Gjósku ræktun festi nýverið kaup á þessari glæsilegu ungu tík Xkippy von Arlett og er hún væntanleg til landsins frá Þýskalandi.
Arlett er eitt frægasta Schäfer kennel í heiminum og því frábær heiður að kaupa svona fallegt eintak af hundi frá þeim. Leggjum við mikið uppúr því að vera með góð sambönd við fólk erlendis og er það þess vegna sem við erum svo lánsöm að eignast hunda af hæsta gæðaflokki. Xkippy er undan Quentino von Arlett sem er hundur sem við höfum haft augastað á í nokkur ár núna, enda með ættir sem standa okkur nærri. Svo er mamma hennar frábær ræktunartík Margman Xara, sem er undan 2x VA1 Vegas Du Haut Mansard syninum Banderas du Domaine du Parc. Xkippy er mynduð og er heilbrigð með A/A mjaðmir og olnboga. Nýjar blóðlínur og nýjir hundar er það mikilvægasta í ræktun og þurfa ræktendur á Íslandi sérstaklega að leggja metnað sinn í að flytja inn góð ræktunardýr. Höfum við í gegnum árin verið mjög virk í að flytja reglulega inn bæði nýja rakka og tíkur til þess að halda okkar ræktun í stöðugri framför, en ekki festast í sama farinu. Það er ekki nóg að eignast hreinræktaða tík og kaupa sér ræktunarnafn til þess að teljast ræktandi. Í okkar ræktunarsögu, sem er hverngi nærri hætt, hefur farið blóð sviti og tár. Ræktun er ástríða sem maður verður að sinna alla leið! Kynnum við því með stolti nýju tíkina okkar Xkippy von Arlett !
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|