Um miðjan desember eru væntanlegir litlir Y hvolpar undan meistaranum CIB ISCh ISvetCh RW-14 Gjósku Myllu og ofur hundinum honum RW-19 SG1 SG61 Lider von Panoniansee. Lider hefur gert það gott síðan að hann mætti til landsins bæði á sýningum og í ræktun, en hann á úr 3 gotum 21 hvolp. Lider er frír af mjaðma og olnbogalosi A/A, virkilega geðgóður og gullfallegur rakki sem á framtíðina fyrir sér svo sannarlega. Myllu okkar þarf vart að kynna, hún er allra sigursælasta ræktunartík landsins, en hún hefur margsinnis unnið Besta afkvæmahóp sýningar, undan henni hafa komið fjölda margir meistarar og einnig á hún nú þegar 3 barnabörn sem eru búin að klára meistaratitla. Mylla er einnig mjög heilbrigð og gefur það gríðarlega sterkt af sér, ásamt því er Mylla vinnusöm, hún hefur lokið sporaprófi, hefur lokið bæði hlýðni brons og hlýðni 1 á vegum vinnuhundadeildar hrfí sem og klárað smalaeðlispróf.
Hér leiðum við saman glæsilegar línur af fallegum helbrigðum hundum sem hafa sannað sig alstaðar í heiminum. Metnaðurinn í áralangri ræktun og gæða innflutningi skilar sér í frábærum hundum sem skara framúr hvar sem þeir koma.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|