Gjósku Ýktar Væntingar eða Íbbi litli er 5 vikna á morgun og hann er svo sannarlega að standa undir öllum þessum væntingum. Við erum hrikalega montnar af þessum litla gaur sem verður mjög gaman að fylgjast með í framtíðinni, hvort sem að það verður í vinnu, á sýningum eða bæði :)
0 Comments
Gjósku Snæ-Usla nýtur lífsins á spáni með mömmu sinni Kötlu Snjöllu og tvífættu fjölskyldunni sinni. Það styttist í það að fjölskyldan snýr aftur heim á klakann og hlökkum við mikið til þess að fá þessa loðnu ofurskutlu aftur til Íslands.
Arna fékk bestu afmælisgjöf sem hún gat fengið í morgun, en staðfestir hvolpar eru á leiðinni undan sigursælustu schäfertík landsins, hinni stórglæsilegu NORDUCH ISShCh NLM RW-19 RW-18 Gjósku Unu Bunu og unga og efnilega kynbótaprinsinum SG1 SG61 BOB RW-19 Lider von Panoniansee.
Unu okkar þarf vart að kynna, en hún er mest titlaða snögghærða tík á landinu, stigahæsta snögghærða tík landsins árið 2018 og 2019 og varð besti hundur tegundar á fyrstu sýningu ársins 2020 sem er sú stærsta í sögu HRFÍ. Una er einnig útfrá fyrsta flokks hundum í allar áttir, en pabbi hennar er hinn margrómaði stigahæsti schäfer Íslands 2015 og 2016 CIB ISCh BISS RW-16 RW-15 Juwika Fitness og mamma hennar er hin magnaða ræktunartík CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla. Foreldrar Unu hafa bæði lokið vinnuprófum og stendur til að klára vinnu á hana seinna á árinu, en hefur hún sýnt frábæra takta í bæði spora og hlýðni þjálfun. Lider kom til okkar a miðju síðasta ári, en keyptum við hann ásamt Hildi hjá Forynju ræktun. Eftir að við sáum bæði hann og pabba hans hann VA1 VA10 Dingo di Casa Mary vissum við að við yrðum að eignast hann. Lider er eini lifandi rakki landsins sem hefur náð í fyrsta hring á þýska siegershow, en einnig sigraði hann siegershow í 2 löndum og er sá eini sem komið hefur til landsins sem náð hefur slíkum árangri. En ættbókin hans, útlit og árangur hætta ekki bara þar, en hann gefur gríðarlega falleg og heilsteypt afkvæmi. Á fyrstu sýningu ársins fengu allir hvolpar undan honum einkunina sérlega lofandi, en dómarinn var alls ekki að gefa öllum hvolpum þá einkun, sem gerði sigurinn ennþá sætari. Dóttir hans hún Gjósku Xtra varð svo 2. Besti hvolpur sýningar. Lider og Una leiða saman alla okkar uppáhalds hunda langt aftur í ættir, útlit á heimsmælikvarða og sigurvegarar á alvöru sýningum, framúrskarandi ættbækur í allar áttir, heilbrigði eins og best verður á kosið, frábærir vinnueiginleikar og auðvitað geðslag í fyrsta flokki. Hvolparnir undan þeim eru væntanlegir í heiminn í maí og hlökkum við vægast sagt mikið til. Hérna er ræktun tekin uppá næsta level á allan hátt. Gjósku Ýktar Væntingar nýtur þess í botn að fá mjólkurbarinn útaf fyrir sig og stækkar hann og dafnar vel. Hann er 2 vikna á morgun og vá hvílíkur hundur, við erum virkilega stoltar af þessum fallega rakka.
Í gær 17.mars kom fyrsti Gjósku hvolpurinn árið 2020 í heiminn. ISCh ISJCh OB-I Gjósku Vænting gaut gull fallegum stórum og heilbrigðum rakka og heilsast báðum mjög vel. Hlökkum við til þess að fylgjast með þessum einkaprins stækka og dafna í framtíðinni. Velkominn í heiminn Gjósku Ýktar Væntingar !
2020 byrjar með látum hjá Gjósku og Forynju ræktun og má með sanni segja að fyrsta sýning ársins hafi verið okkar sýning frá byrjun og til enda.
