Þá er septembersýningu HRFÍ þetta árið lokið og gekk Gjósku hundunum vel að vanda. Á föstudagskvöldið 15. sept, mættu hvolparnir úr V og S gotunum á sína fyrstu sýningu og stóðu sig öll frábærlega vel. Besti hvolpur tegundar í síðhærðum 3-6 mánaða var Gjósku Snjó-Blondý, seinna um kvöldið var hún svo valin áfram í topp 6 Besti hvolpur sýningar. Leó dóttirin Forynju Aska mætti í flokk snögghærðra 6-9 mánaða, var hún valin besti hvolpur tegundar og svo 2. Besti hvolpur sýningar. Erum við virkilega stoltar af öllum þessum glæsilegu hvolpum, bæði Gjósku og Forynju sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Við mættum einnig með hana Snætinda Íslandssól okkar á sína fyrstu sýningu og vann hún stórann flokk af tíkum 3-6 mánaða og var annar besti hvolpur tegundar.
Á laugardagsmorgun mættu svo fullorðnu hundarnir, uppúr stendur eftir þann dag að aftur átti hún RW-14 Gjósku Mylla okkar besta afkvæma hóp tegundar og Besta afkvæmahóp sýningar. Dóttir hennar Gjósku Una Buna mætti í fyrsta sinn í opinn flokk og endaði uppi sem Besta tík tegundar með Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Innflutti prinsinn hann Jago var annar besti rakki tegundar og fékk einnig Íslenskt og Alþjóðlegt meistarastig. Erum við virkilega ánægðar með árangur helgarinnar og sendum bestu þakkir til allra flottu eigenda og sýnenda Gjósku hundana ! Helstu úrslit voru þessi: Hvolpar: Snætinda Íslandssól á Gjósku - 1. sæti, heiðursverðlaun, besti hvolpur tegundar af gagnstæðu kyni Gjósku Vissa - 1. sæti Gjósku Valkyrja - 3. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Vænting - 2. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Snjó-Blondy - 1. sæti, heiðursverðlaun, Besti hvolpur tegundar Fullorðnir: ISJCh Gjósku Úlfur - exc, 2. sæti unghundafl. C.I.E. ISShCh RW-15 NLM Gjósku Rökkvi-Þór - exc, 2. sæti meistarafl. meistaraefni, 4. besti rakki tegundar NLM Gjósku Ráðhildur - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besta tík tegundar, Alþjóðlegt meistarastig Gjósku ræktun - exc, 2. sæti, heiðursverðlaun Gjósku Uggi - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni Gjósku Stakkur-Goði - exc, 5. sæti opinn fl. BH AD IPO1 Kkl1 Jago z Wierchlesia - exc, 1. sæti opinn fl. meistaraefni, 2. besti rakki tegundar, Íslenskt meistarastig, Vara-Alþjóðlegt meistarastig ISCh Gjósku Tindur - exc, 1. sæti, vinnuhundafl. meistaraefni CIB ISCh RW-16 RW-15 Juwika Fitness - exc, 3. sæti meistarafl. Gjósku Thea - vg, opinn fl. Gjósku Rispa - exc, 3. sæti opinn fl. meistaraefni Gjósku Una Buna - exc, 2. sæti opinn fl. meistaraefni, BESTA TÍK TEGUNDAR, Íslenskt meistarastig, Alþjóðlegt meistarastig, Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni RW-14 Gjósku Mylla - exc, 1. sæti vinnuhundafl. meistaraefni, Besti afkvæmahópur tegundar, BESTI AFKVÆMAHÓPUR SÝNINGAR Gjósku ræktun - exc, 2. sæti, heiðursverðlaun
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|