Þá er síðustu sýningu ársins lokið og aftur endan Gjósku ræktun á toppnum!
3. árið í röð stöndum við uppi sem stigahæsta Schäferræktun landsins og verður það að teljast gríðarlegur árangur. Stóðu fallegu Gjósku hundarnir sig vel að vanda. Eftir árið eigum við hunda á lista yfir stigahæstu hunda ársins í öllum flokkum og erum við eina ræktun landsins sem getum státað okkur af því. ISShCh RW-15 Juwika Fitness okkar er aldeilis að stympla sig inn á Íslandi, endaði árið á að verða annar besti rakki og fékk sitt fyrsta CACIB og endaði sem 2. stigahæsti snögghærði schäfer ársins. Glæsilegur árangur þar sem að hann tók ekki þátt á öllum sýningum ársins, er ennþá mjög ungur og var verulega lengi að jafna sig eftir einangun. Gætum við ekki verið sáttari með þennan öðling sem á svo sannarlega eftir að gera frábæra hluti í framtíðinni. Gjósku Ruslana-Myrra gerði sér lítið fyrir og landaði síðasta Íslenska meistarastiginu sínu og er því orðin Íslenskur meistari, 3. úr þessu glæsilega goti undan RW-14 Gjósku Myllu sem aftur og aftur sannar sig sem topp ræktunar tík. Sonur Myllu úr sama goti hann ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór endaði uppi sem stigahæsti loðni schäfer ársins, gætum við ekki verið stoltari af þessum mola. Svo ekki sé minnst á fallegu U-hvolpana okkar sem komu sáu og sigruðu, öll með heiðursverðlaun og Gjósku Una Buna 3. besti hvolpur sýningar! En helstu úrslit urðu þessi: Snögghærðir Gjósku Tindur - excellent, 1. sæti ungliðafl. Gjósku Stakkur-Goði - excellent, 1. sæti unghundafl, meistaraefni Gjósku Mikki-Refur - very good, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Olli - excellent, 4. sæti meistarafl. ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson - excellent, 3. sæti meistarafl, 3. besti rakki tegundar ISShCh RW-15 Juwika Fitness - excellent, 2. sæti meistarafl, 2. besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig Eldeyjar Hugi - excellent, 1. sæti öldungafl, heiðursverðlaun, Besti öldungur tegundar, Þjónustu hundur ársins 2015 Gjósku Thea - very good, 2. sæti ungliðafl. Gjósku Tófa Tignarlega - excellent, 1. sæti ungliðafl, meistaraefni, 3. besta tík tegundar Gjósku ræktun - excellent, 2. sæti, heiðursverðlaun Eldeyjar Hugi með afkvæmum - excellent, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti afkvæmahópur tegundar, 2. besti afkvæmahópur sýningar Síðhærðir Gjósku Óli Hólm - very good, 1. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Rosi-Loki - excellent, 1. sæti meistarafl, Besti rakki tegundar, Alþjóðlegt meistarastig, annar besti hundur tegundar ISShCh RW-15 NLW-15 Gjósku Rökkvi-Þór - excellent, 2. sæti meistarafl, meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, vara Alþjóðlegt meistarastig NLW-15 Gjósku Ráðhildur - excellent, 2. sæti opinn fl. ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra - excellent, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Íslenskt meistarastig, vara Alþjóðlegt meistarastig Gjósku ræktun - excellent, 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti ræktunarhópur tegundar
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|