0 Comments
Enn einni frábærri sýningu lokið og stóðu Gjósku hundarnir sig vel að vanda. Sýningin var tvöföld og utandyra að þessu sinni, allt svæðið var til fyrirmyndar og var sýningin hin glæsilegasta.
Á föstudags kvöldinu var haldin hvolpasýning og enn og aftur varð Gjósku Tófa Tignarlega BESTI HVOLPUR TEGUNDAR og er hún enn ósigruð og mikil samkeppni hefur verið á árinu í hvolpaflokki. Hún var svo valin ein af 4 sem kepptu um besta hvolp sýningar á laugardeginum. Tófan okkar sannaði sig að sjálfsögðu áfram og varð BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Á laugardeginum var haldin Reykjavík Winner sýning þar sem bestu hundar tegundar fengu titilinn RW-15 og var því hart barist og mikil skráning. Við vorum einstaklega lukkuleg með daginn og heim komu 3 af 4 Reykjavík Winner titlum. RW-15 SG1 Juwika Fitness, Leó okkar varð besti rakki tegundar og fékk sitt fyrsta Íslenska Meistarastig. Gaman að honum gangi vel þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir einangrun og vera algerlega hárlaus :D Áfram gekk velgengnin og Easy gamla kom sá og sigraði tíkurnar og varð besta tík tegundar, besti öldungur tegundar og vann svo Leó litla og varð þannig Besti hundur tegundar. Þar með nældi hún sér í RW-15 titilinn á gamals aldri. Dómarinn hafði þó orð á því að Leó myndi vinna hana í framtíðinni en sagði að hann þyrfti svona eitt ár í viðbót í þroska, en rakkar eru alltaf lengur að þroskast en tíkur. RW-15 C.I.B ISCh Easy von Santamar endaði svo sem 2. Besto öldungur sýningar! Litli Myllu sonurinn okkar hann Rökkvi Þór gerði sér svo lítið fyrir og varð Besti rakki tegundar í síðhærðum schäfer og fékk sitt 4 Íslenska Meistarastig. Er hann því núna orðinn Íslenskur sýningar meistari, Reykjavík Winner og Norðurljósa Winner og rétt ný orðinn 2 ára, ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór. Á Sunnudeginum var haldin Alþjóðleg sýning og ákváðum við að skrá Easy ekki á þessa sýningu, hún er orðin rúmlega 10 ára gömul og finnst okkur 1 dagur nóg. Dómarinn sem dæmdi okkur fyrri daginn varð alveg fox illur útí okkur og sagði að hún hefði getað unnið ennþá meira seinni daginn haha. En Easy okkar hefur nú þegar sannað sig og náð öllum þeim titlum sem í boði eru og því enginn þörf á því að láta gömluna okkar vera að þvælast dag eftir dag á sýningar. Leó okkar stóð sig aftur vel og endaði sem 3. besti rakki tegundar á eftir fullorðnum meisturum og fékk sitt 2. Íslenska Meistarastig. Gætum við ekki verið stoltari af litla stráknum okkar. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór endaði aftur sem besti rakki tegundar en þar sem að hann er orðinn meistari gekk Íslenska Meistarastigið niður til bróður hans Gjósku Rosa-Loka og var það hans 2. meistarastig, nú vantar honum einungis 1. stig til viðbótar til þess að verða meistari. En helstu úrslit helgarinnar voru þessi: Laugardagur: Snöggir RW-15 Juwika Fitness, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 1. