Við erum óskaplega stoltar af honum Kappa okkar hann lauk hlýðni bronsprófi 28. september með miklum sóma :)
Rúna var í fyrsta skipti með hund í bronsprófi og stjórnaði Kappa af mikillri fagmennsku í prófinu.
0 Comments
Ekki stoppaði Rósant litli lengi hjá ömmu,mömmu og Ráðhildi freku systur sinni !!
Hann er kominn á frábært heimili og óskum við nýju fjölskyldunni hans innilega til hamingju með þennan gullmola :) Vegna breyttra heimilis aðstæðna er hann Rósant að leita að heimili
Hann er 3 mánaða efnilegur sýningarhundur, gullfallegur með flottar hreyfingar og frábært geðslag. Foreldrar hans eru þau Gjósku Mylla og Gjósku Kappi Ömmur og afar innfluttir meistarar. Allar upplýsingar í síma : 690 0907 [email protected] Gjósku Osbourne-Tyson varð besti hundur tegundar í dag á hundasýningunni
Hann er fyrsti rakkinn ræktaður á Íslandi sem gerir það síðan elstu menn muna, innfluttu rakkarnir hafa hafa haft yfirhöndina undanfarin ár Við erum auðvitað að rifna úr stolti yfir þessum fallega hundi og óskum eigendum hans Aðalheiði og Gretari innilega til hamingju og Eva fær stórt knús fyrir að sýna hann svona vel :) Frábær sýning í dag og Gjósku hundunum gekk vel.
Úrslit Unghundaflokkur rakkar Gjósku Óttar (Úlfur) 1 sæti very good Opinn flokkur rakkar Gjóslu Osbourne-Tyson 1. sæti Excellent CK, 1. sæti besti rakki tegundar, BOB, CC and CACIB 2. sæti grubba 1 Gjósku Olli 2. sæti Excellent CK, 3. sæti bestir rakki Gjósku Máni 3. sæti excellent Gjósku Mikki 4. sæti very good Opinn flokkur tíkur Gjósku Nikíta very good Öldungaflokkur tíkur C.I.B. ISCh Easy von Santamar 1. sæti Excellent CK, 3. sæti besta tík tegundar Gjósku ræktunarhópurinn fékk Heiðursverðlaun og var besti schäfer ræktunarhópurinn Hérna eru nokkraf myndir sem við fengum lánaðar af fb síðunni hennar Siggu
Ronja er í eigu Siggu og Palla og er algjör gullmoli eins og allir hvolparnir úr R-gotinu :) Allir hvolparnir úr Gjóski R-gotiinu komnir á frábær framtíðar heimili :)
Við munum setja inn myndir af þeim jafnóðum og þær berast til okkar frá nýju eigendunum. Hérna eru nokkrar myndir fengnar að láni á fb. |
Gjósku Ræktun
|