Lider litli aðlagast vel og smell passar inní hópinn. Við fórum í smá viðring í gær á sumardaginn fyrsta til þess að fagna sumrinu. Við förum nú bara rólega af stað, en það vantar alls ekki kraftinn og stuðið í gaurinn.
0 Comments
Við tókum enn einn góðan þjálfunar dag, en páskadagur var nýttur í sýningar- hlýðni- og sporaþjálfun. ISJCH Ivan von Arlett, ISJCH Gjósku Vænting, ISJCH Gjósku www.Píla. is og OB-I Forynju Aska tóku spor í heiðinni og náðum við myndum af öllum nema Ivani litla. Svo tókum við sýningarþjálfun á Ivan og Pílu og æfðum þau fyrir hlýðni brons. Páskarnir hjá okkur vinkonunum eru sannkallaðir hundapáskar.
Föstudagurinn langi var vel nýttur hjá okkur hjá Gjósku og Forynju ræktun, en dagurinn fór í heljarinnar spora- og sýningarþjálfun ásamt löngum viðringi í heiðinni. Viljum við óska öllum hundaeigendum og öðrum vinum gleðilegra páska og hlökkum við til sumarsins með ykkur.
Vinur okkar hann ISJCh Ivan von Arlett varð 18 mánaða núna fyrr í mánuðinum og fengum við hann lánaðan frá Hildi í fjöruferð í tilefni þess. Hann naut sín í botn með prinsessu hópnum okkar og smelltum við nokkrum myndum af þeim.
|
Gjósku Ræktun
|