Fyrst og fremst verðum við að tala um alla geggjuðu hvolpana okkar, en Gjósku ræktun var með 7 hvolpa skráða og Forynju ræktun 7 og voru 13 þeirra undan prinsinum okkar honum Lider og einka dóttir hans Ivans var líka skráð til leiks. Allir hvolparnir hlutu sérlega lofandi, sigruðu sína flokka og vöktu eftirtekt hjá dómara, gestum og gangandi fyrir glæsilegt útlit og yndislegt geðslag. Gjósku Xtra tók þetta svo alla leið og varð annar BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Margir af hvolpakaupendunum okkar voru að stíga sín fyrstu skref í sýningarhringnum og stóðu þau sig einstaklega vel, við hlökkum til að fylgjast með þeim og hundunum þeirra vaxa og dafna saman ! Sýningin var sú allra stærsta frá upphafi sýninga HRFÍ og var því sigurinn sætari fyrir vikið. Meistarinn okkar hún Gjósku Una Buna kom sá og sigraði, varð besta tík tegundar, kláraði enn einn meistaratitilinn, eða Norðurljósameistari, varð BESTI HUNDUR TEGUNDAR og endaði í öðru sæti í tegundarhópi 1. Önnur besta tík varð hin unga, efnilega ný innflutta tík hjá Forynju ræktun, Welincha's Izla fra Noregi, hun hlaut sitt fyrsta Íslenska meistarastig, Ungliða meistarastig og varð besti ungliði tegundar. 3. besta tík tegundar var glæsilega Leó dóttirin OB-II OB-I IStrCh Forynju Aska og hlaut hún vara Alþjóðlegt meistarastig. ISJCH Ivan von Arlett glæsilegi ungi töffarinn, varð 2. besti rakki tegundar með sitt annað Íslenska meistarastig og gamli gaurinn hann ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson mætti í fyrsta sinn í öldungaflokk, hlaut sitt fyrsta Öldunga meistarastig, varð besti öldungur tegundar og 4. besti rakki tegundar. Einnig áttum við besta ræktunar og afkvæmahóp tegundar. Í síðhærðu hundunum var það hún Píla okkar sem mætti í fyrsta sinn í opinn flokk og vantaði hana bara eitt Íslenskt meistarastig til þess að verða meistari og jú það gekk eftir. Píla er önnur síðhærða tíkin frá upphafi til þess að klára í fyrstu tilraun, en hin er alsystir hennar hún ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja, en hún varð akkurat önnur besta tík tegundar með vara Alþjóðlegt meistarastig. Bestu hvolpar tegundar í síðhærðum urðu BOB Gjósku Queen Bee og BOS Gjósku Quiz. Aftur áttum við besta ræktunarhóp tegundar og Pílan okkar var Besta tík tegundar. Ótrúleg byrjun á þessu sýningarári og erum við í skýjunum með bæði hunda og fólk og hlökkum til áframhaldandi velgengi. En hérna koma heildarúrslit frá sýningunni: Snögghærðir Hvolpar Gjósku X-factor - 3. sæti, SL Gjósku X-Box - SL Gjósku X-Man - SL Forynju Breki - 1. sæti SL BoS - Besti hvolpur tegundar af gagnstæðukyni Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - 2. sæti SL Forynju Bylur - SL Gjósku Xtra - 1. sæti, SL - Besti hvolpur tegundar, 2. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR Forynju Bara Vesen - 2. sæti SL Forynju Bestla - 3. sæti SL Forynju Ára - 4. sæti SL Forynju Bría - SL Fullorðnir Gjósku Uggi - exc, 3. sæti opinn fl. SG1 SG16 RW-19 Lider von Panoniansee - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni ISJCh Ivan von Arlett - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, vara-Alþjóðlegt meistarastig ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 4. Besti rakki tegundar, Öldungameistarastig, Besti öldungur tegundar Welincha's Izla fra Noregi - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Ungliða meistarastig, 2. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Besti ungliði tegundar Gjósku Thea - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 5. Besta tík tegundar OB-II OB-I IStrCh Forynju Aska - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig ISShCh Gjósku Rispa - exc, 4. sæti meistarafl. NORDUCH ISShCh NLM RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Norðurljósa meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, BESTI HUNDUR TEGUNDAR, 2. sæti Tegundarhópur 1 CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti öldungafl. heiðursverðlaun, Annar besti öldungur tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar Gjósku ræktun - 1. Sæti, heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR Síðhærðir hvolpar Gjósku Quiz - 1. sæti, SL - Besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Queen Bee - 1. sæti, SL - Besti hvolpur tegundar Gjósku QT - 4. sæti, SL Gjósku XXS - 2. sæti, SL Fullorðnir CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig ISJCh Gjósku www.Píla. is - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Norðurljósa meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig Gjósku ræktun - 1. sæti, heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR Staðfestir hvolpar á leiðinni undan meisturunum OB-I ISCh ISJCh Gjósku Væntingu og ISJCh Ivan von Arlett.
