Það styttist óðum í W-got meistaranna okkar, þeirra ISShCh Gjósku Ruslönu-Myrru og CIB* BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia. Er þetta þeirra annað got og mjög spennandi að fá fleiri hvolpa undan Jago á Íslandi, en er hann að koma með alveg nýtt og ferskt blóð inní stofninn. Síðasta gotið undan þeim fór framúr okkar björtustu vonum og bera mikinn svip frá afa hans Jago, Remo vom Fichtenschlag en það var akkurat það sem við vorum að sækjast eftir. Erum við því mjög spenntar fyrir þessu goti og stefnum á að halda eftir tík þar til áframhaldandi ræktunar. Því miður var Tían, Gjósku Rósa Siva gervi ólétt svo hún verður pöruð á næsta ári. Erum við búnar að uppfæra ræktunarplönin okkar fyrir 2018/2019 og erum við virkilega spenntar fyrir komandi tímum. Leó okkar er búinn að vera í ræktunarpásu núna í 1 ár, en teljum við það nauðsynlegt þegar að nýtt blóð kemur til landsins að ofrækta ekki undan hundum. Maður verður að vera skynsamur í ræktun, hugsa um framtíðina, alls ekki para allar tíkur við einn rakka og fylgjast aðeins með afkvæmum hundana, en afkvæmi Leó eru að uppfylla allar okkar kröfur um frábæra hunda, hvort sem litið er til útlits, geðslags eða heilbrigðis. Svo núna ætlum við að stefna að því að para hann við nokkrar tíkur. Quentino von Arlett, eða Dino okkar ætti að koma til landsins snemma á næsta ári og eru fyrirhugaðar paranir við hann strax komnar í plönin. Hann hefur gefið af sér framúrskarandi heimsklassa afkvæmi um alla evrópu og hlökkum við því mikið til þess að fá hann til okkar. Er því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Gjósku ræktun !
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|