Spennandi tímar eru framundan hjá okkur hjá Gjóskuræktun en 2 got eru væntanleg á næstu vikum. Paraðar voru systurnar Gjósku Rosa Siva og meistarinn ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra við yndislega pólska prinsinn hann CIB* BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia.
Gotið hennar Rósu Sivu eða Tíu eins og hún er kölluð er væntanlegt eftir um 2 vikur og er þetta hennar fyrsta got. Hún hefur mætt á örfáar sýningar en alltaf gengið vel þegar að hún hefur mætt. Hún er með einstaklega fallega byggingu og framúrskarandi hreyfingar, en fyrst og fremst er hún með geðslag uppá 10 og er hvers manns hugljúfi. Myrra og Jago eiga eitt got fyrir og hefur það farið fram úr okkar björtustu vonum. En eru þau gull falleg og frábærlega geðgóð öll. Enda ekki langt að sækja hvorki geðslagið né fegurðina og berum við því ekki minni væntingar til þessa gots en þess síðasta, en það er væntanlegt um jólin. Er því mikil eftirvænting hjá okkur á Gjósku og verðum við með algert hvolpapartý á næstunni.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|