Er þetta fyrsta got Væntingar eða Kæju eins og hún er kölluð, en hana þarf vart að kynna. Kæja er hlýðni 1 meistari, Íslenskur meistari og Íslenskur ungliðameistari, en er hún fyrsti og eini síðhærði schafer landsins til þess að klára hlýðni 1, spor, hljóta OB titil sem og að verða Íslenskur meistari. Kæja er einnig frí af mjaðma og olnbogalosi, ofboðslega sterkbyggð og falleg tík sem tekið er eftir hvar sem hún kemur. Mamma hennar hún ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra hefur gefið af sér glæsileg, vinnusöm og heilbrigð afkvæmi og hefur dóttir hennar og gotsystir kæju hún ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja einnig átt glæsileg afkvæmi. Erum við því þess fullvissar að Kæja muni halda hefðinni áfram og gefa okkur fleiri frábæra Gjósku hvolpa. ISJCh Ivan von Arlett er glæsilegur ungur rakki í eigu hennar Hildar okkar hjá Forynjuræktun. Hann er innfluttur frá Þýskalandi og kemur frá hinu heimsþekkta Arlett kennel. Ivan heillar alla uppúr skónum með síðu einstaka geðslagi, glæsilega byggingarlagi og einstöku vinnueðli. Ivan er stigahæsti hundur og stigahæsti schäfer landsins í Hlýðni brons árið 2019. Hann hefur hlotið fyrstu einkun og silfurmerki HRFÍ í hlýðni 1 og einnig lauk hann spor 1 með fyrstu einkun og kláraði árið í fyrra sem stigahæsti schäfer ársins í spor 1. Ivan er einnig Íslenskur ungliðameistari, er með 1 Íslenskt meistarastig og raðar sér reglulega í sæti um besta rakka tegundar og stigahæsta rakka ársins. Ivan á fyrir eitt got, en dóttir hans hún Forynju Ára varð besti hvolpur tegundar á síðustu sýningu HRFÍ og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ivan er eins og Kæja að sjálfsögðu frír af mjaðma og olnbogalosi og eru þau bæði mjög heilbrigð á bæði líkama og sál, sem er auðvitað það sem við leggjum alltaf upp með númer 1.2. og 3. í ræktun. Er strax komin mikil spenna og eftirvænting eftir gotinu, enda leiðum við hér saman glæsilega sýningar og vinnuhunda af ættum sem sóst er eftir hvar sem er í heiminum. Ef fólk hefur áhuga á því að komast á biðlista er hægt að hafa samband á runahe@gmail.com eða í s. 6900907 Glæsilega M-gotið okkar er 9 ára í dag. CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla og ISvetCh Gjósku Mikki fagna með okkur, en bróðir þeirra hann ISShCh Gjósku Máni kvaddi okkur í fyrra og hleypur með foreldrum þeirra í draumalandinu. Er þetta eitt allra glæsilegasta schäfergot landsins og það eina þar sem allir hundarnir eru meistarar. Til hamingju fallegu öldungar HÚRRA !! Við héldum sameiginlegan hvolpahitting fyrir Liders börnin okkar hjá Gjósku og Forynju ræktun. Laumufarðegar komu reyndar með, en það voru Forynju Ára, Welincha's Izla fra Noregi og Hope labrador. Liders afkvæmin sem mættu voru:
Gjósku Question - Gjósku QT - Gjósku Queen Bee - Gjósku Xtra - Gjósku X-Factor - Gjósku X-Man - Gjósku XXS - Forynju Bara Vesen - Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn - Forynju Bría - Forynju Breki - Forynju Bylur. Mikið stuð var á hópnum og hlökkum við ræktendurnir mikið til þess að fylgjast með þessum glæsilegu hvolpum og eigendum þeirra í framtíðinni. Gamli meistarinn okkar hann CIB ISCh BISS RW-16 RW-15 Juwika Fitness er í fullu starfi við það að kenna Gjósku Xtru og Gjósky X-Factor á lífið og hvernig á að vera alvöru schäfer hundur. Leó er frábær kennari, ljúfur en ákveðinn við hvolpana og gætu þau ekki haft betri fyrirmynd í lífinu þessar ungu stjörnur.
