Gjósku Schäferhundar
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
    • Fyrri Gjósku got
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað

Vörutalning á jólahvolpunum

12/18/2017

0 Comments

 
Við skelltum okkur í röntgen með Myrru í morgun til þess að kíkja á litlu meistarana sem eru væntaleg í þessari viku.

Mikil spenna er komin í okkur fyrir þessu goti, en sytkini þeirra úr fyrra gotinu eru fyrsta flokks hundar á allan hátt. Dökkir litir, mikil vinklun og gríðarlega góðar hreyfingar einkenna þau öll svo við minnumst nú ekki á geðslagið. 

ISShCh Gjósku Ruslana-Myrra er undan sjálfsagt einni allra bestu ræktunartík á Íslandi henni RW-14 Gjósku Myllu okkar, en undan Myllu eru 6 meistarar, og eru afkvæmin hennar samtals með 20 íslensk meistarastig og 11 Alþjóðleg meistarastig. Mylla hefur einnig unnið BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR margsinnis.
Myrra hefur ekki mætt mikið á sýningar en alltaf gengið vel þegar að hún mætir. Hún varð fljótt meistari og hefur raðað sér á lista yfir stigahæstu tíkur landsins frá því að hún var einungis 11 mánaða. Hún er með gríðarlega góðan og mikinn feld fyrir tík og virðist gefa það sterkt áfram, ásamt hennar gríðarlega dökka og fallega lit, miklu hreyfingum og sterkt vinnueðli.

CIB BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia er nýjasti innflutti rakkinn á Íslandi, en við ásamt Rut og Herði vinum okkar sem eiga Myrru, festum kaup á honum í fyrra eftir mikla leit af Remo vom Fichtenshlag skyldum hundi sem passaði inní ræktunarplönin okkar. Jago okkar hefur ekki mikið mætt á sýningar, en hann hefur verið mjög lengi að ná sér eftir flutning til landsins og dvöl í einangrun. Svona landsflutningar geta farið mjög mismunandi í hunda og eru sumir töluvert lengur að jafna sig en aðrir. Jago er þó allur að koma til og mætti á 2 sýningar eftir að hann fór að styrkjast. Hann mætti flottur til leiks á deildarsýningu schäferdeildarinnar þar sem hann sigraði gríðarlega stórann opinn flokk með excellent og meistaraefni ásamt frábærri umsögn frá dómaranum. Hann var því miður hárlaus á sumarsýningunni svo við mættum ekki með hann þá, en aftur mætti hann í september og er óhætt að segja að við vorum ekki ósátt með árangurinn þá. Hann vann aftur stórann opinn flokk með excellent og meistaraefni, svo gerði hann sér lítið fyrir og endaði sem annar besti rakki tegundar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig og annað Alþjóðlega meistarastig. Þar sem að Jago hefur lokið öllum vinnuprófum sem til þarf bíður hann nú staðfestingar á alþjóðlega titlinum sínum CIB.  Jago átti fyrir gull fallega hvolpa útí Póllandi sem hefur gengið vel á sýningum þar og urðum við ekki fyrir vonbrigðum með gotið hans hérna heima. Jago sjálfur ber mikinn svip frá afa sínum Remo og urðum við svo heppin að hann virðist gefa það sterkt áfram.

Nú teljum við bara niður dagana í Gjósku W-gotið
Picture
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Gjósku Ræktun
    "Alvöru schäfer"


    Eldri fréttir

    February 2023
    December 2022
    November 2022
    June 2022
    April 2022
    January 2022
    December 2021
    November 2021
    September 2021
    June 2021
    April 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    July 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    July 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    July 2017
    June 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    July 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    June 2012
    March 2012
    October 2011
    September 2011
    January 2011
    December 2010
    June 2010

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
    • Hafa samband
  • Fréttir
  • Hundarnir okkar
    • Tíkurnar
    • Rakkarnir
  • Hvolpar
    • Til sölu
    • Fyrri Gjósku got
  • Árangur Gjóskuræktunar
  • Tegundin
    • Myndir
    • Saga tegundarinnar
    • Standard
    • Fróðleikur
  • Íslenskur fjárhundur
    • Hundarnir okkar
    • Hvolpar - Got
    • Myndir
    • Árangur sýningar og annað