Þá er síðustu sýningu ársins 2017 lokið, mættum við á þessu ári með færri hunda en við höfum gert síðustu ár. En þrátt fyrir það erum við sátt með árið, með flottu Gjósku hundana og eigendur þeirra. Við eignuðumst nokkra nýja meistara á árinu, bæði ungliða meistara, íslenska og alþjóðlega meistara. Mylla okkar kom sá og sigraði sem ræktunartík og vann margsinnis besti afkvæmahópur sýningar. Leó okkar er líka svo sannarlega að stympla sig inn sem ræktunarhundur, en síðan á nóvember sýningunni árið 2015 hafa einungis tíkur undan eða útfrá honum raðað sér í sæti um bestu hvolpa sýnngar, dætur hans Gjósku Una Buna, Forynju Aska og Kolgrímu Love Is All You Need og svo barna barnið hans hún Gjósku Snjæ-Usla hafa raðað sér í sæti 1-4 í BESTI HVOLPUR SÝNINGAR. Og ekki er hann Leó bara góður til undaneldis, heldur þá er hann annað árið í röð stigahæsti Schäfer ársins, en hann varð aftur Besti hundur tegundar, BOB núna á síðustu sýningu ársins.
Svo var það litla undra barnið okkar hún Snætinda Íslandssól á Gjósku sem aðra sýninguna í röð kom og sigraði stórann hóp af tíkum og endaði sem annar besti hvolpur tegundar á eftir vini okkar honum Laufeyjar Sigurskúf sem Rúna þjálfar og sýnir. En hérna eru helstu úrslit frá sýningunni: Hvolpar síðhærðir Gjósku Snæ-Usla - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar, 4. besti hvolpur sýningar Gjósku Vænting - 4. sæti Gjósku Snjó Blondy - 2. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Valkyrja - 3. sæti Hvolpar snögghærðir Gjósku Viss - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar síðhærðir ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 1. sæti unghundafl. Gjósku Óli Hólm - exc, 1. sæti opinn fl. C.I.E. ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, vara-Alþjóðlegt meistarastig ISShCh Gjósku Rosi-Loki - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni, 3. besti rakki tegundar NLW-15 Gjósku Ráðhildur - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 3. besta tík tegundar ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - vg, 2. sæti meistarafl. snögghærðir Gjósku Stakkur-Goði - vg, 3. sæti opinn fl. ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti vinnuhundafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - exc, 3. sæti meistarafl. meistaraefni CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 1. sæti meistarafl. meistaraefni, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar Gjósku Una Buna - exc, opinn fl. Gjósku Thea - vg, opinn fl. Xkippi von Arlett - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 4. Besta tík tegundar Gjósku Rispa - exc, opinn fl. RW-14 Gjósku Mylla - exc, 2. sæti vinnuhundafl. Myndir fengnar frá HRFÍ og vini okkar Ágústi Ágústssyni
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|