Q gotið mætti á svæðið 21. júlí sl. 4 tíkur og 3 rakkar og heilsast móður og hvolpum mjög vel. Áhugasamir um hvolpa úr þessu goti geta haft samband á [email protected] eða í s. 774-8606
0 Comments
Það fer nú að styttast í fyrstu gotin hans RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee og erum við vægast sagt að kafna úr spenningi. Lider er glæsilegur hundur með yfirburða ættbók, heilbrigði og árangur sem enginn annar á landinu getur státað sig af. Pabbi hans Lider hann VA1 Dingo Di Casa Mary vann núna fyrr í sumar enn einn siegershow titil, hann varð VA1 á Breska siegershow en hann var seldur þangað fyrr á árinu. Er hann orðinn einn eftirsóttasti ræktunarhundur í heiminum í dag og afkvæmin hans eru algerlega að slá í gegn. Q- gotið undan meistaranum ISShCh Gjósku Ruslönu-Myrru er væntanlegt um 17. júlí nk. og er hún orðin virkilega sver um sig. Myrra er eins og mamma hennar CIB ISCh RW-14 Gjósku Mylla búin að sanna sig algerlega í ræktun, bæði hvað varðar útlit, vinnueiginleika, heilbrigði og frábæra heimilshunda. Við teljum að Lider muni ekki bregðast væntingum okkar í ræktun og hvað þá með svona ofur bombu mömmu. X-gotið undan stjórstjörnunni ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrju er svo væntanlegt fyrstu helgina í ágúst. Valkyrja, eða Vera eins og hún er kölluð er alger stjarna. Hún er orðin bæði íslenskur sýningar meistari og ungliðameistari, er með 2 Alþjóðleg meistarastig, Reykjavík winner 2019 og eitt Norðurlanda meistarastig. Hún var Besti hundur tegundar og Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni á síðustu sýningu HRFÍ. Vera er í frábærri stærð, er með A/A mjaðmir og olnboga, virkilega geðgóð, glæsileg á litinn og bara ef maður talar hreint út einn fallegasti schäfer sem fæðst hefur á landinu. Við búumst við miklu úr þessari pörun og vonum að Vera feti í fótspor ömmu sinnar og mömmu í ræktun. RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee BOB og BIG2 - Gerast þeir mikið fallegri RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee BOB og BIG2 - frábært reach og drive RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee BOB og BIG2 - hleypur í annað sæti í tegundarhópi 1 ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra ofur ræktunartík, enda glæsileg með meiru ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja hvolpur heima hjá sér í eyjum ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja á sýningarþjálfun VA1 VA10 Dingo di Casa Mary pabbi Lider sigurvegari Ítalska og Breska siegershow VA1 VA10 Dingo di Casa Mary, engar öfgar, bara rétt bygging á allan hátt VA1 VA10 Dingo di Casa Mary, glæsilegt höfuð, eyru, feldur og litur
|
Gjósku Ræktun
|