Jóla stelpurnar okkar dafna vel og eru þær eru gríðarlega fallegar. Þar sem að þær lifðu bara 3 úr gotinu þá voru nöfnin valin á þær fljótt og allar löngu lofaðar á heimili.
Gjósku www.Píla.is Gjósku Whoopy Gjósku Waffle Það þarf sko ekkert að eiga við myndir af þessum dömum en litfegurri hvolpa höfum við sjaldan séð.
0 Comments
Í nótt komu í heiminn 3. gullfallegar og heilbrigðar tíkur undan meisturunum ISShCh Gjósku Ruslönu-Myrru og CIB BH AD IPO1 KKL1 Jago z Wierchlesia.
Er þetta í annað sinn sem hvolpar fæðast hjá okkur á aðfangadag, en í dag er flotta T-gotið okkar 3. ára. Við viljum óska öllum Gjósku eigendum og annara vina gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum við mikið til áframhaldandi velgengi og vinskapar með ykkur öllum. Við skelltum okkur í röntgen með Myrru í morgun til þess að kíkja á litlu meistarana sem eru væntaleg í þessari viku.
Mikil spenna er komin í okkur fyrir þessu goti, en sytkini þeirra úr fyrra gotinu eru fyrsta flokks hundar á allan hátt. Dökkir litir, mikil vinklun og gríðarlega góðar hreyfingar einkenna þau öll svo við minnumst nú ekki á geðslagið. ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra er undan sjálfsagt einni allra bestu ræktunartík á Íslandi henni RW-14 Gjósku Myllu okkar, en undan Myllu eru 6 meistarar, og eru afkvæmin hennar samtals með 20 íslensk meistarastig og 11 Alþjóðleg meistarastig. Mylla hefur einnig unnið BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR margsinnis. Myrra hefur ekki mætt mikið á sýningar en alltaf gengið vel þegar að hún mætir. Hún varð fljótt meistari og hefur raðað sér á lista yfir stigahæstu tíkur landsins frá því að hún var einungis 11 mánaða. Hún er með gríðarlega góðan og mikinn feld fyrir tík og virðist gefa það sterkt áfram, ásamt hennar gríðarlega dökka og fallega lit, miklu hreyfingum og sterkt vinnueðli. CIB BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia er nýjasti innflutti rakkinn á Íslandi, en við ásamt Rut og Herði vinum okkar sem eiga Myrru, festum kaup á honum í fyrra eftir mikla leit af Remo vom Fichtenshlag skyldum hundi sem passaði inní ræktunarplönin okkar. Jago okkar hefur ekki mikið mætt á sýningar, en hann hefur verið mjög lengi að ná sér eftir flutning til landsins og dvöl í einangrun. Svona landsflutningar geta farið mjög mismunandi í hunda og eru sumir töluvert lengur að jafna sig en aðrir. Jago er þó allur að koma til og mætti á 2 sýningar eftir að hann fór að styrkjast. Hann mætti flottur til leiks á deildarsýningu schäferdeildarinnar þar sem hann sigraði gríðarlega stórann opinn flokk með excellent og meistaraefni ásamt frábærri umsögn frá dómaranum. Hann var því miður hárlaus á sumarsýningunni svo við mættum ekki með hann þá, en aftur mætti hann í september og er óhætt að segja að við vorum ekki ósátt með árangurinn þá. Hann vann aftur stórann opinn flokk með excellent og meistaraefni, svo gerði hann sér lítið fyrir og endaði sem annar besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig og annað Alþjóðlega meistarastig. Þar sem að Jago hefur lokið öllum vinnuprófum sem til þarf bíður hann nú staðfestingar á alþjóðlega titlinum sínum CIB. Jago átti fyrir gull fallega hvolpa útí Póllandi sem hefur gengið vel á sýningum þar og urðum við ekki fyrir vonbrigðum með gotið hans hérna heima. Jago sjálfur ber mikinn svip frá afa sínum Remo og urðum við svo heppin að hann virðist gefa það sterkt áfram. Nú teljum við bara niður dagana í Gjósku W-gotið Þá er þriðji í aðventu genginn í garð og kominn mikill jólafýlingur í okkur og hundana. Fórum við í skemmtilega göngu um heiðmörkina í dag og smelltum nokkrum myndum af CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness,
RW-14 Gjósku Myllu, Gjósku Unu Bunu og Snætinda Íslandssól á Gjósku. Það styttist óðum í W-got meistaranna okkar, þeirra ISShCh Gjósku Ruslönu-Myrru og CIB* BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia. Er þetta þeirra annað got og mjög spennandi að fá fleiri hvolpa undan Jago á Íslandi, en er hann að koma með alveg nýtt og ferskt blóð inní stofninn. Síðasta gotið undan þeim fór framúr okkar björtustu vonum og bera mikinn svip frá afa hans Jago, Remo vom Fichtenschlag en það var akkurat það sem við vorum að sækjast eftir. Erum við því mjög spenntar fyrir þessu goti og stefnum á að halda eftir tík þar til áframhaldandi ræktunar. Því miður var Tían, Gjósku Rósa Siva gervi ólétt svo hún verður pöruð á næsta ári. Erum við búnar að uppfæra ræktunarplönin okkar fyrir 2018/2019 og erum við virkilega spenntar fyrir komandi tímum. Leó okkar er búinn að vera í ræktunarpásu núna í 1 ár, en teljum við það nauðsynlegt þegar að nýtt blóð kemur til landsins að ofrækta ekki undan hundum. Maður verður að vera skynsamur í ræktun, hugsa um framtíðina, alls ekki para allar tíkur við einn rakka og fylgjast aðeins með afkvæmum hundana, en afkvæmi Leó eru að uppfylla allar okkar kröfur um frábæra hunda, hvort sem litið er til útlits, geðslags eða heilbrigðis. Svo núna ætlum við að stefna að því að para hann við nokkrar tíkur. Quentino von Arlett, eða Dino okkar ætti að koma til landsins snemma á næsta ári og eru fyrirhugaðar paranir við hann strax komnar í plönin. Hann hefur gefið af sér framúrskarandi heimsklassa afkvæmi um alla evrópu og hlökkum við því mikið til þess að fá hann til okkar. Er því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Gjósku ræktun ! Þá héldum við hjá Gjósku og Forynju ræktun aðra gönguna okkar saman og var aftur mjög vel mætt. 9 hundar, frá 5 íslenskum ræktendum og 2 innfluttir hundar og enn fleira fólk mætti. Gengum við í miklum jólagír frá Hallgrímskirkju, niður skólavörðustíg og niður að Ingólfstorgi.
Þar var mikil aðventugleði í fólki, búið var að setja upp skautasvell og jólaskraut. Vöktu hundarnir mikla lukku á meðal bæði túristanna og annara miðbæjargesta. Gengum við svo upp Laugaveginn til baka og enduðum uppi við Hallgrímskirkju aftur þar sem fjöldinn allur af ferðamönnum tóku myndir af hundunum. Óskum við öllum gleðilegrar aðventu og stefnum við að því að halda næstu göngu snemma á nýju ári. |
Gjósku Ræktun
|