Árið hófst vel hjá Gjóskuræktun og stóðu allir hundarnir okkar stórir sem smáir sig vel á fyrstu sýningu ársins.
Helgin hófst á föstudeginum á hlýðni prófi og voru 3 hundar frá okkur skráðir, Mylla, Leó og Thea og luku þau öll bronsprófi með stakri príði. Gjósku Thea og eigandinn hennar Guðmundur voru að fara bæði tvö í fyrsta skipti í próf og stóðu sig einstaklega vel, frábær árangur fyrir svo unga tík. Leó okkar er núna með þessu hlýðniprófi orðinn Íslenskur meistari en ekki bara sýningarmeistari, erum við endalaust stoltar af stráknum okkar. Myllan heldur einnig áfram að sanna það hversu frábær schäferhundur hún er og við gætum ekki verið ánægðari með hana. Seinna um kvöldið fór fram hvolpasýning og áfram hélt velgengnin. Litlu krúttin okkar úr Ú gotinu mættu 3 til leiks í 3-6 mánaða flokki og fengu þau öll heiðursverðlaun. Gjósku Úranus The King Of Malaysia mætti á fyrstu og einu sýninguna sína á Íslandi þar sem að hann mun flytja alla leið til Malasíu. Hann gerði sér lítið fyrir og varð besti rakki tegundar í stórum flokki, systir hans Gjósku Úrsúla varð einnig besta tík tegundar. Kepptu þau því saman um besta hvolp tegundar og stóð Úranus uppi sem sigurvegari. Gjósku Úri mætti í flokk síðhærðra og var orðinn lúinn svona seint um kvöld og endaði sem annar besti rakki tegundar með heiðursverðlaun. Í eldri hvolpaflokki mætti U gotið allt til leiks og fengu þau líka öll heiðursverðlaun. Gjósku Uggi varð annar besti rakki tegundar, Gjósku Una Buna varð besta tík tegundar og endaði svo sem Besti hvolpur tegundar og 3. Besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða. Gjósku Usli varð Besti hvolpur tegundar í síðhærðum. Frekari úrslit frá sýningunni koma bráðlega.
0 Comments
Uggi er hjá okkur í pössun í nokkra daga og elskar hann að fá að viðra sig með Leó pabba sínum. Gripum við tækifærið í sólinni áðan og smelltum nokkrum myndum af þeim feðgum.
Það stækkar í afkvæmahópnum hans ISShCh RW-15 Juwika Fitness okkar en 12. febrúar fæddi hun glæsilega Gjósku Komma 5 fallega og heilbrigða hvolpa undan Leó okkar. 3 rakkar og 2 tíkur komu spræk og á lífi og virðast ætla að verða gríðarlega falleg. Ákváðum við strax við kaup á Leó að hann færi á fáar og vel valdar tíkur. Eingöngu koma til greyna tíkur sem við teljum verulega fallegar og hafa allt til brunns að bera til að geta gefið af sér topp afkvæmi, en þá lítum við aðallega til foreldra og annara forfeðra.
Pörunin Komma x Leó er virkilega spennandi því á bakvið þau eru straumur af bestu hundum í heiminum í dag. Hlökkum við mikið til að sjá þessa hvolpa stækka og þroskast, því við berum miklar vonir til þeirra. Eitthvað af hvolpum úr gotinu eru enn ólofuð og geta áhugasamir haft samband. 3. árið í röð stóðum við uppi sem stigahæstu Schäferræktendur landsins og í gærkvöldi tókum við á móti verðlaunum fyrir 3. stigahæstu ræktendur ársins hjá HRFÍ yfir allar tegundir. Var þetta annað árið í röð sem við tókum við þeim verðlaunum sem er gríðarlegur árangur. Gætum við ekki verið stoltari af fallegu Gjósku hundunum okkar og eigendum þeirra.
Allstaðar í heiminum, hvort sem það er í Þýskalandi, Noregi eða Kína að þeir schäfer ræktendur sem standa fremst meðal jafningja, þeir sem nota undaneldisdýr annaðhvort beint frá Þýskalandi eða með ættir sínar þaðan. Við leggjum metnað okkar í það að nota einungis hunda með fyrsta flokks þýskar ættbækur í ræktun og sést það á árangri okkar. Hlökkum við mikið til þess að hefja nýtt sýningarár, einnig verður árið spennandi í innflutningi hjá okkur. Xkippi von Arlett er væntanleg úr einangrun eftir 17 daga og gætum við ekki verið spenntari fyrir henni. Einnig stefnum við á að flytja inn 1-2 spennandi rakka seinna á árinu, enda leggjum við mikinn metnað í að halda stofninum okkar sem bestum og gerum við það með því að kaupa fyrsta flokks hunda af bestu ættum sem völ er á. |
Gjósku Ræktun
|