Stigahæsta schäferræktun ársins 2019 Stigahæsta snögghærða tík ársins 2019 Stigahæsti siðhærði rakki ársins 2019 Stigahæsti siðhærðir schäfer ársins 2019 Stigahæsti öldungur ársins 2019 Stigahæsti schäfer Hlýðni 1 ársins 2019 Stigahæsti schäfer Spor 2 ársins 2019 Árið 2019 hefur verið frábært hjá Gjósku ræktun. Við eignuðumst fullt af frábærum hvolpum og ennþá betri eigendum þeirra, ásamt því að hala inn meistarastig og nýja meistara. Þrátt fyrir gott gengi átti Gjósku ræktun rúmlega 20 færri skráningar á sýningar yfir árið en sú ræktun sem átti flestar svo sigurinn er ennþá sætari fyrir vikið.
Gjósku ræktun hlaut, 9 nýja meistaratitla á árinu, fengum 9 Íslensk meistarastig og multich Juwika Fitness dóttirin Forynju Aska fékk 1 Íslenskt meistarastig. Við fengum 7 alþjóðleg meistarastig í hús, 6 Norðurlanda meistarastig, 7 öldunga meistarastig og 1 ungliða meistarastig. Við fengum 3 Reykjavík Winner 2019 titla og áttum 7 sinnum Besta hund tegundar yfir árið, 6 sinnum áttum við Besta hund tegundar af gagnstæðu kyni, 7 sinnum áttum við Besta öldung tegundar og 2 sinnum Besta öldung tegundar af gagnstæðu kyni. Við byrjuðum árið með tropi og áttum þá BESTA HUND SÝNINGAR. Við mættum einungis einu sinni með ungliða og varð hún þá Besti ungliði tegundar. Öldungarnir okkar urðu einu sinni BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR, einu sinni 3. Besti öldungur sýningar og tvisvar sinnum 4. Besti öldungur sýningar. Einnig áttum við 5 sinnum besta afkvæmahóp tegundar, tvisvar sinnum BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR og tvisvar sinnum 2. Besta afkvæmahóp sýningar. Toppurinn er sjálfsagt sá að 8 sinnum á árinu áttum við Besta ræktunarhóp tegundar, 3. BESTA RÆKTUNARHÓP SÝNINGAR og einu sinni annan Besta ræktunarhóp sýningar. Gjósku ræktun er enn og aftur stigahæsta schäfer ræktun HRFÍ og STIGAHÆSTA SCHÄFERRÆKTUN DEILDARINNAR 2019 Í vinnu áttum við einnig gott ár, þar eignuðumst við nýjann Hlýðni 1 meistara hana ISCH ISJCH OB-1 Gjósku Væntingu, en er hún stigahæsti schäfer ársins í Hlýðni 1, Stigahæsti síðhærði schäfer ársins í spori 1 og STIGAHÆSTI SÍÐHÆRÐI SCHAFER í vinnu FRÁ UPPHAFI. C.I.B ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness er einnig stigahæsti schäfer ársins í spor 2 og stigahæsti hundur ársins yfir allar tegundir í spor 2. Forynju ræktun átti góðu gengi að fagna í vinnu eins og fyrri ár. En stigahæsti Schäfer ársins í Hlýðni 2, nýr Hlýðni 2 meistari, Stigahæsti schäfer ársins í spori 3, nýr sporameistari og YNGSTI SCHAFER frá UPPHAFI til að hljóta þann titil er hin stórglæsilega OB-II OB-I IStrCh Forynju Aska. OB-II OB-I Vonziu's Asynja er stigahæsti schäfer ársins í hlýðni 3. ISJCh Ivan von Arlett er einnig stigahæsti hundur ársins og stigahæsti Schäfer ársins í hlýðni brons og þriðji stigahæsti schäfer ársins í Hlýðni 1 sem og stigahæsti schäfer ársins í spori 1, Forynju Aston er annar stigahæsti schäfer ársins í hlýðni brons og annar stigahæsti schäfer ársins í hlýðni 1. Áhugavert er að segja frá því að eingöngu mættu schäfer hundar frá Gjósku og Forynju ræktun í vinnu og eins og í fyrra er Forynju ræktun STIGAHÆSTA SCHÄFER RÆKTUN ÁRSINS Í VINNU. Takk fyrir frabært vinnu og sýningarár 2020 verður ennþá stærra og flottara !! Þá er sýningarárið búið og síðasta sýning ársins fór vel fyrir Gjósku ræktun eins og venjulega. Við áttum Besta hvolp tegundar og 3. Besta hvolp sýningar, Besta ræktunarhóp tegundar, Besta öldung tegundar, eignuðumst nýjan öldungameistara og kláruðum árið sem stigahæsta schäfer ræktun deildarinnar og stigahæsta schäfer ræktun innan HRFÍ ásamt því að vera í topp baráttunni um stigahæstu ræktendur HRFÍ um allar tegundir.
