Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

SG1 Lider von Panoniansee væntanlegur

12/17/2018

0 Comments

 
Fyrr á þessu ári fórum við ásamt Hildi vinkonu okkar með Forynju ræktun á siegershow í Þýskalandi og fórum við með það í huga að finna okkur rakka sem við annaðhvort myndum vilja kaupa eða fá hund undan.

Við sáum þar hund sem gjörsamlega fyllti í öll box hjá okkur en var það hinn Ítalski VA1 VA10 Dingo di Casa Mary, en við höfðum akkurat séð pabba hans á siegershow fyrir 3 árum og urðum jafn hryfnar af honum og hans afkvæmum eins og af Dingo og hans hóp. En í hópnum var einnig 1 rakki sem heillaði okkur uppúr skónum, en var það ungur hundur í ungliðaflokki aðeins 15 mánaða, Lider von Panoniansee.

Við fórum því að grenslast fyrir og töluðum við góða vini okkar þau Marc og Maritu van Haut með kennel Santamar. Þau ræddu við eiganda Liders sem samþykkti að selja okkur hundinn. 2 löngum mánuðum seinna fór Rúna svo út að sækja nýja prinsinn og koma honum í pössun til vinafólks okkar í Noregi.

Lider er eins og fyrr kom fram undan Ítalska rakkanum Dingo di Casa Mary sem bæði var VA í Þýskalandi og á Ítalíu í ár og hann hvorki meira né minna sigraði Ítalska Siegershow, en það er frægasta siegershow í heimi á eftir því Þýska. Hann gerði einnig garðinn frægan þegar að hann var yngri, en í ungliðaflokki var hann SG10 á Þýska siegershow, SG3 á því Ítalska og SG1 Junghundsieger í Austurríki. En er þetta ótrúlegur árangur hjá svona ungum rakka.

Lider okkar er nú ekkert slor sjálfur, en hann er á þessu ári búinn að fara á 5 siegershow í 5 löndum og er bara ársgamall síðan í júní. Af þessum 5 skiptum bar Lider tvisvar sinnum sigur úr bítum, alltaf í stórum flokki fallegra sterkra hunda. 
Fyrsta sinn fór hann í flokk 9-12 mánaða á Króatíska siegershow, en var hann þar í 2 sæti af 5 hundum, VV2 ekki orðinn 12 mánaða gamall.
Næst var ferðinni heitið til Austurríkis, en er það eitt af vinsælli siegershow-um en þar varð hann 5, SG5 af 11 hundum í hringnum.

Mánuði seinna var svo stóra stundin, sjálft þýska Bundessiegerzuchtschau, en af 122 hundum, sem var töluverð aukning frá árinu áður var Lider SG61 og í FYRSTA HRING, en er Quentino von Arlett er eini hundurinn sem komið hefur til landsins sem hefur náð þeim árangri. Lider var þarna einungis 15 mánaða, en efstu hundar eru flestir um 17-18 mánaða. 

Eftir þýskaland fór Lider yfir til austurhluta evrópu, orðinn rúmlega 16 mánaða og fór á fyrst Slóvenska og svo Serbneska siegershow. Þar uppskar hann fyrsta sæti SG1 JUNGHUNDSIEGER á þeim báðum, en í Slóveníu voru 10 hundar í hringnum og 5 í Serbíu. Lider er eini hundurinn sem kemur til Íslands sem unnið hefur siegershow, hvað þá í 2 löndum.

Fyrir utan gríðarlega góðan sýningarárangur er Lider frír A/A af mjaðma og olnbogalosi, með fullkomið geðslag og laus við alla heilsufarsbresti. Hann er einnig með frábæra ætt bók sem smell passar inní okkar ræktunarplön.

Erum við svo heppnar að vera í góðu samstarfi með Forynju ræktun, en eigum við hundinn í sameiningu með henni Hildi okkar. Þetta er alveg örugglega ekki síðasti hundurinn sem við kaupum saman og horfum við björtum augum á framtíðina.

Lider er væntanlegur til landsins snemma á næsta ári og gætum við ekki verið spenntari yfir því að fá litla prinsinn okkar heim.
0 Comments

Íslendingarnir á Gjósku

12/4/2018

0 Comments

 
Yndis drottningarnar þær ISJCh Snætinda Íslandssól á Gjósku og Laufeyjar Íslands Mímí frá Dverghamri eru strax hinar bestu vinkonur. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn á Gjósku smell passar inní hópinn og er strax farin að siða schäferana til eins og sönnum Íslenskum fjárhundi sæmir.
0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað