Þá er sýningarárið búið og síðasta sýning ársins fór vel fyrir Gjósku ræktun eins og venjulega. Við áttum Besta hvolp tegundar og 3. Besta hvolp sýningar, Besta ræktunarhóp tegundar, Besta öldung tegundar, eignuðumst nýjan öldungameistara og kláruðum árið sem stigahæsta schäfer ræktun deildarinnar og stigahæsta schäfer ræktun innan HRFÍ ásamt því að vera í topp baráttunni um stigahæstu ræktendur HRFÍ um allar tegundir.
Við gætum ekki verið þakklátari fyrir þá frábæru hundaeigendur og vini sem við eigum í þessu sýningarbrasi, en án ykkar allra væri árangur okkar ekki sá sami. Helstu úrslit frá sýningunni eru þessi: Snögghærðir Gjósku Uggi - exc, 4. sæti opinn fl. RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, vara-Norðurlanda meistarastig ISvetCh Gjósku Mikki-Refur - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Öldungameistarastig, Besti öldungur tegundar NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una-Buna - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni ISShCh Gjósku Rispa - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar Gjósku ræktun - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar siðhærðir Gjósku Quiz - 2. sæti hvolpafl. Gjósku Queen Bee - 2. sæti hvolpafl. Gjósku QT - 1. sæti hvolpafl. heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 3. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - vg, 1. sæti meistarafl. ISJCh Gjósku www.Píla. is - exc, 1.sæti unghundafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig ISCh OB-I ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, Norðurlanda meistarastig Gjósku ræktun - exc, 2. sæti
0 Comments
Myllan okkar er af öllum öðrum ólöstuðum sú allra besta ræktunartík landsins og þótt víða væri leitað. Mylla er sjálf eina lifandi tíkin á landinu sem er Alþjóðlegur meistari C.I.B, hún er Íslenskur meistari, Íslenskur öldungameistari og Reykjavíkur Winner. Einnig er hún eina eftirlifandi schäfer tíkin sem hefur lokið hlýðni, spor og smalaeðlisprófum. En fyrir utan það að vera frábær heimilishundur, vinnusöm og sigursæl á hundasýningum þá hefur hún gefið af sér afkomendur í fremstu röð. Mylla hefur mætt með afkvæmahóp á sýningar alls 15 sinnum, af þeim 15 hefur hun sigrað besti afkvæmahópur tegundar 14 sinnum. Hún hefur 7 sinnum átt BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR, 3 sinnum átt 2. Besta afkvæmahóp sýningar, 2 sinnum átt 3. Besta afkvæmahóp sýningar og 1 sinni átt 4. besta afkvæmahóp sýningar. Engin tík, og aðeins einn hundur Welincha's Yasko pabbi Myllu hefur betri árangur. Mylla á úr 3. gotum, 8 meistara og 4 barnabörn hennar eru meistarar, afkvæmi hennar og afkomendur hafa samanlagt fengið 39 íslensk meistarastig, 21 Alþjóðleg meistarastig, 7 Norðurlanda meistarastig, mörg hafa klárað vinnupróf og flest sem mætt hafa á sýningar hafa raðað sér í sæti um stigahæstu tíkur og rakka ársins. Við erum vægast sagt þakklátar fyrir að okkur hafi fæðst þessi gullmoli, sem færir okkur áfram sín frábæru gæði og gleður okkur með því að vera til. Um miðjan desember eru væntanlegir litlir Y hvolpar undan meistaranum CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Myllu og ofur hundinum honum RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee. Lider hefur gert það gott síðan að hann mætti til landsins bæði á sýningum og í ræktun, en hann á úr 3 gotum 21 hvolp. Lider er frír af mjaðma og olnbogalosi A/A, virkilega geðgóður og gullfallegur rakki sem á framtíðina fyrir sér svo sannarlega. Myllu okkar þarf vart að kynna, hún er allra sigursælasta ræktunartík landsins, en hún hefur margsinnis unnið Besta afkvæmahóp sýningar, undan henni hafa komið fjölda margir meistarar og einnig á hún nú þegar 3 barnabörn sem eru búin að klára meistaratitla. Mylla er einnig mjög heilbrigð og gefur það gríðarlega sterkt af sér, ásamt því er Mylla vinnusöm, hún hefur lokið sporaprófi, hefur lokið bæði hlýðni brons og hlýðni 1 á vegum vinnuhundadeildar hrfí sem og klárað smalaeðlispróf.
Hér leiðum við saman glæsilegar línur af fallegum helbrigðum hundum sem hafa sannað sig alstaðar í heiminum. Metnaðurinn í áralangri ræktun og gæða innflutningi skilar sér í frábærum hundum sem skara framúr hvar sem þeir koma. |
Gjósku Ræktun
|