Ungliðameistarinn hún Gjósku Vænting kláraði hlýðni brons fyrir mánuði síðan og núna síðastliðinn sunnudag skellti Tinna eigandinn hennar sér með hana í Hlýðni 1 og auðvitað rúlluðu þær því upp með fyrstu einkun og Silfurmerki HRFÍ einungis 18 mánaða gömul.
Erum við gríðarlega stoltar af þessari flottu skvísu og henni Tinnu okkar sem vinnur svo frábærlega vel með hana. En á þessu ári hefur Kæja ásamt Tinnu sinni, tvisvar sinnum orðið besti ungliði tegundar, klárað ungliðameistaratitilinn, klárað hlýðni brons og núna silfurmerki í hlýðni 1 og þar með skrefinu nær OB-1 titilinum sínum.
0 Comments
Þá er glæsilegri tvöfaldri deildarsýningu schäferdeildarinnar lokið og gekk Gjósku ræktun vel að vanda. Vorum við með færri hunda skráða en venjulega á deildarsýningar, en þrátt fyrir það lét árangurinn ekki á sér standa.
Fyrri daginn, laugardaginn 13. október kom dómari frá Hollandi hann Gerard Bakker. Hann hefur ræktað schäfer í áratugi undir ræktunarnafninu vom Haus Lacherom með góðum árangri. Valdi hann sem bestu snögghærðu tík sýningar drottninguna hana Gjósku Rispu og gaf henni hennar fyrsta Íslenska meistarastig. Hafði hann sérstakt orð á gæðum hennar og að ef að hún hefði verið í fullum feldi hefði hún unnið besti hundur tegundar. Hann gaf einnig yngri bróður hennar honum Gjósku Ugga sitt fyrsta Íslenska meistarastig, verðlaunaði Gjósku ræktun sem besta ræktunarhóp bæði í snögghærðum og síðhærðum og valdi Gjósku www.Pílu.is sem besta ungliða tegundar. Við mættum einnig með í fyrsta sinn á Íslandi afkvæmahóp í síðhærðum schäfer og gaf hann ISShCh Gjósku Ruslönu-Myrru og afkvæmum hennar heiðursverðlaun og besta afkvæmahóp tegundar. Á sunnudeginum 14. október mætti svo hinn virti dómari Joachim Stiegler, en dæmir hann á Siegershow nánast ár hvert og nýtur mikillar virðingar og vinsælda sem dómari. Stiegler hefur einnig ræktað tegundina í áraraðir undir ræktunarnafninu vom Stieglerhof. Valdi hann sem besta hund tegundar og besta snögghærða hund sýningar prinsinn okkar hann CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness. Sem bestu snögghærðu tík sýningar valdi hann svo dóttur hans, hina stór glæsilegu ISShCh RW-18 Gjósku Unu Bunu. Aftur áttum við besta snögghærða ræktunarhóp tegundar en Stiegler valdi einnig Juwika Fitness með afkvæmum sem besta afkvæmahóp tegundar og seinna um daginn sem BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR. Hlökkum við strax til næstu deildarsýningar, en þær eru í algeru uppáhaldi hjá okkur. Helstu úrslit sýninganna koma hér að neðan og myndirnar eru teknar af Ágústi Ágústssyni. 13.10.18 - Gerard Bakker Forynju Arlett - vg, 1. sæti unghundafl. Gjósku Óli Hól - exc, 3. sæti opinn fl. Gjósku Whoopy - vg, 2. sæti ungliðafl. Gjósku www.Píla.is - exc, 1. sæti ungliðafl. meistaraefni, Ungliðameistarastig, 5. besta tík tegundar, Besti ungliði tegundar ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - exc, 2. sæti meistarafl. Besti afkvæmahópur tegundar Gjósku ræktun - 1. sæti heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR ISJCh Ivan von Arlett - vg, 1. sæti ungliðafl. Forynju Aston - vg, 2. sæti unghundafl. Gjósku Uggi - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar ISCh Gjósku Tindur - exc, 5. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Máni - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar CIB AD BH IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - exc, 4. sæti meistarafl. Gjósku Vissa - vg, 1. sæti unghundafl. Gjósku Rispa - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, BESTA TÍK TEGUNDAR, Íslenskt meistarastig, BESTI HUNDUR TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI Xkippi von Arlett - exc, opinn fl. Forynju Aska - exc, 1. sæti vinnuhundafl. ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besta tík tegundar Gjósku ræktun - 1. sæti, heiðursverðlaun, BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR, BESTI RÆKTUNARHÓPUR SÝNINGAR 14.10.18 - Joachim Stiegler ISJCh Ivan von Arlett - exc, 1. sæti ungliðfl. meistaraefni, 5. besti rakki tegundar, BESTI UNGLIÐI TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI Forynju Aston - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni Gjósku Uggi - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, BESTI RAKKI TEGUNDAR, BESTI HUNDUR TEGUNDAR, BESTI AFKVÆMAHÓPUR TEGUNDAR, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR ISCh Gjósku Tindur - exc, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Máni - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar CIB AD BH IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - vg, 5. sæti meistarafl. Gjósku Vissa - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 5. besta tík tegundar Gjósku Rispa - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar Xkippi von Arlett - vg, opinn fl. Forynju Aska - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni ISShCh RW-18 Gjósku Una Buna - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, BESTA TÍK TEGUNDAR, BESTI HUNDUR TEGUNDAR AF GAGNSTÆÐU KYNI Forynju Arlett - vg, 1. sæti unghundafl. Gjósku Óli Hólm - exc, 3. sæti opinn fl. Gjósku Whoopy - vg, 2. sæti ungliðafl. Gjósku www.Píla.is - exc, 1. sæti ungliðafl. ISJCh Gjósku Vænting - exc, 1. sæti unghundafl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - exc, 2. sæti meistarafl. Besti afkvæmahópur tegundar Gjósku ræktun - 2. sæti heiðursverðlaun Takk team Gjósku og Forynju fyrir æðislega helgi !! Það skiptist fljótt veður í lofti og reyndum við að nýta þá sólarglætu sem kom inn á milli í dag til þess að smella af nokkrum myndum. Fórum við með Gjósku og Forynju gengið uppí rauðhóla, en náðum bara myndum af feðginunum Ösku og Leó og svo örfáum myndum af litla gaurnum honum Ivan áður en haglélið rak okkur heim.
|
Gjósku Ræktun
|