Undirbúningur fyrir fyrstu sýningu ársins er í fullum gangi. Vetrarkonungurinn ákvað að kíkja í heimsókn og loka okkur inni í Heiðmörkinni, þá er ekkert annað í boði en að þjálfa okkur í garðinum heima :)
Xkippi og Leó eru í svaka stuði fyrir sýninguna, þrátt fyrir hárleysi og lóðarí.
0 Comments
Þann 3. febrúar varð glæsilega M-gotið okkar 6 ára. Þau Mylla, Mikki og Máni eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur mæðgum enda alveg stórglæsileg öll sömul. Þessir frábæru hundar eru öll mynduð með a/a mjaðmir og olnboga og hafa öll staðið sig glæsilega á sýningum, í vinnu og sem almennir gleðigjafar. Þau eru undan CIB ISCh RW-15 Easy von Santamar og CIB ISCh RW-13-14 Welicha's Yasko sem voru ein af þeim allra sigursælustu schäferum sem flutt hafa verið inn til landsins og röðuðu sér bæði í sæti í Best in show !! Eigum við hjá Gjósku ræktun bæði hann Mána og Myllu. Máni er orðinn Íslenskur sýningarmeistari og hefur gengið mjög vel á sýningum félagsins. Hann hefur m.a 2x orðið 2. besti rakki tegundar á deildarsýningum hjá sérhæfðum schäfer dómurum. Einnig lauk hann hlýðni brons með glæsibrag. Mylla á stórann part í hjarta okkar, hún hefur 2x orðið besta tík tegundar, er með 2 íslensk meistarastig og 1 Alþjóðlegt. Hún hefur lokið bæði hlýðni og spori á vegum HRFÍ og er mjög skemmtileg í vinnu. Mylla varð Reykjavík Winner árið 2014 og átti besta afkvæmahóp sýningar í september 2016. Hún gefur af sér einstaklega góð afkvæmi, en undan henni eru nú þegar komnir 5 meistarar, 2 Reykjavík Winnerar og 2 Norðurljósa Winnerar. Afkvæmin hennar hafa unnið tegundina margsinnis og eru samtals með 17 íslensk meistarastig, 8 Alþjóðleg meistarastig og 3 ungliða meistarastig. Mikki er í eigu vina okkar þeirra Hauks Birgissonar og Önnu Birnu Snæbjörnsdóttur. Hann er með eindæmum geðgóður og yndislegur hundur sem minnir alveg svakalega á mömmu sína hana Easy. Mikka hefur gengið vel á sýningum félagsins, hann varð til að mynda Besti hvolpur sýningar á deildarsýningu Schäferdeildarinnar árið 2011. Hann á 2 gullfalleg got, þeir hvolpar undan honum sem mætt hafa á sýningar hefur gengið mjög vel. Sonur hans var t.d. stigahæsti síðhærði rakki schäferdeildarinnar árið 2015 og er með 2 íslensk meistarastig. Gætum við ekki verið ánægðari með þessi loðnu afmælisbörn :) RW-14 Gjósku Mylla ISShCh Gjósku Máni Gjósku Mikki
|
Gjósku Ræktun
|