Vinnuhundadeild HRFÍ hélt sporapróf miðvikudagskvöldið 25. október sl. CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness okkar var skráður til leiks í spor 2.
Byrjaði Leó á því að rekja spor en 2 hundar komu hlaupandi inní sporið hans eftir að hann hafði byrjað og ákváðum við því að hætta strax að rekja sporið og byðja dómara og prófstjóra um að fá nýtt próf. Þá fór af stað spor 1 og voru 5 hundar sem fóru í það og dagurinn leið og myrkrið nálgaðist hratt. Seinna um kvöldið var svo prófið hans Leó tilbúið og lagði hann af stað í svarta myrkri. En meistarinn okkar lauk blindspori á einungis 15 mínútúm sem er ótrúlegur hraði, en því miður missti Arna einn kubbinn í myrkrinu og tapaði hann því gríðarlega mikilvægum stigum. En hann lauk sporinu með 88 stig og fyrsta sæti. Dóttir hans hin 9. mánaða Forynju Aska lauk spori 1 með 100 stig af 100 mögulegum og var í fyrsta sæti og besti hundur prófsins. Hún er gríðarlega efnileg í vinnu en nú aðeins 9 mánaða hefur hún lokið með 1. einkun bæði hlýðni brons og spori.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|