Við gætum ekki verið þakklátari fyrir þá frábæru hundaeigendur og vini sem við eigum í þessu sýningarbrasi, en án ykkar allra væri árangur okkar ekki sá sami. Helstu úrslit frá sýningunni eru þessi: Snögghærðir Gjósku Uggi - exc, 4. sæti opinn fl. RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. Besti rakki tegundar, vara-Norðurlanda meistarastig ISvetCh Gjósku Mikki-Refur - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Öldungameistarastig, Besti öldungur tegundar NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una-Buna - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni ISShCh Gjósku Rispa - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar Gjósku ræktun - exc, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar siðhærðir Gjósku Quiz - 2. sæti hvolpafl. Gjósku Queen Bee - 2. sæti hvolpafl. Gjósku QT - 1. sæti hvolpafl. heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 3. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR CIE ISShCh NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - vg, 1. sæti meistarafl. ISJCh Gjósku www.Píla. is - exc, 1.sæti unghundafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig ISCh OB-I ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. Besta tík tegundar, Norðurlanda meistarastig Gjósku ræktun - exc, 2. sæti Myllan okkar er af öllum öðrum ólöstuðum sú allra besta ræktunartík landsins og þótt víða væri leitað. Mylla er sjálf eina lifandi tíkin á landinu sem er Alþjóðlegur meistari C.I.B, hún er Íslenskur meistari, Íslenskur öldungameistari og Reykjavíkur Winner. Einnig er hún eina eftirlifandi schäfer tíkin sem hefur lokið hlýðni, spor og smalaeðlisprófum. En fyrir utan það að vera frábær heimilishundur, vinnusöm og sigursæl á hundasýningum þá hefur hún gefið af sér afkomendur í fremstu röð. Mylla hefur mætt með afkvæmahóp á sýningar alls 15 sinnum, af þeim 15 hefur hun sigrað besti afkvæmahópur tegundar 14 sinnum. Hún hefur 7 sinnum átt BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR, 3 sinnum átt 2. Besta afkvæmahóp sýningar, 2 sinnum átt 3. Besta afkvæmahóp sýningar og 1 sinni átt 4. besta afkvæmahóp sýningar. Engin tík, og aðeins einn hundur Welincha's Yasko pabbi Myllu hefur betri árangur. Mylla á úr 3. gotum, 8 meistara og 4 barnabörn hennar eru meistarar, afkvæmi hennar og afkomendur hafa samanlagt fengið 39 íslensk meistarastig, 21 Alþjóðleg meistarastig, 7 Norðurlanda meistarastig, mörg hafa klárað vinnupróf og flest sem mætt hafa á sýningar hafa raðað sér í sæti um stigahæstu tíkur og rakka ársins. Við erum vægast sagt þakklátar fyrir að okkur hafi fæðst þessi gullmoli, sem færir okkur áfram sín frábæru gæði og gleður okkur með því að vera til. Um miðjan desember eru væntanlegir litlir Y hvolpar undan meistaranum CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Myllu og ofur hundinum honum RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee. Lider hefur gert það gott síðan að hann mætti til landsins bæði á sýningum og í ræktun, en hann á úr 3 gotum 21 hvolp. Lider er frír af mjaðma og olnbogalosi A/A, virkilega