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Olli, very good, 3. sæti meistarafl. Gjósku Komma, very good o.fl. Gjósku Ronja, very good o.fl. Gjósku Rispa, excellent, 4. sæti o.fl. RW-15 C.I.B ISCh Easy von Santamar, excellent, 1. sæti öldungafl, meistaraefni, Besta tík tegundar, Besti Öldungur tegundar, Besti hundur tegundar, 2. Besti öldungur sýningar Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 2. sæti, Heiðursverðlaun Síðhærðir ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Rosi-Loki, very good, 3. sæti o.fl. Gjósku Óli Hólm, excellent, 2. sæti o.fl., meistaraefni, 2. besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Osiris, very good, 1. sæti meistarafl. Gjósku Ruslana-Myrra, excellent, 1. sæti o.fl. NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 2. sæti o.fl. Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 1. sæti, Heiðursverðlaun Sunnudagur: Snöggir Gjósku Stakkur-Goði, excellent, 1. sæti ungundafl. meistaraefni, 4. Besti rakki tegundar RW-15 Juwika Fitness, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson, excellent, 2. sæti meistarafl, 2.Besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Olli, very good, 3. sæti meistarafl. Gjósku Ronja, very good o.fl. Gjósku Rispa, very good o.fl. Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 2. sæti, Heiðursverðlaun Síðhærðir ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi Þór, excellent, 1. sæti o.fl., meistaraefni, Besti rakki tegundar, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Rosi-Loki, excellent, 2. sæti o.fl., meistaraefni, 3. Besti rakki tegundar, Íslenskt Meistarastig Gjósku Óli Hólm, excellent, 3. sæti o.fl., meistaraefni, 4. besti rakki tegundar ISShCh Gjósku Osiris, excellent, 2. sæti meistarafl, meistaraefni Gjósku Ruslana-Myrra, very good, 2. sæti o.fl. NLW-15 Gjósku Ráðhildur, excellent, 1. sæti o.fl. Gjósku Ræktunarhópur, excellent, 1. sæti, Heiðursverðlaun Fórum við með flottu hundana okkar í viðring í heiðinni. RW-14 Gjósku Mylla er orðin kasólétt en gefur hinum ekkert eftir í krafti og leikgleði. Undirbúningur fyrir sýningu er kominn á fullt og eru þessir viðringar alveg jafn mikilvægir og sýningarþjálfanir.
HOLLAND SIEGERSCHAU BEST TSB! VA1 LEO VON DER ZENTEICHE Búinn að jafna sig eftir slys sem varð við bitvinnu á Siegerschau 2014. Ef allt gengur að óskum er hann einn af þeim sigurstranglegri á Siegerschau 2015 Alvöru hundur sem á alvöru afkvæmi.... Því það kemst enginn hundur þetta langt nema með góðan hóp afkvæma með sér !!! Væntanlegt got hjá Gjóskuræktun Í byrjun ágúst 2015 SG1 Juwika Fitness x RW-14 Gjósku Mylla Leggjum við metnað okkar í að nota einungis heilbrigða og gullfallega hunda í ræktun sem bæði hafa gott geðslag, rétta vinnueiginleika, framúrskarandi útlit og topp ættir sem hafa sannað sig. Með þetta að leiðarljósi höfum við náð gríðarlegum árangri í okkar ræktun og berum við miklar væntingar til þessarar pörunnar. Mylla okkar er ekki bara frábær heimilishundur og gullfalleg, heldur hefur hún einnig lokið skapgerðarmati og smalaeðlisprófi. Skapgerðarmat er próf þar sem kannað er geðslag hundana og kemst það ásam þeim vinnuprófum sem í boði eru hér á landi næst þeim prófum sem schaferinn þarf að klára í þýskalandi. Við fundum það strax þegar Mylla var hvolpur hversu sterkt smalaeðlið í henni var og fórum við þess vegna með hana í smalaeðlispróf sem hún lauk með stakri príði. En það var schaferinn upprunalega ætlaður til, að vera fjárhundur. Stefnt er á að fara með Myllu í frekari vinnu í haust, bæði hlýðni og spor. Foreldra Myllu þarf vart að kynna, en það eru þau