Fallegi prinsinn okkar hann Leó, gerði sér lítið fyrir og varð besti hundur tegundar á síðustu sýningu HRFÍ. Þá fékk hann einnig sitt 4. alþjóðlega meistarastig en hann þarf bara 2 þar sem að hann hefur lokið vinnuprófum, en ekki var nógu langt á milli hinna.
Leó okkar fékk sýkingu á tá snemma á árinu og hefur ekki verið í fullu standi fyrripart árs, en hann mætti hálf slappur á fyrstu sýningu ársins og ákváðum við svo að mæta ekki með hann á deildarsýningu schäferdeildarinnar. En hann mætti á sumarsýninguna og er allur að komast í stand, þar var hann 3. besti rakki tegundar fyrri daginn og besti rakki tegundar og svo besti hundur tegundar seinni daginn. Gætum við ekki verið stoltari af þessum drauma hundi okkar. Ef allt gengur eftir uppskiftinni eigum við von á hvolpum undan honum í september og geta áhugasamir haft samband á [email protected] eða í s. 6900907
0 Comments
Gjósku V- gotið fór framúr öllum okkar væntingum og hlökkum við mikið til þess að fylgjast með þessum fallegu hvolpum. Var þetta fyrsta gotið hans BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia á Íslandi, en fyrir á hann mjög falleg afkvæmi í Póllandi.
Fleiri got undan Jago eru væntanleg á þessu og næstu árum og ef þau verða öll eins góð og hans fyrsta þá erum við ekki svikin. Á myndunum er hin glæsilega síðhærða Gjósku Valkyrja. þá er hinni árlegu Reykjavík Winner og Alþjóðlegu sýningu HRFÍ lokið og gekk Gjósku liðinu vel að vanda. Eignuðumst við tvo nýja meistara um helgina, Gjósku Tindur varð Íslenskur meistari ISCh á laugardeginum og Juwika Fitness Aljóðlegur meistari á sunnudeginum. Erum við að springa úr stolti yfir öllum okkar flottu hundum, sýnendum og eigendum þeirra.
Fallega RW-14 Gjósku Mylla okkar átti besta afkvæmahóp tegundar báða dagana og var í sæti um bestu afkvæmahópa sýningar einnig báða dagana úr gríðarlega stórum hópi hunda. Einnig áttum við besta ræktunarhóp tegundar í snögghærðum schafer á sunnudeginum og fallegi prinsinn okkar hann Juwika Fitness var Besti hundur tegundar. En helstu úrslit voru þessi: Reykjavík winner 24.06.17 Gjósku Uggi - exc, 1.sæti opinn fl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig C.I.B ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - vg, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Máni - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni Gjósku Úrsúla - vg, 2. sæti unghundafl. Gjósku Rispa - exc Xkippi von Arlett - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar, 3. besti afkvæmahópur sýningar Gjósku ræktun - 3. sæti, heiðursverðlaun ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 1. sæti unghundafl. Gjósku Óli Hólm - exc, 1. sæti opinn fl. NLM Gjósku Ráðhildur - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar Gjósku ræktun - 2. sæti, heiðursverðlaun CACIB sýning 25.06.17 Gjósku Uggi - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti vinnuhundfl. meistaraefni ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti takki tegundar C.I.B ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku Úrsúla - exc, 3. sæti unghundafl. Gjósku Rispa - exc. Xkippi von Arlett - exc. RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar, Besti afkvæmahópur tegundar, 4. besti afkvæmahópur sýningar Gjósku ræktun - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Óli Hólm - exc, 1. sæti opinn fl. NLM Gjósku Ráðhildur - exc, 2. sæti opinn fl. |
Gjósku Ræktun
|