Þá er síðustu sýningu ársins 2017 lokið, mættum við á þessu ári með færri hunda en við höfum gert síðustu ár. En þrátt fyrir það erum við sátt með árið, með flottu Gjósku hundana og eigendur þeirra. Við eignuðumst nokkra nýja meistara á árinu, bæði ungliða meistara, íslenska og alþjóðlega meistara. Mylla okkar kom sá og sigraði sem ræktunartík og vann margsinnis besti afkvæmahópur sýningar. Leó okkar er líka svo sannarlega að stympla sig inn sem ræktunarhundur, en síðan á nóvember sýningunni árið 2015 hafa einungis tíkur undan eða útfrá honum raðað sér í sæti um bestu hvolpa sýnngar, dætur hans Gjósku Una Buna, Forynju Aska og Kolgrímu Love Is All You Need og svo barna barnið hans hún Gjósku Snjæ-Usla hafa raðað sér í sæti 1-4 í BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Og ekki er hann Leó bara góður til undaneldis, heldur þá er hann annað árið í röð stigahæsti Schäfer ársins, en hann varð aftur Besti hundur tegundar, BOB núna á síðustu sýningu ársins.
Svo var það litla undra barnið okkar hún Snætinda Íslandssól á Gjósku sem aðra sýninguna í röð kom og sigraði stórann hóp af tíkum og endaði sem annar besti hvolpur tegundar á eftir vini okkar honum Laufeyjar Sigurskúf sem Rúna þjálfar og sýnir. En hérna eru helstu úrslit frá sýningunni: Hvolpar síðhærðir Gjósku Snæ-Usla - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 4. besti hvolpur sýningar Gjósku Vænting - 4. sæti Gjósku Snjó Blondy - 2. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Valkyrja - 3. sæti Hvolpar snögghærðir Gjósku Viss - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar síðhærðir ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 1. sæti unghundafl. Gjósku Óli Hólm - exc, 1. sæti opinn fl. C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig ISShCh Gjósku Rosi-Loki - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar NLW-15 Gjósku Ráðhildur - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - vg, 2. sæti meistarafl. snögghærðir Gjósku Stakkur-Goði - vg, 3. sæti opinn fl. ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti vinnuhundafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar Gjósku Una Buna - exc, opinn fl. Gjósku Thea - vg, opinn fl. Xkippi von Arlett - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar Gjósku Rispa - exc, opinn fl. RW-14 Gjósku Mylla - exc, 2. sæti vinnuhundafl. Myndir fengnar frá HRFÍ og vini okkar Ágústi Ágústssyni
0 Comments
Spennandi tímar eru framundan hjá okkur hjá Gjóskuræktun en 2 got eru væntanleg á næstu vikum. Paraðar voru systurnar Gjósku Rosa Siva og meistarinn ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra við yndislega pólska prinsinn hann CIB* BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia.
Gotið hennar Rósu Sivu eða Tíu eins og hún er kölluð er væntanlegt eftir um 2 vikur og er þetta hennar fyrsta got. Hún hefur mætt á örfáar sýningar en alltaf gengið vel þegar að hún hefur mætt. Hún er með einstaklega fallega byggingu og framúrskarandi hreyfingar, en fyrst og fremst er hún með geðslag uppá 10 og er hvers manns hugljúfi. Myrra og Jago eiga eitt got fyrir og hefur það farið fram úr okkar björtustu vonum. En eru þau gull falleg og frábærlega geðgóð öll. Enda ekki langt að sækja hvorki geðslagið né fegurðina og berum við því ekki minni væntingar til þessa gots en þess síðasta, en það er væntanlegt um jólin. Er því mikil eftirvænting hjá okkur á Gjósku og verðum við með algert hvolpapartý á næstunni. Vetrarkonungurinn hefur látið sjá sig og hundarnir eru ekkert lítið ánægðir með það. Fórum við í góðan göngutúr í heiðinni, fékk myndavélin að koma með og hundarnir léku á alls oddi.
Við erum svo ánægðar með fallega V-gotið okkar og eru þau hvert öðru fallgra.
höfðum við miklar væntingar til hans Jago okkar sem ræktunarhunds, enda er hann með topp ættbók, gullfallegur og ofboðslega geðgóður. Við erum á fullu með sýningarþjálfanir í gangi fyrir næstu sýningu og er Gjósku Vænting og eigandinn hennar hún Tinna svo duglegar að æfa sig saman, en það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Myndirnar eru af Facebook síðunni hennar Tinnu af Væntingu eða Kæju eins og hún er kölluð. Vinnuhundadeild HRFÍ hélt sporapróf miðvikudagskvöldið 25. október sl. CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness okkar var skráður til leiks í spor 2.
Byrjaði Leó á því að rekja spor en 2 hundar komu hlaupandi inní sporið hans eftir að hann hafði byrjað og ákváðum við því að hætta strax að rekja sporið og byðja dómara og prófstjóra um að fá nýtt próf. Þá fór af stað spor 1 og voru 5 hundar sem fóru í það og dagurinn leið og myrkrið nálgaðist hratt. Seinna um kvöldið var svo prófið hans Leó tilbúið og lagði hann af stað í svarta myrkri. En meistarinn okkar lauk blindspori á einungis 15 mínútúm sem er ótrúlegur hraði, en því miður missti Arna einn kubbinn í myrkrinu og tapaði hann því gríðarlega mikilvægum stigum. En hann lauk sporinu með 88 stig og fyrsta sæti. Dóttir hans hin 9. mánaða Forynju Aska lauk spori 1 með 100 stig af 100 mögulegum og var í fyrsta sæti og besti hundur prófsins. Hún er gríðarlega efnileg í vinnu en nú aðeins 9 mánaða hefur hún lokið með 1. einkun bæði hlýðni brons og spori. |
Gjósku Ræktun
|