Hundum og mönnum á Gjósku finnst frábært að viðra sig fyrripartinn í heiðinni. Sumir eru hárlausari en aðrir, en allir í flottu formi fyrir marssýningu HRFÍ sem verður helgina 3.-5. mars nk.
0 Comments
Nokkrar myndir af Gjósku Vissu frá síðustu sýningu. Hún var BOB hvolpur og sýndi sig eins og draumur í úrslitunum hjá Hildi vinkonu okkar þar sem að við vorum með hendurnar fullar með aðra hunda. Vissa er að fara ásamt hinum V systrum sínum í fyrsta sinn í ungliðaflokk núna á marssýningunni og hlökkum við mikið til að sjá hvað þær gera í framtíðinni.
Þær þroskast fallega W stelpurnar okkar www.Píla.is og Whoopy, en Waffle systir þeirra þroskaðist því miður ekki með þeim og dó hún aðeins 11 daga gömul eftir hetjulega baráttu. En Píla og Whoopy eru búnar að opna augun og eru öflugar og efnilegar tíkur. Verða þær 3 vikna á sunnudaginn og hlökkum við til að fylgjast með þeim þroskast áfram.
Áfram halda göngurnar hjá okkur Gjósku og Forynjuræktun og fórum við í frábæra þrettánda göngu í gær, laugardag. 15 schäferhundar og enn fleira fólk mætti og var virkilega góð stemning í hópnum. Hlökkum við mikið til þeirrar næstu og verður hún fljótlega í næsta mánuði.
Í leiðinni viljum við óska öllum vinum og velunnurum gleðilegs nýs árs og farsældar árið 2018 |
Gjósku Ræktun
|