Haustsýning félagsins fór fram helgina 8-9 október sl. og vorum við með nokkra hunda skráða til leiks. Unudæturnar Gjósku Örlaganorn og Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir áttu góða sýningu. Gjósku Örlaganorn eða Kilja eins og hún er kölluð var valin Besti hvolpur tegundar og Easy varð Besti Ungliði tegundar, 2. Besta tík tegundar með Íslenskt meistarastig, ungliðameistarastig og Alþjóðlegt ungliða meistarastig. Easy gerð sér svo litið fyrir, sigraði tegundarhóp 1 ungliða og varð svo 4. Besti Ungliði sýningar. Vorum við alveg að springa úr stolti yfir þessum Unu bombum sem ætla að feta fast á hæla mömmu sinnar og halda minningu hennar lifandi.
Hesltu úrslit sýningar voru þessi: snögghærður Gjósku Örlaganorn - SL. 1. sæti hvolpafl. 6-9m. Besti hvolpur tegundar Pablo Vom Team Panoniansee - vg opinn fl SG1 SG61 RW-19 Lider Von Panoniansee - exc, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku Ægifagra Easy Unudóttir - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Ungliðameistarastig, Alþjóðlegt ungliðameistarastig, Besti ungliði tegundar, 1. sæti tegundarhópur 1 unliða, 4. Besti ungliði sýningar Gjósku Xtra - vg 4. sæti opinn fl. siðhærður Gjósku Þóra Bína - VG, 4. sæti unghundafl. RW-22 Gjósku Ydda - exc, 2. sæti opinn fl.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|