Þá líður enn eitt árið hjá og gaman að líta um öxl á velgengni Gjósku hunda á sýningarárinu 2022.
Við erum enn að berjast við rangar sakargiftir og óréttmæta uppsögn úr félaginu, en sá slagur er rétt að byrja og vonandi leysist úr þessu á nýju ári. Við trúum því allavega að réttlætið muni sigra og þökkum fyrir sýndann stuðning í gegnum þessar raunir. Þrátt fyrir þetta hafa glæsilegir Gjósku hundar, afkomendur og innfluttir hundar okkur tengdir átt frábært ár og óskum við eigendum þeirra innilega til hamingju. Í síðhærðum Schäfer átti Gjósku ræktun stigahæsta öldung ársins en það var hinn sí ungi ofur rakki ISVETCH C.I.E ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór. Varð hann einnig 4. Stigahæsti rakki ársins. Í tíkunum áttum við hvorki meira né minna en 5 af 13 stigahæstu tikum ársins, fleiri en nokkur annar ræktandi. RW-22 Gjósku Ydda og ISJCh Gjósku Þula urðu báðar besti hundur tegundar á árinu og nældu sér báðar í sæti í tegundarhóp 1, báðar fyrir ofan snögga afbrigði tegundarinnar sem er fremur óalgengt. Þula braut blað í sögu tegundarinnar her á landi, en hún var fyrsti síðhærði schäferinn sem sigrar sterkan tegundarhóp 1. Gjósku Ydda eða Díva eins og hún er kölluð hlaut á árinu bæði Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 2022. Gjósku Þula varð á árinu Íslenskur Ungliðameistari, hlaut 2 íslenks ungliðameistarastig, 1. Íslenskt meistarastig og 1. Norðurlanda meistarastig. Einnig varð hún 2. besti ungliði sýningar og er eini síðhærði schäfer landsins sem hefur náð þeim árangri. Snögghærðu hundarnir okkar áttu líka gott ár. Innfluttu Panoniansee prinsarnir Pablo og Lider enduðu árið jafnir í 2. sæti í keppni um stigahæsta hund ársins. Lider kláraði íslenska meistaratitilinn sinn og Pablo hlaut á árinu 2 íslensk meistarastig og þarf því nú einungis 1 til þess að verða íslenskur meistari. Báðir sönnuðu þeir sig sem ræktunarhundar en Lider átti afkvæmi í fremstu röðum bæði í vinnu og á sýningum. En hann átti 10 afkvæmi á listum yfir stigahæstu hunda ársins, 3 hunda á meðal stigahæstu ungliða og afkvæmi hans fengu samanlagt 9 meistarastig allt frá ungliða stigum upp í Alþjóðleg meistarastig. Fyrstu gotin undan Pablo mættu til leiks og átti hann besta hvolp tegundar 7 sinnum á árinu og 2. sinnum átti hann besta hvolp af gagnstæðu kyni. 2. átti Pablo okkar BESTA hvolp sýningar og einu sinni 2. Besta hvolp sýningar. Í lok árs mættu afkvæmi hans upp í ungliðaflokk, en þar urðu gotsystkini undan Leo dótturinni Forynju Ösku bestu ungliðar tegundar og hlutu nýja junior winner titla. Það má með sanni segja að hann ætlar svo sannarlega að stimpla sig inn sem úrvals ræktunardýr. þá áttum við í snögghærðum tíkum bestu hvolpa tegundar í systrunum Gjósku Örlagadís og Örlaganorn, en Dísa litla gerði sér litið fyrir og varð besti hvolpur sýningar í júní. Á lista yfir stigahæstu tíkur ársins áttum við 4 glæsilega fulltrúa. Hin unga og efnilega Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir hlaut á árinu sitt fyrsta ungliða meistarastig, Íslenskt meistarastig og varð 4. Besti Ungliði sýningar. Gjósku Xtra heillaði ekki bara áhorfendur heldur líka dómara og hlaut sitt fyrsta Alþjóðlega meistarastig í sumar. Erum við virkilega stoltar af þessum fallegu fulltrúum tegundarinnar. Við lítum stoltar um öxl og horfum björtum augum til framtíðar. Með bjartsýni að vopni og öflugt fólk okkur innan handar vonum við að 2023 verði það besta hingað til. Þökkum fyrir samfylgdina á árinu og óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|