Gamlan okkar hún Easy von Santamar stendur enn fyrir sínu. Endaði hún árið eins og hún byrjaði það og varð Besti öldungur sýningar.
Hún varð jafnframt stigahæsta tík og stigahæsti schäfer deildarinnar árið 2014. Hún varð 1x besti hundur tegundar, 1x besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni, 1x 4 besta tík og 2x önnur besta tík tegundar. Einnig varð hún alltaf besti öldungur tegundar á árinu, 2x varð hún besti öldungur sýningar og einu sinni endaði hún 2. besti öldungur sýningar. Hún varð 2. stigahæsti öldungur HRFÍ allar tegundir. Ekki amarlegt hjá 9 og hálfsárs gamalli tík og ættmóðurinni okkar. Erum við gríðarlega stoltar af þessari gullfallegu drottningu sem gefur hinum ungu ekkert eftir. Bíðum við nú spenntar eftir að fá ömmubörnin hennar í heimin því einnig hefur hún nú sannað sig í þeirri deild, á árinu fengu hundar undan henni eða ömmubörn samtals 10 meistarastig og urðu 3 rakkar undan dóttur hennar meistarar.
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|