Fyrsta sýning ársins var haldin helgina 28.febrúar-1.mars og mætti Gjóskuræktun aðsjálfsögðu einbeitt til leiks.
Að þessu sinni fengum við einstaklega strangann dómara sem gaf fáum hundum framhald. En uppúr stóð fallegi loðni prinsinn okkar hann ISShCh RW-13 Gjósku Osiris en var hann valinn Besti hundur tegundar og var hann eini loðni hundurinn til að fá meistaraefni. Einnig áttum við besta ræktunarhóp tegundar í long coat með heiðursverðlaun og frábæra umsögn. En helstu úrslit fóru svona: Síðhærðir Gjósku Rökkvi Þór - excellent, 1. sæti unghundafl. Gjósku Rosi-Loki - very good, 2. sæti opinn fl. ISShCh RW-13 Gjósku Osiris - excellent, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar Gjósku Ruslana-Myrra - excellent, 1. sæti opinn fl. Ræktunarhópur - Heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar snögghærðir Gjósku Stakkur-Goði - very good, 2. sæti ungliðafl. Gjósku Rósant - very good, 1. sæti unghundafl. ISShCh Gjósku Olli - excellent, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - excellent, 3. sæti meistarafl. Gjósku Sahara - very good, 4. sæti ungliðafl. Gjósku Ronja - very good, 4. sæti unghundafl. Gjósku Komma - Excellent, 4. sæti opinn fl. Gjósku Ophira - very good RW-14 Gjósku Mylla HIT - very good C.I.B ISCH Easy von Santamar - Excellent, 1. sæti öldungafl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar, Besti öldungur tegundar
1 Comment
|
Gjósku Ræktun
|