Fyrsta sporapróf ársins var haldið á uppstigningardaginn 30. maí í blíðskaparveðri. Í fyrsta sinn á Íslandi tók síðhærður schäfer þátt í sporaprófi, en ISJCh Gjósku Vænting lauk þar spori 1 með glæsilegum árangri 85. stig af 100 mögulegum. Kæja eins og hun er kölluð er því fyrsti síðhærði schaferinn á landinu sem uppfyllir kröfur til þess að mæta í vinnuhundaflokk, er hún einnig með 2 íslensk meistarastig svo þegar að hún hlýtur sitt 3. og síðasta þá verður hún fyrsti síðhærði schäfer landsins til þess að hljóta titilinn Íslenskur meistari ISCh.
Hún er einnig fyrsti síðhærði hundur landsins sem mætir í hlýðni 1 próf og hlýtur silfurmerki HRFÍ, við erum svo stoltar af Tinnu eiganda hennar sem þjálfar og hugsar um hana af einstakri list. Til hamingju Tinna og Kæja, A/A mjaðmir og olnbogar, Ungliðameistari, 2 Íslensk meistarastig, Bronsmerki HRFÍ, 2x fyrsta einkun í hlýðni 1, Silfurmerki HRFÍ plús það að vera báðar yndislegar og gullfallegar. Sama dag var einnig haldið hlýðni próf, en þar mættu sterk til leiks Leó og Ynju börnin Forynju Aston og Forynju Aska. Aston mætti í fyrsta sinn í hlýðni brons með eiganda sínum henni Heiðrúnu þar sem hann að sjálfsögðu rúllaði því upp, hlaut Bronsmerki HRFÍ og fyrsta sæti í prófinu. Aska mætti í 3. sinn í hlýðni 2 og í 3. sinn hlaut hún fyrstu einkun og bætti þá við sig OB-II hlýðni 2 meistaratitili. Seinna um daginn mætti Aska einnig í spor 3 og eins og fyrri daginn rúllaði hún því upp með glæsilega fyrstu einkun. Eftir daginn bætti hún því við sig, ásamt OB-II titlinum, ISTrCh eða sporameistari og er hún yngsti schäfer landsins til þess að hljóta þann titil. Erum við virkilega stoltar af þessum glæsilegu Leó afkvæmum sem eru bæði heilbrigð, falleg og með frábært vinnueðli.
0 Comments
Undirbúningur fyrir tvöföldu júní sýningu HRFÍ er í fullum gangi og æfum við oft í viku í sambland við annarskonar þjálfun. Tókum við nokkrar myndir á síðustu þjálfun, birtan var alveg búin að yfirgefa okkur þegar að við vorum að hlaupa með Lider svo að við urðum að vinna þær aðeins furðulega svo að eitthvað sæist af fallega prinsinum okkar. Hundarnir á myndunum eru ISJCh Ivan von Arlett, ISCh PLJCh PLJW-16 Emir vive Vanette, Forynju Aston, OB-I Forynju Aska, ISJCh Gjósku Vænting, ISJCh Gjósku www. Píla.is, ISJCh Gjósku Valkyrja og SG1 Lider von Panoniansee.
Norski gesturinn okkar varð 3 ára í dag, 12. maí, á mæðradaginn. Fær Whims litli sérstök knús og klöpp í tilefni dagsins og extra dekur með kvöldmatnum í kvöld.
Whims er aldeilis búinn að gera það gott á þessum 3 árum, en hann er orðinn meisari í 3 löndum og vann BEST IN SHOW á fyrstu sýningu ársins hér á Íslandi. Við sendum knús yfir hafið á fallegu systkini hans og þökkum Leif og Toril enn og aftur fyrir lánið á þessum stórglæsilega hundi. Sólin skein og tveggjastafa hitatölur fóru vel með bæði hunda og menn á alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins, 1. maí í gær. Við nýttum daginn þó í hlýðnipróf og sýningarþjálfanir og má segja að árangurinn hafi verið hreint út sagt magnaður. Litla stjarnan hún ISJCh Gjósku Vænting, fór í hlýðni 1 og fékk þar sína aðra fyrstu einkun, eða yfir 160 stig af 200. En Kæja var nú ekkert að slora við þetta og náði hún hvorki meira nér minna en 192.5 stig sem er að við best vitum hæsta einkun sem schäfer hefur hlotið í H1. Fyrir var það ofur vinnuhundurinn Leó dóttirin OB-I Forynju Aska sem var með 190.5 stig. Hún mætti einnig í annað sinn í Hlýðni 2 og í annað sinn hlaut hún fyrstu einkun og á því einungis 1 skipti eftir til þess að fá titilinn OB-II. Hildur skellti sér líka með unga prinsinn hann ISJCh Ivan von Arlett í hlýðni brons í fyrsta sinn og þar uppskar hann fyrsta sæti, fyrstu einkun og bronsmerki HRFÍ. Við erum ekkert smá stoltar af bæði Hildi og Tinnu en þær hafa sko með metnaði og vinnu unnið sér inn fyrir hverri einustu kommu sem þær hljóta í einkun. Eftir hlýðniprófið var dagurinn nýttur í útreiðar og enduðum við svo kvöldið á sýningarþjálfun á BIS ISCh N.UCH DKCH Welincha's Whimpy og nýja prinsinum SG1 Lider von Panoniansee, en það styttist í næstu sýningu sem verður 8. og 9. júní nk. frá v. ISJCh Ivan von Arlett 1. sæti HBrons, 163.5 stig, Bronsmerki HRFÍ - OB-I Forynju Aska 1. sæti H2, 162.5 stig, fyrsta einkun - OB-I OB-II Vonzu's Asynja 1. sæti H3, 280 stig, fyrsta einkun - ISJCh Gjósku Vænting 3. sæti H1, 192.5 stig, fyrsta einkun. ISJCh Gjósku Vænting að liggja á göngu, hún hefur nú hlotið fyrstu einkun í Hlýðni 1 tvisvar sinnum og þarf því að ná því einu sinni enn til þess að verða hlýðni 1 meistari OB-I. Guðdómlegi unglingurinn hann SG1 Lider von Panoniansee í sýningarþjálfun
|
Gjósku Ræktun
|