Gjósku Queen Bee Gjósku Quality Gjósku QT Gjósku Quiz Gjósku Question Gjósku Quentin Tarantino Urðu átta vikna um helgina og fóru á sín framtíðar heimili. Þau eignuðust öll frábærar fjölskyldur og hlökkum við til þess að fylgjast með þeim vaxa og dafna áfram. Við óskum nýjum Gjósku eigendum til hamingju og bjóðum þau velkomin í hópinn.
0 Comments
Fullorðna gengið okkar fær sína sinnu þrátt fyrir hvolpastand á heimilinu. Við kipptum vélinni með í viðring og smelltum myndum af fallegu hundunum okkar, RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee, CIB ISCH RW-16 RW-15 Juwika Fitness, CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla, NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una-Buna, ISJCh Gjósku www.Píla.is, ISJCh Snætinda Íslandssól á Gjósku
Hin unga, glæsilega og klára ISJCh Gjósku Vænting hefur nú bætt við sig öðrum meistaratitli, OB-I eða Hlýðni 1 meistari. Glæsileg tík með einstakt vinnueðli og svo er eigandinn hennar hún Tinna okkar ekkert lítið dugleg með hana. Við erum svo stoltar af þessum drottningum sem við erum ótrúlega heppnar að eiga í okkar "Team-i". Vænting eða Kæja eins og hún er kölluð er fyrsti síðhærði schäfer landsins sem hlýtur meistaratitil í hlýðni, en til þess þarf að fá fyrstu einkun í Hlýðni 1 hjá að minnsta kosti 2. dómurum, en Kæja er einnig stigahæsti schäfer landsins í H1.
Framtíðin er svo sannarlega björt í okkar ræktun, 12 nýjir hvolpar hjá okkur, nýjir meistarar hægri vinstri, stigahæstu hundar og ræktendur deildarinnar! Takk allir Gjósku hunda eigendur - Þið eruð FRÁBÆR !! Hér á heimilinu eru gotin okkar tvö algerlega búin að fanga hug okkar og hjörtu og steingleymdist að setja inn frétt frá tvöfödu 50 ára afmælissýningu HRFÍ sem haldin var helgina 24.-25. ágúst sl.
Auðvitað gekk Gjósku hundunum vel að vanda og áttum við bestu hunda tegundar báða dagana. Loðni meistara strákurinn hann C.I.E ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór kom sá og sigraði og varð besti hundur tegundar bæði á NKU sýningunni á laugardeginum og þeirri alþjóðlegu á sunnudeginum. Hann trónir nú á toppnum yfir bæði afbrigði sem STIGAHÆSTI HUNDUR DEILDARINNAR, ekki slæmt eftir rúmlega árs pásu frá sýningarhringnum. Systur hans voru ekki af verri endanum heldur en hálfsystir hans hún NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna varð besta tík tegundar á laugardeginum og gotsystir hans hún Gjósku Rispa gerði enn betur þegar að hún varð Besti hundur tegundar á sunnudeginum með sitt annað Íslenska meistarastig og fyrsta Alþjóðlega meistarastig og endaði daginn svo á því að verða í öðru sæti í tegundarhópi 1. Öldungarnir okkar voru líka glæsileg, en systkinin CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla og Gjósku Mikki skiptust á dögum á því að verða bestu öldungar tegundar og Mikki bætti svo rúsínunni við pylsuendann og varð 3. Besti öldungur sýningar. Og Mylla átti enn einu sinni Besta afkvæmahóp sýningar á sunnudeginum. Gjósku ræktun trónir nú á toppnum sem stigahæsta ræktun hjá Schäferdeildinni og hjá HRFÍ, Gjósku Rökkvi-Þór er eins og kom fram áður stigahæsti síðhærði hundur deildarinnar og stigahæsti hundur yfir bæði feldafbrigði. RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee er stigahæsti schäfer hjá HRFÍ og Gjósku Rispa númer 2. Við erum svo stoltar af öllum þessum fallegu hundum, eigendum og sýnendum þeirra. Framtíðin er björt hjá Gjósku ræktun !! Hérna koma helstu úrslit frá sýningunum: Laugardagur snögghærðir ISJCh Ivan von Arlett - exc, 1. sæti unghundafl. Gjósku Uggi - VG, 2. sæti opinn fl. CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, vara-Norðurlanda meistarastig Gjósku Mikki Refur - VG, 1. sæti öldungafl. Gjósku Rispa - VG, 2. sæti opinn fl. NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Norðurlanda meistarastig, Öldunga meistarastig, Besti öldungur tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar Gjósku ræktun - exc, 2. sæti, heiðursverðlaun, annar besti ræktunarhópur tegundar Síðhærðir CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc. 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Norðurlanda meistarastig, Besti hundur tegundar ISJCh Gjósku www.Píla.is - exc, 1. sæti unghundafl. ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundafl. Gjósku ræktun - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARÓPUR TEGUNDAR Sunnudagur síðhærðir CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc. 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Besti hundur tegundar ISJCh Gjósku www.Píla.is - VG, 1. sæti unghundafl. ISJCh Gjósku Vænting - VG, 1. sæti vinnuhundafl. Gjósku ræktun - exc, 1. sæti, BESTI RÆKTUNARÓPUR TEGUNDAR snögghærðir ISJCh Ivan von Arlett - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku Uggi - exc, 1. sæti opinn fl. CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. Besti rakki tegundar Gjósku Mikki Refur - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar, Öldunga meistarastig, Besti öldungur tegundar, 3. BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR Gjósku Rispa - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar, 2. sæti Tegundarhópur 1 NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar, Besti öldungur tegundar af gagnstæðu kyni, Besti afkvæmahópur tegundar, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR Gjósku ræktun - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARÓPUR TEGUNDAR Hvolparnir eru nú orðnir 6 og 5 vikna og halda áfram í stífum pósuæfingum á milli þess sem þau hlaupa um og leika sér. Gotin eru bæði stórglæsileg og gefa góða mynd um hvað hann Lider okkar ætlar að verða frábær ræktunarhundur, en hann á einnig 9 gull fallega hvolpa hjá meðeigandanum sínum Hildi með Forynjuræktun.
|
Gjósku Ræktun
|