Litlu rjómabollurnar hennar Sólar okkar komu í heiminn 20. ágúst sl. og heilsast hvolpum og móður vel. 4 rakkar og 1 tík komu í þessu fallega goti undan ISJCh Snætinda Íslandssól á Gjósku og Oddhóls Loka, en eru þau bæði ofboðslega geðgóð og falleg. Mikil gleði ríkir á heimilinu, en höfum við ekki verið með Íslenskt got síðan árið 2003 og er það allt annar fýlingur en með schäferana. Við hlökkum mikið til þess að fylgjast með þessum molum stækka og dafna í framtíðinni.
Velkomin i heiminn Gjósku Ís-Brjótur Gjósku Ís-Bolti Gjósku Ís-Búi Gjósku Ís-Bylur Gjósku Ís-Brá
7 Comments
8/31/2020 01:25:20 pm
Sæl Arna og til hamingju. Er tíkin komin með heimili!?
Reply
8/31/2020 02:16:20 pm
sæl Guðbjörg :) ég er búin að senda þér skilaboð, tíkin er enn ólofuð.
Reply
Kornelia
8/31/2020 03:34:28 pm
Sæll,
Maja Siska
9/1/2020 06:18:53 am
Hæhæ, við erum að spáí tík... Mbk. Maja
Reply
Júlíus H. Haraldsson
9/15/2020 12:06:52 pm
Hæhæ. Eigið þið enn rakka til sölu? Við erum rúmlega sextug og mjög vön hundum. Pomminn okkar dó í vor og okkur langar svo í annan gullmola sem fyrst á mjög gott heimili.
Reply
Ástrós Saga Erludóttir
9/21/2020 03:02:52 am
Hæhæ, eru allir lofaðir hjá þér?
Reply
ElsaEdda
9/19/2020 04:11:14 am
hæhæ er búið að lofa einhverjum tíkina, værir þú til í að svara mér í emaili
Reply
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|