Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Jólahvolpar hjá Gjósku Ræktun

12/26/2014

0 Comments

 
Það var viðburðaríkur aðfangadagur hjá Gjósku ræktun þetta árið. RW-14 Gjósku Mylla HIT byrjaði að gjóta klukkan 16:00 á aðfangadag og kom síðasti hvolpurinn í heiminn klukkan 21:00. Mylla gaut 5 gullfallegum hvolpum, 3. rökkum og 2. tíkum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessu goti þar sem báðir foreldrar hafa svo sannarlega sannað sig, bæði á sýningum, í vinnu og í ræktun. Móður og hvolpum heilsast vel og erum við einstaklega ánægð með þessi fallegu jólabörn.
0 Comments

Gleðileg jól frá Gjósku Ræktun

12/22/2014

0 Comments

 
Viljum við óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfum við átt frábært ár með frábærum eigendum Gjósku hunda og hlökkum við til að halda því áfram á komandi árum. Takk fyrir allt, þið eruð frábær !
Picture
0 Comments

Frábær endir á frábæru ári

12/8/2014

0 Comments

 
Jólaheiðrun schäferdeildarinnar fór fram á sunnudaginn síðastliðinn. Margt var um manninn og heiðraðir voru stigahæstu hundar í vinnu og á sýningum ásamt stigahæsta ræktanda ársins. Gjóskuræktun hefur átt gott ár á báðum vígstöðum og þökkum við eigendum allra þessara fallegu Gjósku hunda vel fyrir. 

 Í vinnu var það hún Gjósku Frostrós sem stóð uppúr, endaði hún sem 3. stigahæsti hundur ársins í hlýðni brons og gerði sér svo lítið fyrir og var stigahæsti hundur ársins í Hlýðni 1. Ekki amarlegt það fyrir 9. ára gamla tík. Einnig kláraði Gjósku Rispa Hlýðni brons á árinu með glæsibrag aðeins 11 mánaða. 

 Sýningarárangurinn lét heldur ekki á sér standa og áttum við stigahæstu tík ársins hana CIB ISCh Easy von Santamar sem var jafntfram stigahæsti hundur schäferdeildarinnar árið 2014 og stigahæsti öldungur deildarinnar. Alltaf jafn gaman að mæta með þessa drottningu í sýningar hringinn og áfram heldur hún að heilla alla upúr skónum. Síðhærðu hundarnir okkar stóðu sig líka vel og voru þeir jafnir að stigum sem stigahæstu rakkar schäferdeildarinnar þetta árið, þeir ISShCh RW-13 Gjósku Osiris og Gjósku Óli Hólm. 
 Svo var endað á því að heiðra stigahæsta ræktanda ársins og var það Gjósku ræktun annað árið í röð sem hneppti þann eftirsótta titil. Enduðum við sem 3. stigahæsta ræktun ársins hjá HRFÍ yfir allar tegundir, gætum við ekki verið ánægðari og stoltari yfir þessu öllu saman. 

En ef litið er yfir árið þá er þetta búið að vera alveg ótrúlegt. Við höfum eignast 3 nýja meistara, Eldeyjar Huga syninina okkar þá ISShCh RW-13 Gjósku Osiris, ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson og ISShCh Gjósku Olla einnig fékk gotsystir þeirra hún Gjósku Ophira eitt Íslenskt og eitt Alþjóðlegt meistarastig á árinu. ISShCh RW-13 Gjósku Osiris endaði sem stigahæsti loðni schaäfer rakkinn og ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson er stigahæsti schäfer landsins hjá HRFÍ yfir allar tegundir. 
Við fengum 11 af þeim 20 meistarastigum sem gefin voru í ár, 6 fóru til loðnu hundana okkar og hin 5 á þá snöggu. 4 af þessum meistarastigum fóru til afkvæmana hennar RW-14 Gjósku Myllu HIT okkar, verður það að teljast glæsileg frammistaða hjá svo ungum hundum. Eru nú 7 af 10 afkvæmum hennar búin að mæta á sýningu á árinu og hafa þau öll fengið meistaraefni, erum við alveg gríðarlega stolt af þeim og eigendum þeirra. Nú bíðum við bara spennt eftir næsta goti hjá henni Myllu okkar sem fæðist um mánaðarmótin.


Picture
Gjósku ræktun stigahæsta ræktun ársins 2014
Picture
Gjósku Frostrós (Óla) ásamt ræktanda og eiganda sínum Þórhildi Bjartmarz
Picture
eigendur stigahæstu snögghærðu hunda ársins 2014
Picture
Gjósku Óli Hólm og ISShCh RW-13 Gjósku Osiris stigahæstu síðhærðu rakkar ársins 2014 ásamt eigendum sínum
0 Comments

CIB ISCh Easy von Santamar stigahæst 2014

12/1/2014

0 Comments

 
Gamlan okkar hún Easy von Santamar stendur enn fyrir sínu. Endaði hún árið eins og hún byrjaði það og varð Besti öldungur sýningar. 
Hún varð jafnframt stigahæsta tík og stigahæsti schäfer deildarinnar árið 2014. Hún varð 1x besti hundur tegundar, 1x besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni, 1x 4 besta tík og 2x önnur besta tík tegundar. Einnig varð hún alltaf besti öldungur tegundar á árinu, 2x varð hún besti öldungur sýningar og einu sinni endaði hún 2. besti öldungur sýningar. Hún varð 2. stigahæsti öldungur HRFÍ allar tegundir. Ekki amarlegt hjá 9 og hálfsárs gamalli tík og ættmóðurinni okkar. Erum við gríðarlega stoltar af þessari gullfallegu drottningu sem gefur hinum ungu ekkert eftir. Bíðum við nú spenntar eftir að fá ömmubörnin hennar í heimin því einnig hefur hún nú sannað sig í þeirri deild, á árinu fengu hundar undan henni eða ömmubörn samtals 10 meistarastig og urðu 3 rakkar undan dóttur hennar meistarar.

0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað