Litlu tvíburarnir Ð (eð) og Ða (eða) þroskast virkilega fallega. Þau eru vær, geðgóð og virkilega lofandi. Bindum við miklar vonir í þessi gullfallegu systkini undan meistaranum okkar honum C.I.B ISCH RW-16 RW-15 SG1 BISS Juwika Fitness og yndislegu drottningunni henni Gjósku Nikitu.
0 Comments
Gleðilegt sumar kæru vinir nær og fjær. Hlökkum við hjá Gjósku ræktun til æðislegra mánaða með ykkur, fullum af skemmtilegum viðburðum.
Glæsilegir tvíburar, rakki og tík komu í heiminn í gær 11. apríl og eru bæði móðir og hvolpar hress. Ákváðum við þar sem að þau voru bara tvö að nota stafinn Ð í gotið.
Heita þessi glæsilegu systkini Gjósku Ð og Gjósku Ða, hlökkum við mikið til þess að fylgjast með þeim stækka og þroskast. Páskahretið í ár fór töluvert betur í ferfættu meðlimi Gjósku hópsins heldur en þá tvífættu. Smelltum við nokkrum myndum af fallegu hundunum okkar í viðringi. Dino gamli kann ótrúlega vel við sig á Íslandi og smell passar inní hópinn, hann er hægt og rólega að byggjast upp, safna á sig vöðvum og fitu.
|
Gjósku Ræktun
|