Fallegu Pílu og Ivans börnin okkar gleðja augað svo sannarlega. Þau eru virkilega ánægð með góða veðrið sem er komið. Þau njóta sín í botn á pallinum í sólinni og er virkilega gaman að fylgjast með þeim stækka
0 Comments
Við skiptum öllum okkar hundum yfir á nýtt fóður fyrr á árinu og er komin ágætis reynsla á það hjá okkur. Við ákváðum eftir góða reynslu hjá Gjósku Queen Bee, sem og eftir erfiðleika í fóðrun á einum af innfluttu hundunum okkar að prufa Hollenska gæða fóðrið Wooof.
Wooof býður upp á hundafóður sem framleitt er úr náttúrulegum afurðum í hæsta gæðaflokki. Í Wooof fóðrinu mætast náttúran og næringarfræði. Fóðrið samanstendur af gaumgæfilega völdum hráefnum sem stuðla að heilbrigðum þroska og heilsu hundsins. Fóður sem framleitt er í pressuðum bitum þarfnast minni orkunotkunar og eru skaðleg áhrif framleiðslunnar á umhverfið því minni. Þar að auki gerir þessi framleiðsluaðferð það að verkum að hráefnin sem notuð eru halda næringargildi sínu þar sem bitunum er haldið undir 100°C í gegnum allt framleiðsluferlið. Með þessum hætti er tryggt að öll vítamín, steinefni og önnur efni haldist í fóðrinu. Pressaðir bitar eru auðmeltanlegir þar sem þeir leysast upp í maganum á mun skemmri tíma en fóður sem framleitt er á hefðbundinn hátt. Gefum við wooof fóðrinu okkar bestu meðmæli, en verðið á fóðrinu er frábært þrátt fyrir að ekkert sé gefið eftir í gæðum. Viljum við hvetja okkar fólk að prófa þetta frábæra fóður, en það má nálgast á heimasíðu wooof hér: https://wooof.is/ Fallegu Þ hvolparnir urðu 2 vikna á föstudaginn og eru öll búin að opna augun og farin að brölta um kassann. Þau eru bæði síð- og snögghærð og bræða okkur á hverjum degi.
Litlu Páskaungarnir okkar 6 mættu í heiminn 26. mars, 4 tíkur og 2 rakkar og heilsast þeim og Pílu vel. Í þetta sinn ber gotið stafinn Þ og hafa hvolparnir fengið nöfnin sín. Hlökkum við til að fylgjast með þessum frábæru loðrössum stækka og dafna.
Velkomin í Gjósku hópinn Gjósku Þyrnirós Gjósku Þumalína Gjósku Þóra Gjósku Þula Gjósku Þór Þrumuguð Gjósku Þrumufleygur |
Gjósku Ræktun
|