Í tengslum við September sýningu HRFÍ mun ég (Rúna) vera með sýnenda námskeið fyrir Schaferhunda eigendur. Námskeiðið verður 2. sinnum í viku þriðjudags og fimmtudagskvöld í klukkutíma í senn í reiðhöllinni C-Tröð 1 í Víðidal. Boðið verður uppá 2. fimm manna hópa, annar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hringnum og hinn fyrir lengra komna. Fyrri hóðurinn verður frá 7-8 og hinn 8-9.
Á námskeiðinu verður farið ýtarlega í allt sem kemur að sýningunni og fá allir mikla og nákvæma kennslu. Námskeiðið hefst 13. ágúst og er í heild 8 skipti, verð 7.000 krónur. Villt þú ná sem bestum tökum á hundinum þínum fyrir sýningu? skráning á [email protected] og í síma 774-8606
0 Comments
Frábærri deildarsýningu lokið og allir fallegu Gjósku hundarnir með flotta dóma
Sérstaklega erum við stoltar af fallegu rökkunum okkar sem röðuðu sér í 2-5 sæti um besti rakki sýningar :) Síðhærðu hundarnir Gjósku Pæja 3. sæti ungliðaflokkur Gjósku Óli Hólm (Rígur) 1. sæti ungliðaflokkur Gjósku Osiris (Kolur) 2. sæti opinnflokkur Snögghærðu hundarnir Gjósku Óttar (Úlfur) 5. sæti ungliðaflokkur Gjósku Osbourne Tyson 1. sæti unghundaflokkur 3. besti rakki sýningar Gjósku Olli 2. sæti unghundaflokkur 5. besti rakki sýningar Gjósku Máni 1. sæti opinn flokkur 2. besti rakki sýningar og Íslenskt meistarastig Gjósku Mikki - Refur 2. sæti opinn flokkur 4. besti rakki sýningar Gjósku Kappi 3. sæti opinn flokkur Gjósku Nikíta 2. sæti opinn flokkur 5. besta tík sýningar Eldeyjar Alma 3. sæti opinn flokkur ÖLDUNGURINN Easy von Santamar 1. sæti öldunga flokkur 3. besta tík sýningar BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR |
Gjósku Ræktun
|