geðgóður og gullfallegur rakki sem á framtíðina fyrir sér svo sannarlega. Myllu okkar þarf vart að kynna, hún er allra sigursælasta ræktunartík landsins, en hún hefur margsinnis unnið Besta afkvæmahóp sýningar, undan henni hafa komið fjölda margir meistarar og einnig á hún nú þegar 3 barnabörn sem eru búin að klára meistaratitla. Mylla er einnig mjög heilbrigð og gefur það gríðarlega sterkt af sér, ásamt því er Mylla vinnusöm, hún hefur lokið sporaprófi, hefur lokið bæði hlýðni brons og hlýðni 1 á vegum vinnuhundadeildar hrfí sem og klárað smalaeðlispróf.
Hér leiðum við saman glæsilegar línur af fallegum helbrigðum hundum sem hafa sannað sig alstaðar í heiminum. Metnaðurinn í áralangri ræktun og gæða innflutningi skilar sér í frábærum hundum sem skara framúr hvar sem þeir koma. Deildarsýning schäferdeildarinnar var haldin laugardaginn 12. október sl. og mættu nokkrir Gjósku hundar til leiks. Áttum við góðu gengi að fagna eins og venjulega og helst má þar telja að við eignuðumst 2 nýja Gjósku meistara (Gjósku Væntingu og Gjósku Rispu), Bestu ræktunarhópa sýningar bæði loðinn og snöggan, Besta öldung sýningar, og Besta afkvæmahóp sýningar. Ungi prinsinn okkar hann Lider varð einnig 2. besti rakki tegundar á móti 3 fullorðnum rökkum og var þetta hans fyrsta sýning í opnum flokki. Þrátt fyrir að ekki hafi verið minni skráning á deildarsýningu schäferdeildarinnar í um 10 ár var sýningin hin glæsilegasta og var mikið fjör hjá Gjósku og Forynju ræktun eins og alltaf. En helstu úrslit af sýningunni voru þessi:
Síðhærðir CIE ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, BESTI SÍÐHÆRÐI RAKKI SÝNINGAR, BESTI HUNDUR TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI ISJCh Gjósku www. Píla.is - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. BESTA SÍÐHÆRÐA TÍK SÝNINGAR ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. BESTA SÍÐHÆRÐA TÍK SÝNINGAR, Íslenskt meistarastig, NÝR ÍSLENSKUR MEISTARI ISShCh ISJCh RW-19 Gjósku Valkyrja - exc, 2. sæti meistarafl. Gjósku ræktun - 1. sæti, Heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNAR HÓPUR TEGUNDAR, BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR Snögghærðir Gjósku Uggi - exc, 5. sæti opinn fl. Forynju Aston - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. BESTI SNÖGGHÆRÐI RAKKI SÝNINGAR ISJCh Ivan von Arlett - exc, 3. sæti vinnuhundafl. CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 2. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, BESTI AFKVÆMAHÓPUR TEGUNDAR, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR Gjósku Mikki-Refur - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Öldungameistarastig, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR, BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR Gjósku Vissa - exc, 3. sæti opinn fl. Gjósku Rispa - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. BESTA SNÖGGHÆRÐA TÍK SÝNINGAR, Íslenskt meistarastig, NÝR ÍSLENSKUR SÝNINGARMEISTARI NORDUCH ISShCh RW-19 RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. BESTA SNÖGGHÆRÐA TÍK SÝNINGAR CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti öldungaflokkur, heiðursverðlaun, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI Gjósku ræktun - 1. sæti Heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR, ANNAR BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR |
Gjósku Ræktun
|