Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

September sýning HRFÍ 2017

9/22/2017

0 Comments

 
Þá er septembersýningu HRFÍ þetta árið lokið og gekk Gjósku hundunum vel að vanda. Á föstudagskvöldið 15. sept, mættu hvolparnir úr V og S gotunum á sína fyrstu sýningu og stóðu sig öll frábærlega vel. Besti hvolpur tegundar í síðhærðum 3-6 mánaða var Gjósku Snjó-Blondý, seinna um kvöldið var hún svo valin áfram í topp 6 Besti hvolpur sýningar. Leó dóttirin Forynju Aska mætti í flokk snögghærðra 6-9 mánaða, var hún valin besti hvolpur tegundar og svo 2. Besti hvolpur sýningar. Erum við virkilega stoltar af öllum þessum glæsilegu hvolpum, bæði Gjósku og Forynju sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Við mættum einnig með hana Snætinda Íslandssól okkar á sína fyrstu sýningu og vann hún stórann flokk af tíkum 3-6 mánaða og var annar besti hvolpur tegundar.
 Á laugardagsmorgun mættu svo fullorðnu hundarnir, uppúr stendur eftir þann dag að aftur átti hún RW-14 Gjósku Mylla okkar besta afkvæma hóp tegundar og Besta afkvæmahóp sýningar. Dóttir hennar Gjósku Una Buna mætti í fyrsta sinn í opinn flokk og endaði uppi sem Besta tík tegundar með Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Innflutti prinsinn hann Jago var annar besti rakki tegundar og fékk einnig Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig.
Erum við virkilega ánægðar með árangur helgarinnar og sendum bestu þakkir til allra flottu eigenda og sýnenda Gjósku hundana !

Helstu úrslit voru þessi:

Hvolpar:

Snætinda Íslandssól á Gjósku - 1. sæti, heiðursverðlaun, besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni

Gjósku Vissa - 1. sæti
Gjósku Valkyrja - 3. sæti, heiðursverðlaun
Gjósku Vænting - 2. sæti, heiðursverðlaun
Gjósku Snjó-Blondy - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar

Fullorðnir:

ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 2. sæti unghundafl.
C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar
NLM Gjósku Ráðhildur - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Alþjóðlegt meistarastig
Gjósku ræktun - exc, 2. sæti, heiðursverðlaun

Gjósku Uggi - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni
Gjósku Stakkur-Goði - exc, 5. sæti opinn fl.
BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Vara-Alþjóðlegt meistarastig
ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti, vinnuhundafl. meistaraefni
CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 3. sæti meistarafl.
Gjósku Thea - vg, opinn fl.
Gjósku Rispa - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni
Gjósku Una Buna - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, BESTA TÍK TEGUNDAR, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni
RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, Besti afkvæmahópur tegundar, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR
Gjósku ræktun - exc, 2. sæti, heiðursverðlaun​
​
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
0 Comments

Siegershow 2017

9/18/2017

0 Comments

 
Fyrstu helgina í september er hin árlega veisla, siegershow í Þýskalandi. 
Þar koma saman allir alvöru ræktendur og áhugamenn um Schäfer og fylgjast með bestu hundum heims það árið. Hundar koma allstaðar að úr heiminum og var til að mynda sigurvegari í unghundaflokki rökkum þetta árið fæddur í USA. 

Fórum við mæðgur að sjálfsögðu að fylgjast með og hitta vini okkar frá öllum heimshornum. Við förum einna helst út á siegershow til þess að rækta vinskap og stækka tengslanet okkar við þekkta ræktendur á meginlandinu, en einnig til þess að hugsanlega kaupa okkur hunda og sjá hvaða línur við viljum sækjast í.

Í ár stóðu uppúr hjá okkur afkomendur Remo vom Fichtenschlag, en við eigum akkurat afa barn hans í honum Jago okkar. Svo var það hinn ungi og mjög svo efnilegi hundur Watson vom Thermodos, en hann vann sem unghundur árið 2015 en í ár mætti hann með afkvæmum sínum og varð VA5. Það er alveg gríðarlegur árangur hjá svo ungum hundi. Einnig vann dóttir hans unghundaflokk tíkur og önnur afkvæmi röðuðu sér ofarlega bæði á þessu siegershow sem og í öðrum löndum fyrr á árinu. Watson er virkilega spennandi hundur sem vert er að fylgjast með.

Auðvitað kom myndavélin með í för og tókum við eitthvað af myndum á milli bjór þambs, spjalls og hundagláps.
​
​Fleiri myndir eru hér
0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað