Fyrstu helgina í september er hin árlega veisla, siegershow í Þýskalandi.
Þar koma saman allir alvöru ræktendur og áhugamenn um Schäfer og fylgjast með bestu hundum heims það árið. Hundar koma allstaðar að úr heiminum og var til að mynda sigurvegari í unghundaflokki rökkum þetta árið fæddur í USA. Fórum við mæðgur að sjálfsögðu að fylgjast með og hitta vini okkar frá öllum heimshornum. Við förum einna helst út á siegershow til þess að rækta vinskap og stækka tengslanet okkar við þekkta ræktendur á meginlandinu, en einnig til þess að hugsanlega kaupa okkur hunda og sjá hvaða línur við viljum sækjast í. Í ár stóðu uppúr hjá okkur afkomendur Remo vom Fichtenschlag, en við eigum akkurat afa barn hans í honum Jago okkar. Svo var það hinn ungi og mjög svo efnilegi hundur Watson vom Thermodos, en hann vann sem unghundur árið 2015 en í ár mætti hann með afkvæmum sínum og varð VA5. Það er alveg gríðarlegur árangur hjá svo ungum hundi. Einnig vann dóttir hans unghundaflokk tíkur og önnur afkvæmi röðuðu sér ofarlega bæði á þessu siegershow sem og í öðrum löndum fyrr á árinu. Watson er virkilega spennandi hundur sem vert er að fylgjast með. Auðvitað kom myndavélin með í för og tókum við eitthvað af myndum á milli bjór þambs, spjalls og hundagláps. Fleiri myndir eru hér
0 Comments
Leave a Reply. |
Gjósku Ræktun
|