Myllan okkar er af öllum öðrum ólöstuðum sú allra besta ræktunartík landsins og þótt víða væri leitað. Mylla er sjálf eina lifandi tíkin á landinu sem er Alþjóðlegur meistari C.I.B, hún er Íslenskur meistari, Íslenskur öldungameistari og Reykjavíkur Winner. Einnig er hún eina eftirlifandi schäfer tíkin sem hefur lokið hlýðni, spor og smalaeðlisprófum. En fyrir utan það að vera frábær heimilishundur, vinnusöm og sigursæl á hundasýningum þá hefur hún gefið af sér afkomendur í fremstu röð. Mylla hefur mætt með afkvæmahóp á sýningar alls 15 sinnum, af þeim 15 hefur hun sigrað besti afkvæmahópur tegundar 14 sinnum. Hún hefur 7 sinnum átt BESTA AFKVÆMAHÓP SÝNINGAR, 3 sinnum átt 2. Besta afkvæmahóp sýningar, 2 sinnum átt 3. Besta afkvæmahóp sýningar og 1 sinni átt 4. besta afkvæmahóp sýningar. Engin tík, og aðeins einn hundur Welincha's Yasko pabbi Myllu hefur betri árangur. Mylla á úr 3. gotum, 8 meistara og 4 barnabörn hennar eru meistarar, afkvæmi hennar og afkomendur hafa samanlagt fengið 39 íslensk meistarastig, 21 Alþjóðleg meistarastig, 7 Norðurlanda meistarastig, mörg hafa klárað vinnupróf og flest sem mætt hafa á sýningar hafa raðað sér í sæti um stigahæstu tíkur og rakka ársins. Við erum vægast sagt þakklátar fyrir að okkur hafi fæðst þessi gullmoli, sem færir okkur áfram sín frábæru gæði og gleður okkur með því að vera til.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|