Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Gjósku Xtra og Gjósku X-Factor

7/18/2020

0 Comments

 
Það styttist í að fallegu Q og X gotin okkar verða árs gömul og má með sanni segja að þau fóru fram úr okkar björtustu vonum hvað frábært geðslag, yndislegt útlit og framúrskarandi vinnueðli varðar. Við héldum systkynunum Xtru og X-Factor eftir og voru þau aðeins að viðra okkur og myndavélina í rokinu í dag.
0 Comments

Y-gotið vex og dafnar

7/16/2020

0 Comments

 
Fallegu hvolparnir hennar Pílu mættu í heiminn 9. júlí sl. og heilsast móður og hvolpum öllum mjög vel. 5 gull fallegir hvolpar, 4 rakkar og 1 tík eru að vinna í því að bræða ræktendur sína þessa dagana og bíða nýjir eigendur í eftirvæntingu eftir því að fá nýjan fjölskyldumeðlim inná heimilið. Hvolparnir hafa hlotið nöfnin:

Gjósku Ydda
Gjósku Ylur
Gjósku Yin
Gjósku Yang
​Gjósku Yogi Bear
0 Comments

Gjósku Y-got væntanlegt í vikunni

7/6/2020

0 Comments

 
Þá er meistarinn okkar hún ISShCh ISJCh Gjósku www. Píla. is alveg komin að goti og eru hvolpar væntanlegir seinna í þessari viku. Pabbi gotsins er ræktunarkóngurinn okkar hann RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee, en er þetta blanda af hundum sem nú þegar hefur sannað sig í einu allra glæsilegasta Gjósku goti sem fæðst hefur frá upphafi, X-gotið.

Píla okkar hefur allt frá upphafi heillað alla sem henni kinnast, hún er ofboðslega blíð og góð og einstaklega falleg tík. Píla er bæði íslenskur sýningarmeistari og íslenskur ungliðameistari og er ein af okkar allra bestu tíkum. Einnig er hún mjög efnileg í vinnu, en stefnt er á að taka vinnupróf á hana á þessu eða næsta ári. Píla á einnig systur sem hafa staðið sig frábærlega bæði á sýningum og í vinnu, en bæði Píla og Valkyrja systir hennar eru einu síðhærðu tíkur landsins sem klárað hafa íslenskan meistaratitil í fyrstu tilraun og Vænting systir þeirra er eini síðhærði hundurinn frá upphafi sem hlýtur titilinn ISCh, klárar sporapróf og verður hlýðni meistari. Ásamt þessu öllu er auðvitað glæsileg ættbók á henni Pílu okkar, en aldrei gefum við afslátt þegar kemur að þeim málum í okkar ræktun.

Lider okkar þarf vart að kynna, hann var búinn að sanna sig erlendis áður en við festum kaup á honum til landsins, en hann er EINI rakki á landinu sem náð hefur í fyrsta hring á sieger show í þýskalandi. Einnig er hann eini hundurinn sem hefur sigrað sieger show sýningu, og það í 2 löndum!! Lider mætti aðeins á 4 sýningar í fyrra af 7, en endaði árið sem annar stigahæsti rakki ársins ásamt því að heilla alla uppúr skónum með sínu einstaka geðslagi og gæðum sem sjaldan sjást hér á landi. Lider hefur átt 4 got fyrir hér á landi, en leggjum við HARÐA áherslu á það að hann verði ekki of notaður, og er ekki lánaður út fyrir Gjósku og Forynju ræktun. Alltof oft eru hundar lánaðir og eiga á jafnvel stuttum tíma orðið fjöldan allan af afkvæmum, sem er slæmt fyrir eins lítinn stofn og er hér á landi. Við getum hinsvegar verið ofboðslega ánægðar með afkvæmi hans, en eru þau strax fyrir 1. árs búin að stór sanna sig bæði í vinnu og á sýningum. Öll afkvæmi hans sigruðu sína flokka á síðustu sýningu og hlutu öll einkunina sérlega lofandi hjá mjög ströngum dómara. Hann átti bestu hvolpa og bestu hvolpa af gagnstæðu kyni í báðum feldafbrigðum og varð dóttir hans Gjósku Xtra, 2. Besti hvolpur sýningar. Í vinnu hafa bæði Forynju Bara Vesen og Forynju Bestla lokið brons prófi og er Vesen stigahæsti schäfer í bronsi frá upphafi. Bestla hefur einnig lokið spora prófi og er sem stendur stigahæsti schäfer ársins í spor 1. 

Getum við með sanni sagt að hérna er á döfinni eitt af okkar mest spennandi gotum. Að sjálfsögðu eru Píla og Lider bæði frí af mjaðma og olnbogaosi, eða með A/A bæði og laus við öll heilsufarsvandamál og geðslagsbresti. Píla okkar er gjörsamlega að springa og bíðum við í eftirvæntingu eftir hvolpahrúgunni.
Picture
0 Comments
    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað