Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Sýningarárið hefst með TROMPI

2/27/2019

0 Comments

 
Þá er sýningarárið 2019 hafið og ekki er annað hægt að segja en að Team Gjósku og Forynju hafi farið sátt frá fyrstu sýningu ársins.

Ofur prinsinn hann Welincha's Whimpy kom sá og sigraði á sýningunni aðeins rúmum 2 vikum úr einangrun. Hann stal senunni fyrst í tegundinni þar sem hann varð besti rakki tegundar með Íslenskt, Alþjóðlegt og Norðurljósa meistarastig og kláraði þar með Íslenska meistaratitilinn sinn. Þá varð hann besti hundur tegundar, Besti hundur í tegundarhópi 1 og í lok dags stóð hann uppi sem sigurvegari sýningarinnar eða BESTI HUNDUR SÝNINGAR BIS1. Gætum við ekki verið ánægðari að hafa farið útí þetta ævintýri með Hildi okkar hjá Forynju ræktun og að Leif, Ragnhild og Toril skildu treysta okkur fyrir þessum gullmola.

Velgengnin einspornaðist samt ekki við Whims, en Gjósku ræktun gjörsamlega átti sýninguna. Allir okkar hundar fengu exc og sigruðu sína flokka með glæsilegar umsagnir frá hinum virta dómara Zoran Brankovic.

Í síðhærðu hundunum sigraði meistarinn CIE ISSHCH NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór BESTA HUND TEGUNDAR eftir árs langa pásu frá syningum, hann hlaut bæði Alþjóðlegt og Norðurljósa meistarastig en hann hefur lokið við báða þá titla. Gjósku www. Píla.is sigraði ungliðaflokkinn og fékk sitt síðasta ungliðameistarastig, hún bíður nú staðfestingar á ungliðameistaratitlinum sínum. Píla okkar fékk einnig sitt fyrsta Íslenska meistarastig, varð 2. besta tík tegundar og BESTI UNGLIÐI TEGUNDAR. 

Snögghærðu hundarnir okkar gerðu okkur ekki minna stolt, en eins og áður kom fram varð Whims besti hundur tegundar, en besta tík tegundar og besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni varð ofur drottningin okkar Leó dóttirin ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna með sitt annað Alþjóðlega meistarastig. Nú þarf hún bara að klára vinnuprófin sín til þess að geta sótt um Alþjóðlegan meistaratitil eins og foreldrar sínir. Gjósku Komma mætti líka galvösk á svæðið í annað skipti í öldungaflokk og eins og fyrri daginn þá varð hún BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR með sitt annað öldungameistarastig. Gamlan gerði enn betur og varð 4. besta tík tegundar úr stórum hópi tíka.

Snöggi ræktunarhópurinn okkar varð einnig besti ræktunarhópur tegundar og keppti í úrslitum seinna um daginn. Þar sýndi hópurinn allar sínar bestu hliðar og var Gjósku ræktun eins og svo oft áður valinn BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR.

Erum við enn í skýjunum eftir þessa æðislegu helgi og verður hún seint toppuð. Hérna kemur upptalning á úrslitum allra Gjósku og Forynju hundanna á sýningunni:

síðhærðir

CIE ISSHCH NLM RW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Norðurljósa meistarastig, BESTI HUNDUR TEGUNDAR
ISJCh Gjósku www.Píla.is - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Ungliðameistarastig, 2. Besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, BESTI UNGLIÐI TEGUNDAR
ISJCh Gjósku Valkyrja - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. Besta tík tegundar, Alþjóðlegt meistarastig
ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti opinn fl.
Gjósku ræktun - heiðursverðlaun

snögghærðir

ISJCh Ivan von Arlett - exc, 2. sæti ungliðafl.
Forynju Aston - exc, 5. sæti opinn fl.
Gjósku Uggi - exc, 1. sæti opinn fl.
ISCH NUCH DKCH Welincha's Whimpy - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Norðurljósa meistarastig, BESTI HUNDUR TEGUNDAR, BEST IN GROUP 1, BEST IN SHOW 1
ISShCh Gjósku Máni - exc, 1. sæti öldungafl. heiðursverðlaun, Annar besti öldungur tegundar
Gjósku Thea - exc, 1. sæti opinn fl.
OB-I Forynju Aska - exc, 1. sæti vinnuhundafl.
CIB ISCH RW-14 Gjósku Mylla - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni
ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besta tík tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Norðurljósa meistarastig, BESTI HUNDUR TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI
Gjósku Komma - exc, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, Öldungameistarastig, 4. Besta tík tegundar, BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR
Gjósku ræktun - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar, BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR

​
Myndirnar eru frá ljósmyndara HRFÍ Ágústi Ágústssyni og Ólöfu Gyðu Risten
0 Comments

Stund milli stríða

2/18/2019

0 Comments

 
Undirbúningur fyrir fyrstu sýningu ársins er í fullum gangi og allir að verða ready. Við sleppum því þó ekki að fara í heiðina í viðringa og njótum okkar best þar. Við smelltum nokkrum myndum í viðringi um daginn, en sólin var að setjast og birtan því einstaklega falleg á meðan að hún entist.
0 Comments

​N.UCH DKCH Welincha's Whimpy kominn úr einangrun

2/6/2019

0 Comments

 
Þá er mánaðar langri bið eftir draumaprinsinum honum ​N.UCH DKCH Welincha's Whimpy loksins lokið og sóttum við hann nú fyrr í dag úr einangrunarvistinni.

Whims smell passar inní hópinn og er strax orðinn mjög skotinn í drottningunni á heimilinu henni CIB ISCh RW-14 Gjósku Myllu.

Því miður var ekki laust í einangrunar stöðinni í Höfnum og urðum við því að senda hann í nýju stöðina í Móseli. Þau þekkja ekki eins vel inná tegundina og vinir okkar í Höfnum og kom hann nokkrum númerum of feitur út eftir of mikinn mat og kyrrsetu og fer því beint í hörku púl og megrun fram að sýningu.

Sem betur fer eigum við pantað fyrir Lider litla hjá Önnu okkar í Höfnum í mars og býðum við sko spenntar eftir því að fá hann heim líka.

Það var aðeins farið að dimma á okkur á heimleiðinni, en við smelltum nokkrum myndum af þeim Whims og Myllu í viðringi.
0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað