okkar Xkippy von Arlett ! |
Gjósku Ræktun
|