Sá hræðilegi atburður átti sér stað að hann elsku Dino okkar var sleiginn af hesti og lifði það því miður ekki af. Gríðarleg sorg ríkir hjá okkur á heimilinu, mikill missir er af þessum höfðingja og því miður vorum við enn að bíða eftir því að tíkurnar hjá okkur myndu byrja að lóða svo að hægt hefði verið að para við þennan mikla meistara. Söknuðurinn er mikill, en Dino var frábær hundur og var mikill heiður að hafa átt hann.
0 Comments
Hér á bæ eru allar sólarglætur vel nýttar því okkur tvífættlingunum finnst skemmtilegra að vera þurar í göngutúrum. Fjórfættu fjölskyldumeðlimunum er reyndar alveg sama, en þeim þótti samt sem áður æðislegt að viðra sig í sólinni til tilbreytingar.
Þá er litli prinsinn hann Ivan von Arlett loksins kominn úr einangrun og vá það má með sanna segja að um hann var vel hugsað og við vinkonurnar erum sko í skýjunum með nýjustu viðbótina í ræktunarplönin okkar.
Hildur Pálsdóttir, Forynju ræktun, festi kaup á þessum glæsilega og vel ættaða rakka í samráði við okkur fyrr á árinu og gætum við ekki samglaðst henni meir með þennan fallega hund. Ivan er bæði er með frábæra ættbók, gullfallegur og er með alveg hreint frábært geðslag. Hann er frá hinni frægu ræktun von Arlett, sem við höfum mikið inní okkar ættbókum og erum í mjög góðu sambandi við ræktandann hana Margit van Dorssen. Þannig gátum við komist í hvolp úr þessari flottu pörun, en Ivan er undan virkilega efnilegum ungum rakka Giovanni von der Nadine og glæsilegri ræktunar tík Andorra von Arlett, en afkvæmi hennar eru strax að sanna sig þrátt fyrir ungan aldur. Óskum við Hildi góðs gengis með Ivan og hlökkum við mikið til framtíðarinnar með svona glæsi rakka í ræktunarplaninu. |
Gjósku Ræktun
|