CIB ISCh Easy von Santamar og RW-14 RW-13 CIB ISCh Welincha’s Yasko. Hafa þau bæði lokið öllum þeim prófum sem hægt er að þreyta hér, skapgerðarmat, hlýðni og spor ásamt því að vera íslenskir og alþjóðlegir meistarar og hafa þau bæði margsinnis unnið tegundina og bæði raðað sér í sæti í BESTI HUNDUR SÝNINGAR. Yasko og Easy eru með einar eftirsóknarverðustu ættir sem völ er á á landinu og hafa fjölda margir í ættbókunum þeirra raðað sér í efstu sæti á Sieger Show. Sieger Show er nokkursskonar “heimsmeistaramót” schaferhunda og er haldið ár hvert í Þýskalandi. Þá eru fengnir virtustu dómarar Þýskalands og velja þeir þá hunda sem skara framúr bæði í vinnu og útliti. Bæði hafa Yasko og Easy gefið af sér fallega, heilbrigða og geðgóða hvolpa. Afkvæmi Myllu hafa þrátt fyrir ungann aldur sannað sig bæði hvað heilbrigði, vinnu og sýningar varðar. Undan Gjósku Kappa átti hún 10 fallega og heilbrigða hvolpa. Þau hafa samtals fengið 8 íslensk meistarastig fyrir 2 ára aldur. Einnig hefur 1 tík lokið hlýðni brons og fleiri eru í þjálfun fyrir það próf. 2 afkvæmi undan henni hafa hlotið titilinn NLW-15 eða norðurljósa winner og 1 rakki undan henni hefur hafið þjálfun fyrir veiði. Þau afkvæmi sem hafa verið mynduð eru öll heilbrigð í mjöðmum og olnbogum. Seinna gotið hennar mætti á sína fyrstu sýningu í maí og fengu þau öll heiðursverðlaun. Tíkin okkar hún Gjósku Tófa Tignarlega hefur nú aðeins 6 mánaða orðið í 1. 2. og 3. Sæti í BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Bróðir hennar hann Gjósku Taktur Seifur hefur einnig orðið 4. Besti hvolpur sýningar. RW-14 Gjósku Mylla í smalaeðlisprófi RW-13 CIB ISCh NUCh Kolgrímu Dee Hólm BESTI HUNDUR SÝNINGAR NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór BOB og NLW-15 Gjósku Ráðhildur BOS. Bæði hafa þau hlotið 3 meistarastig Juwika Fitness eða Leo okkar hefur sko ekki svikið okkur. Hann er gríðarlega fallegur og þrátt fyrir erfiðleika þess að skipta um umhverfi, eigendur og loftslag hefur hann brætt öll hjörtu sem hafa kynnst honum. Hann er byrjaður í sporaþjálfun og sýnir virkilega flotta takta, stefnt er á próf í spori í haust og í framhaldinu verður hann þjálfaður í hlýðni. Sárasjaldan er boðið uppá skapgerðarmat á Íslandi en hann bíður spenntur eftir því að komast í það. Leggjum við mikið uppúr því að ræktunardýrin okkar ljúki þessu mati þar sem að það er það eina sem við getum klárað sem leggur mat á skapgerð hundsins. En Leó okkar er ekki einungis sætur hjartaknúsari, betri ættir á hundi er ekki völ á á landinu og hafa foreldrar hans, ættfeður og systkini sannað sig útum allan heim. Leo von der Zenteiche pabbi hans er einn eftirsóttasti ræktunarhundur í Þýskalandi í dag og eru afkvæmin hans að koma verulega vel út bæði hvað varða heilbrigði og afburða útlit. Ræktandinn hans Leó okkar hun Karina Pedersen Juwika kennel, hefur fengið óteljandi boð í mömmu hans, hana Ungana von der Rieser Perle sem hefur sannað sig aftur og aftur sem top ræktunartík. Þrátt fyrir ungan aldur á afkvæmum hennar eru þau strax bæði farin að sanna sig í ræktun og á sieger show. Leo von der Zenteiche eftir sigur í unghundaflokki á Siegershow 2012 SG5 Juwika Destroyer endaði í 5 sæti í unghundaflokki á síðasta Sieger show. Fallegur og mjög eftirsóttur rakki
|
Gjósku Ræktun
|