Staðfestir hvolpar á leiðinni undan meisturunum OB-I ISCh ISJCh Gjósku Væntingu og ISJCh Ivan von Arlett.
Er þetta fyrsta got Væntingar eða Kæju eins og hún er kölluð, en hana þarf vart að kynna. Kæja er hlýðni 1 meistari, Íslenskur meistari og Íslenskur ungliðameistari, en er hún fyrsti og eini síðhærði schafer landsins til þess að klára hlýðni 1, spor, hljóta OB titil sem og að verða Íslenskur meistari. Kæja er einnig frí af mjaðma og olnbogalosi, ofboðslega sterkbyggð og falleg tík sem tekið er eftir hvar sem hún kemur. Mamma hennar hún ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra hefur gefið af sér glæsileg, vinnusöm og heilbrigð afkvæmi og hefur dóttir hennar og gotsystir kæju hún ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja einnig átt glæsileg afkvæmi. Erum við því þess fullvissar að Kæja muni halda hefðinni áfram og gefa okkur fleiri frábæra Gjósku hvolpa. ISJCh Ivan von Arlett er glæsilegur ungur rakki í eigu hennar Hildar okkar hjá Forynjuræktun. Hann er innfluttur frá Þýskalandi og kemur frá hinu heimsþekkta Arlett kennel. Ivan heillar alla uppúr skónum með síðu einstaka geðslagi, glæsilega byggingarlagi og einstöku vinnueðli. Ivan er stigahæsti hundur og stigahæsti schäfer landsins í Hlýðni brons árið 2019. Hann hefur hlotið fyrstu einkun og silfurmerki HRFÍ í hlýðni 1 og einnig lauk hann spor 1 með fyrstu einkun og kláraði árið í fyrra sem stigahæsti schäfer ársins í spor 1. Ivan er einnig Íslenskur ungliðameistari, er með 1 Íslenskt meistarastig og raðar sér reglulega í sæti um besta rakka tegundar og stigahæsta rakka ársins. Ivan á fyrir eitt got, en dóttir hans hún Forynju Ára varð besti hvolpur tegundar á síðustu sýningu HRFÍ og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ivan er eins og Kæja að sjálfsögðu frír af mjaðma og olnbogalosi og eru þau bæði mjög heilbrigð á bæði líkama og sál, sem er auðvitað það sem við leggjum alltaf upp með númer 1.2. og 3. í ræktun. Er strax komin mikil spenna og eftirvænting eftir gotinu, enda leiðum við hér saman glæsilega sýningar og vinnuhunda af ættum sem sóst er eftir hvar sem er í heiminum. Ef fólk hefur áhuga á því að komast á biðlista er hægt að hafa samband á [email protected] eða í s. 6900907
0 Comments
Glæsilega M-gotið okkar er 9 ára í dag. CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla og ISvetCh Gjósku Mikki fagna með okkur, en bróðir þeirra hann ISShCh Gjósku Máni kvaddi okkur í fyrra og hleypur með foreldrum þeirra í draumalandinu. Er þetta eitt allra glæsilegasta schäfergot landsins og það eina þar sem allir hundarnir eru meistarar. Til hamingju fallegu öldungar HÚRRA !! |
Gjósku Ræktun
|