Jólaheiðrun schäferdeildarinnar fór fram á sunnudaginn síðastliðinn. Margt var um manninn og heiðraðir voru stigahæstu hundar í vinnu og á sýningum ásamt stigahæsta ræktanda ársins. Gjóskuræktun hefur átt gott ár á báðum vígstöðum og þökkum við eigendum allra þessara fallegu Gjósku hunda vel fyrir. Í vinnu var það hún Gjósku Frostrós sem stóð uppúr, endaði hún sem 3. stigahæsti hundur ársins í hlýðni brons og gerði sér svo lítið fyrir og var stigahæsti hundur ársins í Hlýðni 1. Ekki amarlegt það fyrir 9. ára gamla tík. Einnig kláraði Gjósku Rispa Hlýðni brons á árinu með glæsibrag aðeins 11 mánaða. Sýningarárangurinn lét heldur ekki á sér standa og áttum við stigahæstu tík ársins hana CIB ISCh Easy von Santamar sem var jafntfram stigahæsti hundur schäferdeildarinnar árið 2014 og stigahæsti öldungur deildarinnar. Alltaf jafn gaman að mæta með þessa drottningu í sýningar hringinn og áfram heldur hún að heilla alla upúr skónum. Síðhærðu hundarnir okkar stóðu sig líka vel og voru þeir jafnir að stigum sem stigahæstu rakkar schäferdeildarinnar þetta árið, þeir ISShCh RW-13 Gjósku Osiris og Gjósku Óli Hólm. Svo var endað á því að heiðra stigahæsta ræktanda ársins og var það Gjósku ræktun annað árið í röð sem hneppti þann eftirsótta titil. Enduðum við sem 3. stigahæsta ræktun ársins hjá HRFÍ yfir allar tegundir, gætum við ekki verið ánægðari og stoltari yfir þessu öllu saman. En ef litið er yfir árið þá er þetta búið að vera alveg ótrúlegt. Við höfum eignast 3 nýja meistara, Eldeyjar Huga syninina okkar þá ISShCh RW-13 Gjósku Osiris, ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson og ISShCh Gjósku Olla einnig fékk gotsystir þeirra hún Gjósku Ophira eitt Íslenskt og eitt Alþjóðlegt meistarastig á árinu. ISShCh RW-13 Gjósku Osiris endaði sem stigahæsti loðni schaäfer rakkinn og ISShCh Gjósku Osbourne-Tyson er stigahæsti schäfer landsins hjá HRFÍ yfir allar tegundir. Við fengum 11 af þeim 20 meistarastigum sem gefin voru í ár, 6 fóru til loðnu hundana okkar og hin 5 á þá snöggu. 4 af þessum meistarastigum fóru til afkvæmana hennar RW-14 Gjósku Myllu HIT okkar, verður það að teljast glæsileg frammistaða hjá svo ungum hundum. Eru nú 7 af 10 afkvæmum hennar búin að mæta á sýningu á árinu og hafa þau öll fengið meistaraefni, erum við alveg gríðarlega stolt af þeim og eigendum þeirra. Nú bíðum við bara spennt eftir næsta goti hjá henni Myllu okkar sem fæðist um mánaðarmótin. Gjósku ræktun stigahæsta ræktun ársins 2014 Gjósku Frostrós (Óla) ásamt ræktanda og eiganda sínum Þórhildi Bjartmarz eigendur stigahæstu snögghærðu hunda ársins 2014 Gjósku Óli Hólm og ISShCh RW-13 Gjósku Osiris stigahæstu síðhærðu rakkar ársins 2014 ásamt eigendum sínum
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|