Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Quentino von Arlett kominn heim

3/23/2018

0 Comments

 
Þá er höfðinginn loksins, eftir langa bið, kominn heim.
Gætum við ekki verið ánægðari með þennan fallega og geðgóða hund. Hann uppfyllir allt það sem við sækjumst eftir í hundi, hann er með frábæra Arlett ættbók, hann er djúpur á litinn, með mikinn flottan feld, fullkomlega heilbrigður á líkama og sál og frábær vinnu, sýningar og ræktunarhundur.
Við erum svo þakklátar henni Margit van Dorssen að hafa ákveðið að láta okkur hafa hann hingað til okkar á litla Ísland.
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Staðfesting á Alþjóðlegum meistaratitlum

3/21/2018

0 Comments

 
Við fengum ansi skemmtilegan póst frá FCI í dag.
Jago og Leó okkar fengu staðfestingu á Alþjóðlegu meistaratitlunum sínum senda í pósti og eru þeir einu rakkarnir á Íslandi á sýningum sem bera titilinn C.I.B. 
Glæsilegir rakkar báðir tveir með yfirburða geðslag, frábærar ættbækur og eru þeir  báðir að fara framúr öllum okkar vonum um frábæra ræktunarhunda.
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Staðfestir Gjósku hvolpar á leiðinni

3/20/2018

0 Comments

 
Gjósku Nikita okkar fór í sónar í dag, er hún staðfest hvolpafull og eru hvolparnir væntanlegir um miðjan apríl.

Pabbi hvolpana er kóngurinn sjálfur CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness
en hann þarf vart að kynna. Hann er stigahæsti schäfer ársins á sýningum árið 2016 og 2017, hann er multi BOB og BOS, BEST IN SPECIALITY SHOW og hafði að sjálfsögðu unnir fjölda margar sýningar erlendis bæði í Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Belgíu áður en að hann kom til okkar á litla Ísland. Leó er einnig frábær vinnuhundur, en hann hefur bæði lokið hlýðni og spora prófi, en var hann m.a. heiðraður sem stigahæsti hundur yfir allar tegundur í spori 2 árið 2017.
Leó hefur líka þá allra bestu ættbók af þeim rökkum sem eru hér á landi og þótt víðar væri leitað. En foreldrar hans eru frábærir ræktunar, vinnu og sýningarhundar og koma af frægustu línum í heiminum.

Gjósku Nikita býr hjá vinkonu okkar en er í okkar eigu. Hún hefur lítið mætt á sýningar og nýtur þess bara að vera heimilishudur. Hún hefur þó aðeins mætt og gengið mjög vel, hún var m.a. alltaf Besti hvolpur tegundar þegar að hún var yngri og varð bæði 2. og 3. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. En geðslagið í henni er þó hennar helsti kostur, en Kíta eins og hún er kölluð er ofboðslega ljúf og góð tík og á ekki langt að sækja það. Kíta er undan meisturunum CIB ISCH Caty von Oxalis og hinum frábæra ræktunarhundi CIB ISCh RW-14 Welicha's Yasko. Caty náði þeim ótrúlega árangri að verða tvisvar sinum BESTI HUNDUR SÝNINGAR, BEST IN SHOW og einu sinni 4. BIS.
Yasko var einn geðbesti og fallegasti hundur sem komið hefur til landsins. Hann var í eigu Kolgrímuræktunar og skyldi hann eftir sig gríðarlega djúp og stór spor í ræktun á Íslandi. Yasko sjálfur var gull fallegur hundur, en hann var stigahæsti schäfer ársins 2014, var 2. BIS ásamt því að vera nánast ósigrandi með afkvæmahópinn sinn. En segja má að Yasko hafi bætt allar þær tíkur sem hann eignaðist hvolpa með. 
Kíta á fyrir eitt got með meistaranum ISShCh Gjósku Rosa-Loka og úr því goti hefur einn rakki mætt á sýningar en hann er nú þegar einungis 2 ára orðinn ungliðameistari ISJCh og kominn með 2 íslensk meistarastig, 2 Alþjóðleg meistarastig og 1 norðurljósa meistarastig.

Hlökkum við mikið til þessa gots, en síðasta gotið hennar Kítu var frekar þétt línuræktað inní foreldra hennar, Yasko og Caty. En ákváðum við vegna þess að við vorum ekki alveg nógu sáttar með geðslagið þar að prufa alveg aðra átt. Leó okkar er auðvitað alveg yndislegur í geðslagi eins og allir sem kynnast honum geta vottað fyrir og afkvæmin undan honum eru ekki síðri. Einnig eru Leó og Kíta alveg óskyld, en þannig paranir gerum við ekki oft, en berum þó miklar væntingar til þess núna enda topp hundar bæði með geðslag uppá 10.
0 Comments

Sunnudags viðringur í heiðinni

3/11/2018

0 Comments

 
CIB ISCh RW-16 RW-15 SG1 BISS Juwika Fitness okkar var heiðraður í dag sem stigahæsti hundur ársins 2017 í spori 2 af öllum tegundum. Honum þótti nú skemmtilegra að fara í morgun í heiðina að hlaupa og leika sér. Við erum svo ánægðar með þennan ótrúlega hund sem skarar framúr í öllu sem hann tekur þátt í.
0 Comments

Fyrsta sýning ársins 2018

3/6/2018

0 Comments

 
Þá er yfirstaðin fyrsta sýning ársins hjá Hundaræktarfélagi Íslands og gekk Gjósku hundunum vel að vanda. Að þessu sinni áttum við enga hvolpa skráða þar sem að Whoopy og Píla eru ennþá of ungar, en fullorðnu hundarnir mættu galvaskir til leiks.
Eftir helgina fengum við 3 af 4 íslenskum meistarastigum, áttum eina ungliðann í tegundinni sem fékk áframhald, áttum bestu ræktunarhópa tegundar í báðum feldafbrigðum, áttum BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR og BESTA RÆKTUNARHÓP SÝNINGAR. 
Gætum við ekki verið ánægðari með árangurinn, fallegu gjósku hundana og duglegu eigendurnar þeirra. En helstu úrslit fóru svona:

Síðhærður

ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 1. sæti opinn fl meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Norðurljósa meistarastig, Bestu hundur tegundar af gagnstæðu kyni
C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig
Gjósku Snjó-Blondy - exc, 2. sæti ungliðafl.
Gjósku Vænting - exc, 3. sæti ungliðafl.
Gjósku Valkyrja - exc, 1. sæti sæti ungliðafl, meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Ungliða meistarastig, Besti ungliði tegundar
Gjósku Pæja - exc, 3. sæti opinn fl.
NLM Gjósku Ráðhildur - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni
Ræktunarhópur - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar

Snögghærður

Gjósku Uggi - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni
ISCh Gjósku Tindur - exc, 2. sæti vinnuhundafl.
C.I.B BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni,
​3. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig
ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni
C.I.B ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 4. sæti meistarafl. meistaraefni
Gjósku Vissa - vg, 3. sæti ungliðafl.
Gjósku Rispa - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar
Gjósku Una Buna - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar
RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, Besti afkvæmahópur tegundar, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR
Ræktunarhópur - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar, BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR

 

Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað